Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1954, Side 10

Heimilisblaðið - 01.07.1954, Side 10
dýrið á svipstundu. Þegar ég stóð upp, fann ég sárt til í öxl- inni, en það var enginn tími til að rannsaka sárið. Eno, sem hafði á meðan vafið górilla- ungann inn í fléttaða mottu, sem hann hafði tekið með sér, hrópaði til mín, að hinir ap- arnir væru að koma. Eg fylgdi honum eftir inn í kjarrið, eins hratt og ég gat. Mér þótti slæmt, að geta ekki skoðað fallna dýrið betur, en ég missti fljótt áhugann á því, þar sem sársaukinn í öxlinni var alveg að gera út af við mig. Ju-Ju-górillan kemur. Um nóttina hófst regntím- inn. Vatnsfloðið dundi yfir þorpið, drap varðeldinn úti fyr- ir kofunum og rak þorpsbúa inn í þá. Mér kom ekki dúr a auga alla nóttina fyrir þrum- um og leiftrandi eldingum, og þar við bættist beljandinn í fossandi frumskógalækjunum. Ég hýrðist í tjaldi mínu og bölvaði sjálfum mér, Eno og öllum górillaöpum í heimin- um. Högg apynjunnar hafði skaddað vöðvana í hægri öxl minni, og enda þótt Eno legði var að fá hitasótt. Það gat far- ið illa, hér inni í miðjum frum- skóginum, tuttugu dagleiðir frá næsta stóru þorpi. Ég tók inn eitt gramm af aspiríni og horfði út um tjalddyrnar á leiftrin rjúfa náttmyrkrið. Suðan fyrir eyrum mínum blandaðist sveljandanum í rigningunni, þrumunum og hinum ohugnanlegu brestum, þegar eldingarnar klufu skóg- artrén. En eitt sinn, þegar stundarhlé varð milli þrum- anna, heyrði ég annað hljóð, sem kom mér til að reyna að rísa upp í rúminu. Það var ægilegt, gjallandi öskur úr ap- ynjubarka, og á eftir því fylgdu ýmis konar kynjahljóð, sem ég gat með engu móti heimfært, svo að ég var gripinn ótta um, að eitthvað óvenjulegt hefði skeð. Þá gall við sérlega há- vaðasöm þruma, sem yfir- gnæfði um stund öll önnur hljóð. Það varð bjart eins og um hádag úti fyrir tjaldinu mínu. Áður en niðamyrkrið byrgði aftur alla útsýn, sá ég Eno, Ogolo og hóp annarra manna hlaupa rennblauta yfir mjóa sundið, sem var milli tjaldsins míns og kofanna. Síðan sá ég ekkert, nema bláleitt endurvarp eldingar- glampans, er ég lokaði augun- um ósjálfrátt, og nokkra svarta depla. Ég opnaði augun aftur, er ég- heyrði fjölda manna mása og blása inni hjá mér. Ég sá óglöggt móta fyrir þeim, sem hreyfðu sig fyrir opnum tjald- dyrunum. Þá heyrði ég rödd Enos. Hann bar ótt á, og ég skildi það eitt af máli hans, hvað um einhvern Ju-ju-gór- illaapa. sem ógnaði lífi þeirra allra. Ég leyfði honum að tala út, hlustaði andartak á kvein- stafi Ogolos og skipaði þeim svo að þegja. - Hvað vilt þú að ég geri, Eno? spurði ég. Eno dró andann léttar. Hann talaði hægar og greinilegar. Hann sagði eftirfarandi sögu: Fyrir fáeinum mínútum hafði risavaxinn górillaapi nærri því hrætt líftóruna úr nokkrum þorpsbúum, sem bjuggu í þeim kofanum, er næst lá frumskóginum. Þeir sátu umhverfis eld, sem þeir höfðu kveikt á miðju kofagólf' inu, og eitt sinn, þegar óvenju björt elding leiftraði, höfðu þeir litið upp og séð þá haus á górillaapa koma inn um kofa- dyrnar. Þeir ráku upp hræðslu- öskur, og þá hvarf apinn. Kofa' búarnir hlupu út, til að gera hinum þorpsbúunum aðvart, því að um regntímann koma oft górillaapar út úr frumskóg' inum og gereyðileggja maís' og mainokakra negranna. Eu í þetta skipti hafði aðeins einn górillaapi komið, gamall, risa' vaxinn beljaki, og Eno fuU' yrti, að þetta hefði verið Ju-jur górillaapi, og hann hefði komið til þess að heimta aftur unga Injunann, sem rænt hafði ver* ið. Ég reyndi að sefa ótta þeirra, en þeir gripu fram 1 fyrir mér með háværum öskr' um. Og Eno sagði mér, að Ju' ju-górillan biði úti í þorpsjaðr- inum, og hann sæist greinileg3 í hvert sinn, er elding leifraði- Ég fann, að ég hafði háan hita. Mér gramdist þessar ms' ingar negranna inni í tjaldinU mínu, og mér leið bölvanlega- - Hvað viljið þið? spurði ég Eno. - Þú átt að færa Ju-ju' Injunanum litla Injunann, svo að hann ræni ekki börnunum okkar, sagði Eno. - Fáðu mén byssuna, skipaði ég Eno, ég rek þennan Ju-ju-górillaapa strax burtu. Þegar Eno hafð1 þýtt þessi orð mín fyrir kyn' bræðrum sínum, hófust hiu mestu ólæti. Þá heyrði ég djúpa rödd Ogolos, höfðingj' ans: - Hvíti herrann hefur leitt ógæfu yfir okkur, hann verður HEIMILISBLAÐlP aö ég hefði leitt ógæfu yfir græðandi jurtir á sárið, fann þorpið, og svo talaði hann eitt- eg sart til, og ég fann, að ég [118]

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.