Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1953, Page 39

Heimilisblaðið - 01.12.1953, Page 39
Hann tæmdi úr glasinu í einum tey« og henti því inn í arininn, þar Sem það brotnaði. í sama bili var hurðinni hrundið UPP og húsfreyja kom inn. Það ^lgdi henni kaldur vindgustur. “*arta Stirling nam staðar fyrir inn- ari dyrnar, föl og móð. Leiftrandi aaSU hennar komu strax auga á rtskíglasið á borðinu. Hún beit sam- an vörunum. Ég ónáða ykkur sýnilega, sagði nún. Langi-Tom stóð vandræðalegur °B tautaði afsökunaryrði. Ég bjóst ekki við öðru af þér, Sa8ði hún napurt, en að þú mundir raSa hann með þér niður! '!'• Mamma! Duncan gekk fram föður sinn, eins og til þess að Vernda hann. Gættu tungu þinnar! ,. Gættir þú kannske tungu Þ'nnar ? Hún vissi það þá. Þau horfðu 0rt á annað, full örvæntingar, en Sv° streymdu allt í einu orðin af Verum hennar. Mér hafði aldrei dottið í hug, _ s°nur minn mundi gera þetta! í*ér hef hað hú ég dvalið, vonað og beðið! er ekki hægt að gera nema eitt. Ékki að hr h_ Verður að fara til Overtons og ]a hann afsökunar. ég tek ekki orð mín aft- greip hann fram í fyrir henni. eitt orð. Mér þykir leiðinlegt 'yggja þig, mamma, en í þessu ■ verður mér ekki snúið. Hann starði fast á hana, og hún Vjg ■> að einbeittur vilji lá á bak . ' I’jáist þú alltaf af þeirri fjar- ^ðukenndu hugmynd að verða ®knir ? ^ann kinkaði kolli. nn var að yfirbugast af reiði og . h°nbrigðum. Hún gat ekki til þess gsað, að draumur hans yrði að rtileika; hún, sem aðeins hugsaði 1,1 hamingju hans og framtíð. Vilt~ ^ SPyF r slðasta sinni: u hiðja bæjarráðið afsökunar? ' ’ Nei, mamma. Þ’á ertu ekki lengur sonur h n! Örvæntingin réði gerðum h).nílar- Þú ferð héðan í kvöld! Og aft hugsa um að koma HEim Langi-Tom stóð orðlaus á milli konu sinnar og sonar. Hann reyndi að bera fram andmæli, en hún greip fram í fyrir honum: — Mér er alvara! Ef þú ferð núna — kemurðu ekki aftur! Duncan stóð lengi og horfði á hana án þess að mæla. Svo sagði hann ósköp rólega: — Þetta er þitt heimili, mamma! Þú ræður! Hún stóð lémagna af reiði og vonbrigðum og hreyfði sig ekki. Hann gekk upp í svefnherbergið og tók saman bækur sínar og föt. Þegar hann kom niður í litla gang- inn, stóð faðir hans þar og hundur- inn og biðu hans. Langi-Tom ræskti sig vandræða- lega. — Hér er dálítið, sem mig langar til þess að gefa þér, Duncan. Það er ekki mikið. Ég á ekki peninga, en ég á þennan grip. Það var úr og festi, sem hann hafði erft frá föður sínum. Úrið var úr gulli og festin úr silfri — erfða- gripir, sem hann hafði varðveitt eins og gersemi alla sína ævi og aldrei veðsett, jafnvel ekki í sárustu fá- tækt. — Nei, mælti Duncan. Ég get ekki tekið á móti því. En Langi-Tom neyddi hann til þess að taka við úrinu og vísaði á bug þakklæti hans með því að þrýsta hönd hans. — Vertu sæll, drengur minn. Hamingjan fylgi þér. — Vertu sæll, pabbi! Duncan lyfti byrði sinni á bakið. Vertu sæl, mamma, kallaði hann í áttina til eldhússins. En hann fékk ekkert svar. LEIÐIN frá Levenford til St. And- rews eftir þjóðveginum var um eitthundrað og fimmtíu kílómetrar. Duncan gekk hérumbil fjörutíu kílómetra um nóttina. Um fjögur- leytið um morguninn lagði hann sig í skjóli undir heystakk. Hann lá og starði á fölan nýmánann, sem var að hálfu leyti í felum á bak við hvikul ský. Hann gat ekki sofnað. Hann átti næstum því enga peninga. Hann hafði sjálfur sagt skilið við fortíðina. Leið hans lá ekki aftur heim. Því lengur, sem hann íhugaði ráð sitt, því betur sá hann, að hann var biræfið flón, sem bauð örlög- ; unum byrginn, enda þótt hann vissi, að sá leikur var tvísýnn. En kjark- ur hans var óbugaður. Daginn eftir gekk hann fimmtíu kilómetra. Hann fór framhjá bæj- unum og gekk götuslóða, er lágu yfir hálsa og hæðir. Um hádegi keypti hann sér ofurlitið af kexi og skolaði því niður með brunn- vatni, er hann fann í grenndinni. Hér var fagurt um að litast, svip- mikill fjallahringur, klæddur furu- trjám, og lengra niðri í hlíðunum græn engi, en þar brauzt um mó- rauður vatnsflaumur, sem rann áfram niður dalinn. Víða gaf að líta reisulega bóndabæi og litlar hjáleigur. Meðfram veginum stóðu kindur á beit. Það var fagurt um að litast í Pertshire, því að leiðin lá í gegnum Strath Linton dalinn, fegursta staðinn í héraðinu. En seinni hluta dagsins, þegar Duncan var kominn hálfa leið upp í skarðið á milli fjallanna, skall á lemjandi slagviðri. Það var reglu- legt syndaflóð. Jafnframt tók að hvessa, og hann varð holdvotur og skalf af kulda. Hann kom í ljósaskiptunum til Linton, sem var sveitaþorp. Þar var aðeins ein gata, og þar var enginn á ferli. Bæði pósthúsi og yerzlunum hafði verið lokað. Menn höfðu einnig lokað húsum sínum vegna óveðursins. Duncan fann, að hann brast þrek til þess að fara lengra. Hann gekk þess vegna nokkrum sinnum fram og aftur um götuna í leit að næturstað. Að lok- um nam hann staðar fyrir framan læknisbústaðinn, viðfelldið grá- steinshús. Hann las nafnið á skilt- inu: Angus Murdoch, Iæknir. Það var útihús bak við íbúðar- húsið með stórum opnum dyrum. Þar leit út fyrir að vera þurrt inni. Hann gekk inn um dyrnar, lagði byrði sína frá sér, og settist skjálf- andi niður úti í horni. Hann var nýlega setztur, þegar ung stúlka kom hlaupandi frá hús- inu með sjal yfir höfðinu. Hún hljóp inn um dyrnar og hafði næstum ILISBLAÐIÐ [219]

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.