Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1953, Page 16

Heimilisblaðið - 01.12.1953, Page 16
um nauðstöddu mönnum. — Annað sáum við ekki. Björgun- in stóð yfir í þrjár klukku- stundir, og meðan á henni stóð, litum við aldrei í áttina til hinna skipanna. Það var eins og ,,Sisto“ og báturinn okkar væru einu fleyturnar, sem á sjó væru. Okkur var sagt, að það hafi gengið á með haglélj- um öðru hverju. Við höfðum ekki hugmynd um það. Loks eigum við ekki nema 60—70 metra ófarna til hins nauðstadda skips. Við erum á hléborða við það og beitum bátnum upp á móti öldunum. Ég læt hægja róðurinn og velti fyrir mér, hvernig ráðleg- ast sé að haga björgunartil- rauninni. Þótt við höfum í fyrstu ætlað að leggjast upp að skipshliðinni, er nú auðsætt, að það er óframkvæmanlegt. Öldunum skolar svofyrirstöðu- laust yfir hálfsokkið skipið, að slík tilraun hefði sennilega orðið til þess eins, að við hefð- um lent, sitjandi í bátnum, uppi á þilfari skipsins. En slíkar hugleiðingar eru engum til gagns. Ég var rétt sem snöggvast gripinn þeirri skelfilegu tilhugsun, að björg- un væri óframkvæmanleg, en ég hrindi þeirri hugsun tafar- laust frá mér. Það verður að bjarga mönnunum! Áhöfn „Sistos“ verður að stökkva fyrir borð. Hver mað- ur verður að binda sig við línu, því annað væri sama og sjálfs- morð. Og þó var ekki víst, hvort hinir aðframkomnu menn þyldu að kasta sér í jök- ulkaldan sjoinn. Her var úr vöndu að ráða, en eitthvað varð að gera, og eftir stuttar samræður við bátverja mína hafði ég afráðið, hvað gera skyldi. Við róum eins nærri „Sisto“ og mögulegt er. Við bjarmann frá ljósköst- urunum sjáum við sjómennina sextán. Þeir hafa bundið sig við yfirbygginguna miðskips. Stjórnpallurinn var að mestu leyti horfinn. Skipið hafði ver- ið hlaðið timbri, og þess vegna hélzt það lengur á floti en ella hefði orðið. Aðeins nokkur hluti timburhlaðanna á þilfar- inu stóð upp úr sjó. Mér tekst með hrópum og bendingum að fá mennina til að kasta til okkar línu. Við náum henni eftir nokkrar mis- heppnaðar tilraunir, og okkur tekst, með geysilegum erfiðis- munum, að komast það nærri, að við ge£um komið mönnim- um í skilning um, að þeir verði að binda sterkari línu við þá, sem við höfum nú náð í. Við drögum hana síðan til okkar og festum henni í bátinn, og þeir festa sínum enda. Línan er 30—40 metra löng, svo að okkur tekst að forðast árekstra við skipið. Nú er allt undir því komið, að línan reynist nógu sterk. Bili hún, eru litlar líkur til að björgun takist. En Norðmennirnir hafa skil- ið fyrirætlun okkar. Þeir koma til okkar annarri grennri línu, og þegar við höfum náð henni, hrópa ég til þeirra, að nú skuli þeir hver eftir annan binda sig við mjóu línuna og varpa sér fyrir borð. Þeir virðast hafa skilið mig til fulls. Næstu augnablik hafa mikla taugaáreynslu í för með sér. Ef þeim fyrsta tekst eins og til er ætlazt, er mikill sigur uOn inn. Þá mun hinum veitaSt auðveldara að koma á e^lf' Nú ríður yfir voldug alda,sV° að minnstu munar, að við i'e^ umst á skipið, en þegar v höfum aftur náð stjórn á bát11 um, stekkur fyrsti maðuri1111' Við drögum línuna til okkar eins hratt og unnt er, og hinl1 gefa eftir. Okkur tekst að hinum aðframkomna maUp upp í bátinn, þótt erfitt se Hann er í flotvesti úr ko^ ^ Irk' eins og hinir, og varð það ur til mikils trafala, þar 6 það kræktist undir borðsto kk bátsins, er við drógum ma1111 inn upp úr sjónum. Þegar fyrsti maðurinn va kominn heill á húfi upp i ^ inn, stökk næsti maður. FleS|' ir voru Norðmennirnir það legir, að þeir gátu notfsert s£^ heppilegasta augnablikið til 3 stökkva. Enginn hlutaðeigenda ba ^ nokkru sinni áður komizt í Þv líka raun. Við bátverjar fy^ umst nákvæmlega með athöh1 til um mannanna á skipinu þess að geta gefið þeim nae um, hvenær næsta manm v ^ ráðlegast að stökkva. SkiP1^ og báturinn dönsuðu á ölðuj^ um, svo að stundum bar 0 ur hátt yfir þilfar skipsins- ^ eins þrír okkar gátu s, að björguninni, því að n - "it' átta urðu að róa af öllum kr° um, til þess að halda bátnul í svipuðu horfi ___________ Við höfð11^ þó ekkert vald yfir f jarl8®^ okkar frá skipinu, sem r styttist eða lengdist fr® um metra upp í fjörutiu a einum sekúndum. Björg . hefði alls ekki tekizt, ef hlý HEIMILISBLAP11’ [196]

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.