Heimilisblaðið - 01.12.1953, Síða 21
Nei, það dugði víst ekki að
ta^a Um orðinn hlut, heldur
^a þessu karlmannlega.
^ann gat sjálfum sér um
ennh var skammarnær að
Vera svolítið forsjáll.
^fir höfði hans glumdi í
s^u® og matkvíslum, og
s|"arkri angan af steiktu kjöti
0 fyrir votar nasir hans.
Þetta var ærandi glaumur,
esPaði
upp í honum hungrið.
. anP kingdi beisku munnvatn-
Ulg
sUlt
°g strauk slímkenndan
ardropa úr nefi sér.
^ ara að hann væri kominn
eirn> heim til mömmu og
Pebba. ]Sfú sátu þau í eldhús-
^runni sinni, snæddu fá-
r°tna en góða máltíð, hátíð-
eg a svipinn.
Augu mömmu voru eitthvað
,v° ankanaleg. Þau hvörfluðu
^ 1 hláinn, viðkvæmnislega
, ' Kannske var hún að hugsa
aPs, gamla konan. Og pabbi
^ eitthvað svo hjárænuleg-
r’ tunghyggður, eins og hann
^aPtaði eitthvað. Mamma
auk vot augu sín og sagði:
a® vildi ég, að hann Nonni
ar væri kominn. Mér finnst
, ar eitthvað vanta, þegar
j^ann er ekki. 0, hann hefur
síálfsagt gott, strákurinn,
Pabbi hughreystandi. Ég
^nna) að hann hafi fengið bögg-
lnP sinn á réttum tíma, sagði
^ma.
^á mundi hann allt í einu
^r bví. Hann átti jólaböggul,
Ungsstóran, krossbundinn
^°pa^ancb-
^ a* birti yfir svip hans og
^°nUrn hlýnaði fyrir brjósti.
Var víst kominn tími til
kíkja í hann. Hann var
Uuilega frá þeim heima,
vænti ekki bögguls annars
staðar frá.
Hann reis á fætur, gekk að
bældu fletinu, seildist undir
koddann og dró upp ferkant-
aðan böggul.
Það var skrifað á hann öll-
um megin. Párið hans pabba,
hugsaði hann. Hann var vanur
að merkja allt svo vel, gamli
maðurinn.
Hann settist á rúmið með
pakkann milli hnjánna og rakti
utan af honum lopabandið, við-
kvæmnislega brjósthýr.
Yzt var grár umbúðapappír,
vandlega samanbrotinn, síðan
kom í ljós hvítur pappakassi,
einnig krossbundinn og dyggi-
lega merktur.
Með stakri varúð og heitri
tilhlökkun leysti hann bandið
og lyfti lokinu. Undir því var
bréf til hans, en innihaldið
vandlega hulið dagblöðum. Af
gömlum vana reif hann fyrst
upp bréfið og las.
Elsku Nonni.
Ég vonast til, að þessar lín-
ur hitti þig glaðan og heilbrigð-
an. Okkur líður vel hér heima,
höfum nóg að bíta og brenna,
en það er fyrir mestu.
Nú fara blessuð jólin að
nálgast. Mikið vildi ég, að þú
gætir verið heima yfir hátíð-
ina. Okkur finnst eitthvað
vanta, og það er ekki nærri því
eins hátíðlegt núna. En það
tjóar víst ekki að tala um það.
Það er svo voða dýrt að ferð-
ast núna. Það er annars hræði-
legt að fara í kaupstað, enda
forðast pabbi þinn það eins og
heitan eld. Hundrað krónur
hverfa, og maður sér ekkert,
veit ekkert.
Jæja, blessaður. Hún verð-
ur ekki stór né veigamikil,
jólagjöfin þín, en vonandi kem-
ur hún að góðum notum. Ég
sendi þér peysu, sokka og vettl-
inga.-------
Stafirnir urðu allt í einu
feimnislegir, eins og þeir væru
að afsaka tilveru sína á örk-
inni. Skriftin var svo óskýr, að
hann átti bágt með að lesa úr
henni tjáningu bréfritarans.
-----Pabbi þinn lógaði gols-
ótta sauðnum, þessum, sem
hélt sig alltaf í túninu. Mikið
var hann vænn. Við reyktum
af honum ganglimina. Þú mátt
ekki hneykslast, væni minn. En
það tókst svo vel, að ég gat
ekki á mér setið. Ég sendi þér
nokkra bita.
Guð gefi þér gleðileg jól,
elsku drengurinn minn.
Þín heittelskandi
móðir.
Það fór um hann hlýr
straumur og augu hans urðu
rök. Svona var mamma, hugul-
söm og góð.
Og þegar hann lyfti dagblöð-
unum ofan af hinni fábrotnu
en gagnlegu jólagjöf, fannst
honum, sem hann væri kominn
heim í kotið til karls og kerl-
ingar.