Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1954, Síða 14

Heimilisblaðið - 01.07.1954, Síða 14
ANTON TSÉKOFF I ISííH AÐ var um miðnæturskeið. Misja Kuldaroff kom þjót- andi inn heima hjá sér og tók að stika um gólf í ibúðinni hröðum skrefum. Foreldrar hans voru þegar háttaðir, bræðurnir voru sofnaðir, en systirin var að hrista af síð- ustu blaðsíðurnar í einhverri skáldsögunni. - Hvar hefurðu verið, og hvað gengur að þér? spurðu foreldrarnir. - Það er ekki furða, þótt þið spyrjið. Það er nokkuð, sem ég hefði aldrei getað vænzt. Nei, alls ekki. Það er hreint og beint ótrúlegt. Svo rak hann upp drynjandi skellihlátur og hlammaði sér niður í hægindastól, eins og hann gæti ekki staðið á fót- unum fyrir þessari feikilegu gleði. - Það er, eins og ég sagði, hreint og beint ótrúlegt. Þið getið ekki einu sinni hugsað ykkur það. Sjáið hérna! Systirin stökk á fætur.sveip- aði um sig teppi og hraðaði sér til bróður síns. Bræðurnir vöknuðu líka. - Hvar gengur á fyrir þér? Ertu orðinn vitlaus? - Það er einmitt það.mamma mín, og það auðvitað af ein- tómri gleði. Nú er ég orðinn þekktur um allt Rússland. Hvorki meira né minna — allt Rússland! Hingað til hafa ekki aðrir en þið vitað, að á þess- ari jörð væri til skjalavörður, að nafni Dmitrí Kuldaroff, en nú veit allt Rússland um það. Ö, þú mikla augnablik . . . Misja stökk á fætur, steðj- aði aftur og fram um herberg- ið og hlammaði sér svo aftur niður í hægindastólinn. - En hvað er það, sem komið hefur fyrir þig? Reyndu að tala eins og maður með viti. - Þið lifið lífinu eins og dýr merkurinnar. Þið lesið ekki blöðin og fylgizt ekkert með fréttunum, eins og þar er þó um margt nýstárlegt að gera. Það er sama, hvað lítið skeð- ur, það fréttist allt, umbúða- laust. Ó, Guð minn góður, hvað ég er hamingjusamur. Það er nefnilega ekki skrifað um aðra í blöðin en merkismennina, og nú eru þeir farnir að skrifa um mig. - Þig! Og hvar, ef mér leyf" ist að spyrja? Faðirinn fölnaði. Móðirin signdi sig frammi fyrir helgi" myndinni, og skóladrengirnn' drifu sig upp úr rúminu og hlupu í náttskyrtunum til stóra bróður síns. - Já, það er alveg satt! Þuð hefur verið skrifað um mig 1 blöðin, og nú kannast allir Rússar við mig. Elsku mamma, geymdu þetta blað, svo að við getum lesið í því öðru hverju. Sjáðu nú til! Misja dró dagblað upp úr vasa sínum, rétti föður sínum það og benti á stað, sem af" markaður var með blákrít. - Lestu! Lestu! Móðirin signdi sig aftm frammi fyrir helgimyndinni, faðirinn ræskti sig og hóf lest- urinn: f ANTON TSÉKOFF fœddist í Taganrog í Suiiur-Rússlandi árið 1860. Faiiir hans var kaupmaSur, en hafSi á'ii- ur verið ánauðugur bóndi. Tsékoff gekk í skóla í Moskvu og varð lœknir 1884, en starfaði að- eins skamrna hríð sem slíkur. Hann hafði þegar á stúdentsárunum byrjað að skyifa gamansögur í blöð og tímarit, og 1886 kom út jyrsta smá- sagnasafn hans. Á nœstu árum gaf liann út tvo smásagnasöfn í viðbót. Voru það mestmegnts s/raugilegar rissmyndir úr rússnesku þjóðlífi, og mátti segja, að fólk gleypti þœr í sig um' allt Rússland. — Eftir að Tsékoff nær fullum þroska í smásagnagerð, dylst það ekki, að hann ber næmt skynbragð á sálarlif manna og ann þeim öllum öðrum frern- ur, sem kúgaðir eru eða hafa orðið úlundan í þjóðfélaginu. Enda þótt svartsýni gæti allmikið í grundvallarsjónarmiðum hans, mildast þau surnt vegna sarnúðarinnar og stillilegrar gamansemi hans. Tsékoff er tvímœlalaust einn af merkustu smásagnahöfundum heimsbókmennlantta. — Hann fékkst einnig nokkuð við leikritagerð og skrifaði fyrst gaman- leiki í einurn þælti. Fyrsta leikrit hans af þeim, sem til hinna merkart leljast, er „Tengdasonurinn“ (1895), og á eftir þeim komu „Vanja frœndi“ (1900), „Þrjár systur“ (1901) og „Kirsuberjagarðurinn“ (1904). -—Tsékojf dó árið 1904. [122] HEIMILISBLAÐlÐ

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.