Heimilisblaðið - 01.12.1953, Side 10
Gunnar Dal
SÆ R
Milt og rótt
sefur sær
í silfurljósi nætur,
brotna log
kóralhvít
í kristalsöldum lætur.
— Sævarhjartað hraðar slær.
Hlusta, jörð, þér brjósti nær
á æðaslátt
og andardrátt.
Þig kyssir vatnavör.
Ég er útsær af draumum, sem upp til þín stigur,
útsær af vængjuðum draumi, sem flýgur
yfir þig, jörð mín, á óttunnar himni
og yrkir þér Ijóð sín í regni og vindum.
Sæbrjóstið lifnar þá, Iyftist og hnígur,
en Iágróma jörðin í eyra mér hvíslar:
„Hvert ætlarðu náttský á óttunnar himni,
sem eilifar stjörnurnar hverfa mér lætur?“
— Og úrsvalur vindurinn yfir mér grætur
útsæ af tárum. — í regni og straumum
aftur ég hrapa í útsæ af draumum.
Um kóralhaf
og sólarsæ
söngvagyðjan stígur.
Gullfingruð
geislahönd
um gígju hennar flýgur.
Sævarhjartað hraðar slær.
Hlusta, jörð, þér brjósti nær
á æðaslátt
og andardrátt.
Þig kyssir vatnavör.
Um heimsrikið sokkna mitt helmyrkur streymir
í hjarta míns djúpi, sem lykilinn geymir
að grafreitum aldanna; gimsteinum djúpsins,
gimsteinum djúpsins, sem ekkert fær numið
annað en dauðinn. — Og alda mín gleymir
öllu, sem hrynur og skolast í djúpið.
Marmarahöllunum, sögum og söngvum,
siðunum, trúnni og spekinni fornu,
drauminum týnda og dögunum horfnu.
— En djúpið er minnugt á sólir, sem slokkna,
himin, sem myrkvast og heimsríkið sokkna.
Gunnar Dal er einn af efnilegustu yngri IjóSskáld-
um okkar. Hann er stúdent úr Menntaskólanum 1
Reykjavík, og las eitt ár heimspeki viö Edinborgar■
háskólann, en sigldi síSan til Kalkútta í Indlandi
og hélt ftar áfram heimspekinámi. Mun hann eini
íslendingurinn, er stundaS hefur nám þar. Fyrir
jól er von á tveim bókum eftir Gunnar. Önnur bók-
in er um indverska heimspeki, en hin er IjóSabók,
er nefnist ,£finxinn og hamingjan". Kvœði þaS, er
hér birtist, er úr þeirri bók. AriS 1950 kom út fyrsta
IjóSabók Gunnars, „Vera“, og er hún nú ófáanleg-
Sjöstjarnan
sæinn á
silfurregni grætur
og demantglit
í dauðamyrk
djúpin falla lætur.
Sævarhjarta sofðu rótt.
í sjöstjörnunnar ljósu nótt
í dauðaþögn
dularmögn
djúpsins lyfta þér.
Ég er útsær af myrkri á sökkvandi söndum,
særoki hrapandi á rjúkandi ströndum.
Ást min þar brotnar í brimhyítu löðri
við brjóst þér og ólgandi sogast í djúpið,
og myrkur þess fyllist af minningum sárum.
Ó, máni og stjörnur, hví elska ég landið,
auglit þitt, jörð, sem um eilífð mér verður
ókunnur heimur og fjarlægur draumur?
Ó, jörð, ég er villtur og stórhöggur straumur,
straumur af svipum og hafdjúpsins öndum
sem landnámsins biðu á sökkvandi söndum.