Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1952, Blaðsíða 23

Heimilisblaðið - 01.07.1952, Blaðsíða 23
heimilisblaðið 131 andans og henti sér á bak án þess a8 skoða hana. Hann lét hana stökkva niður túnið, lét hana fara ytir skurð, sneri við, fór yfir Saddavírsgirðingu, stökk sömu leið t'l baka og stanzaði hjá mönnun- Um. Hann sté af baki án þess að svipur hans hefði breytzt. — Þú fórst með hana yfir Saddavír! hrópaði Bent. Þú hefðir Setað meitt hana, maður! — Líttu á öll gömlu örin, sagði ^estry. Ef hún þekkti ekki gadda- vír eftir allar þær skrámur, sem ^ún hefur fengið, þá væri hún ®kki þess virði, sem hún lítur út fyrir að vera! Bent dró hann með sér afsíðis. — Hvað áttu við? Er hún ekki hundruð dollara virði, Harry ? — Segðu mér eitt, sagði Destry. ^Vað mundirðu vilja gefa fyrir flugvél ? — Líkir þú henni við flugvél? — Hún er langt um betri! Þú Setur ekki taláð við flugvél, en þú S®tur talað við hana. Hún er dá- Samleg, Chet! Ég get ekki hugsað ^ér betri hest en hana! kannig komst Fiddle í eigu phester Bents, því hún var greidd a staðnum og negri fór með hana 1 hesthúsið. Svo fór Bent aftur til hússins og UÞP í herbergið með gesti sínum °g horfði á hann pakka niður dóti s*Uu. Hann bað hann ekkert um að vera kyrran. Ég þarf ekki annað en að 0rfa í augu þér, gamli vinur, sagði atlu, þá öfunda ég þig, Harry. Þú ert frjáls. Þú getur farið hvert s°fn þjg fýsir, Ég er bundinn hér báða skó, eins og hestur við '■ióðurhæl, en þegar allt kemur til alJs tek ég ekkert með mér að 6lðarlokum fremur en hesturinn tekur tjóðurhælinn. Ég er líkt og lamin önd, er sér flokk villtra aUda fljúga móti morgunroðanum. ® skil, að ég missi mikið, en ég ^Pu smátt og smátt venjast stýfðu V*Ugjunum og mig dreymir ekki ®'Uu sinni á næturnar um bjartari aga. Harry, er það nokkuð, sem eg get gert fyrir þig, áður en þú ferð? — Lánaðu mér vakran gæðing, þú átt svo marga, taktu minn i staðinn. Hann er orðinn þreyttur, en ég á langan veg fyrir höndum! Bent fór að gefa fyrirskipun um að lagt skyldi á hest fyrir Destry. Þegar Destry hafði lokið við að taka saman dót sitt, henti hann byrði sinni yfir öxl sér og gekk út. Hestamaðurinn beið eftir hon- um með bréf — og nýju hryssuna, Fiddle. „Kæri Harry“, hljóðaði bréfið. „Það er erfitt að þrýsta hönd manns, sem maður sér ef til vill aldrei framar. Ég gat ekki kvatt þig. Farðu með Fiddle. Ég sá á þér, hvað þér sýndist um hana, og ég vil, að þú farir með eitthvað með þér, sem minnir þig á, að ég sé vinur þinn. rhet“ Þrettándi kapítuli. CHESTER BENT skrifaði ekki að- eins þetta eina bréf um morg- uninn. Hann hraðaði sér inn á skrifstofu sína og skrifaði í flýti: „Kæri Clyde! Þetta er skrifað í flýti. Destry hefur verið hér hjá mér. Hann er ekki ánægður með að Clarence Og- den er dauður og Jud Ogden krypplingur það sem hann á ólifað. Það er ekki nóg, að Jerry Wendell hefur verið gerður hlægilegur og smánaður. Hann hefur ákveðið að elta ykkur alla uppi, unz hann hefur drepið ykkur eða lagt líf ykkar í rúst. Þú veizt, að ég er vinur Harrys, og ég geri ráð fyrir, að þér sé Ijóst, að ég er líka vinur þinn. Ég hef reynt að tala um fyrir hon- um, en hann er harður eins og tinna. Ég gat engin áhrif haft á hann. Hann er á leiðinni og er á fljót- um hesti, en ég sendi bréf þetta til þín í von um, að þú fáir það í tæka tíð. Ég veit ekki, hvað þú átt að gera. Ef til vill situr hann um líf þitt, ef til vill hefur hann annað í huga, en svo mikið er víst, að nái hann tökum á þér, muntu óska þér dauða! Ég þarf ekki að segja þér, að það er töluverð áhætta fyrir mig að senda þér þetta bréf. Komizt það í hendur Destrys er líklegt, að hann hraði sér hingað til að myrða mig. Það skiptir litlu, hversu góðir vinir við erum. Samt sem áður get ég ekki stillt mig að aðvara þig. Gættu þín. Heilsaðu konu þinni. Kveðjur. Chester Bent“. Þegar hann hafði lokið við að skrifa bréfið, hringdi hann bjöllu, og þegar einkaritari hans kom inn, sagði hann: — Sendu boð eftir Mexikómanninum með örin á and- litinu. — Eigið þér við José Vedres? spurði einkaritarinn. — Já, ég á við José. Einkaritarinn var kvenmaður kominn yfir fertugt. Hún var ekki fögur og rödd hennar var hás eins og í ketti. Hún var bundin Bent persónulegum hollustuböndum — enda hafði hún nasasjón af leynd- armálum hans. Hún vissi meira en nokkur annar um Chester Bent. En hún óskaði samt að vita meira, og Bent var ljóst, áð hún mundi aldrei svíkja hann meðan hún hafði von um að komast algerlega að leyndarmálum hans. Þess vegna leyfði hann henni einstöku sinnum að gægjast inn fyrir tjaldið og fá ofurlitla vitneskju um, hvað þar væri að sjá. Hún gerði strax boð eftir Mexi- kómanninum. Maðurinn kom eftir skamma stund, læðupokalegur og guleygður af eiturlyfjanotkun. Bent fékk honum bréfið. Fyrirskipanir hans voru stuttar og ákveðnar. Hann bætti aðeins við að lokum: — Komist bréf þetta í hendur annarra en Clyde Orrin, þá er ég dauðadæmdur maður, José, og deyi ég . . . Hann gerði vísbendingu með hendinni, og José kinkaði kolli. Hann skildi vel, að hans eigið líf lék á þræði, ef vinur hans félli frá. Hann hneigði sig og hvarf út úr dyrunum. Bent sá hann stökkva

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.