Heimilisblaðið - 01.07.1954, Qupperneq 12
Það bjó tryggð í brosmildum
augum hans, en þó átti tryggð-
in sín takmörk, ef um eigin
hagsmuni var að ræða. Hann
hafði sínar eigin skoðanir á
félagsskap og hagnýtti sér
hann eftir getu. Hann hafði
ekkert á móti því, að aðrir
ynnu erfiðustu verkin fyrir
hann.
Fyrir peninga var hann
reiðubúinn að svíkja bezta vin
sinn, fyrir peninga stofnaði
hann lífi sínu í hættu og fyr-
ir peninga lá við að hann týndi
því eitt sinn. Það atvikaðist
þannig:
Ég var staddur úti í skógin-
um með nokkra Pangwe-negra.
Eela var óumdeilanlega foringi
þeirra. Fyrst lét hann segja
mér til vegar í skóginum og
vísa mér á leynigötur hans.
Síðar fórum við oft hver sína
leið, en komum allir saman að
kvöldi. Eitt kvöldið vantaði
Eela. Við höfðum verið á hnot-
skóg eftir górillaöpum, og nú
hafði hann áreiðanlega fundið
þá. Ég lét kveikja elda mikla
og berja bumbur í sífellu, til
að létta honum leitina að okk-
ur. En Eela kom ekki. Nóttin
leið, og daginn eftir kom hann
heldur ekki. Ég lét leita hans
allan daginn, en það bar eng-
an árangur. Næsti dagur leið,
og- enn voru trumburnar
barðar.
Allt í einu heyrðum við eins
og hásróma gelt, sem virtist
berast langt að. Ég lét berja
trumburnar á sérstakan hátt.
Geltið heyrðist aftur, og nú
virtist það hafa færzt nær. Og
nú heyrði ég, að þetta var ekki
hljóð í dýri, heldur aðfram-
komnum manni.
- Eela! Eela! hrópuðum við.
Við heyrðum einhvern svara,
hásum, dimmum rómi. Ég
hrópaði til manna minna:
- Komið! Við verðum að sækja
hann.
En þá heyrðum við skrjáf.
Einhver dróst í áttina til okk-
ar. Það var Eela. En útlitið á
honum! Þá tók ég eftir bandi,
sem hann hafði hnýtt um mitti
sér og hann teymdi eitthvað
á. Hann reikaði enn nokkur
skref áfram. Síðan valt hann
um koll og lá hreyfingarlaus.
Þetta, sem hann teymdi, ýlfr-
aði og spriklaði. Við bárum
Eela að eldinum. Líkami hans
var allur marinn og rifinn,
augun voru þrútin og blóðug,
holdflyksurnar löfðu niður úr
annari hendinni, en í hinni hélt
hann á byssu sinni. Skeftið var
brotið af henni. Hann stundi
og hjartað sló ört.
Ég hreinsaði sár hans og batt
um þau. Auðséð var, að hann
hafði barizt upp á líf og dauða.
Eela var hraustbyggður að eðl-
isfari, og því var ég viss um,
að hann lifði þetta af. Hann
lá endilangur hjá bálinu. Ég
dreypti á hann viskísopa, til
þess að hressa hann, og það
bar þann árangur, að hann fór
brátt að hreyfa handleggina.
Hann var að lifna við. Nokkr-
ar mínútur liðu. Ég spurði
einskis, heldur beið.
- Ert þú þarna, herra? spurði
hann loksins. Síðan benti hann
á bandið, sem enn var fast um
mitti hans. Þá fyrst hafði ég
rænu á að skoða, hvað það
væri, sem hann hafði komið
með. Það var górillaungi, í
mesta lagi nokkurra mánaða
gamall, sem lá þarna sprikl-
andi í ró og næði og fitlaði við
bandið.
- Eela vill fá alla pesatana
einn, sagði Eela. Þrátt fyi’h
það, hvernig komið var fyrir
,,vini“ mínum, gat ég ekki var"
izt hlátri. Hann gleymdi öllum
þjáningum við tilhugsunina
um launin.
- Þú skalt fá þá.
Ég sagði ekki fleira. Það lék
ánægjubros um varir Eela, svo
að munnurinn virtist ná lang'
leiðina eyrnanna á milli. Hann
var sýnilega að hressast. &
stakk sígarettu upp í hann, °S
hann fór brátt að segja fra-
Orðin komu slitrótt og sam'
hengislítil.
- Þú veizt, herra, að Eela ei
sterkur og óhræddur og þykir
gaman að fá peseta. Eela veiti
hvar N’guarnir (Pangwe-negr'
arnir kalla górillaapana N’gu3)
hafast við. — En þeir vorU
farnir burtu. Þeir höfðu ra^'
izt inn í smáþorp og eyðilagt
akra negranna. Negrakonurnar
höfðu kveinað hástöfum, Þv*
að þær höfðu engin ráð haft til
að reka þessa skemmdarvarg3
af höndum sér. Eela, veiðimað'
urinn mikli, sem hafði þegar
svæft marga N’gua svefninum
eilífa, hafði ekki verið nmr
staddur. En nú var byssa Eela
þögnuð. Hún fékkst ekki leng'
ur til að ,,tala“. Hún var ónýt-
Ég skoðaði það sem eftir var
af henni. Hún hafði augsýu1'
lega bilað og skotið ekki hlaup
ið ur henni. Eela hafði veitt
górillunum eftirför og fundið
vatnsból þeirra. En hann vai^
að fara varlega, því að dýrin
voru svo mörg saman. Karf
aparnir ganga á undan og verja
hópinn fyrir árásum, en á eftir
koma kvenaparnir og böm111’
Eela hefur falið sig uppi 1 tr®’
þaðan sem hann sér greinile£a
HEIMILISBLAÐl®
[120]