Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1954, Page 17

Heimilisblaðið - 01.07.1954, Page 17
nöfn þeirra manna, sem þar bjuggu, fallin í djúpa gleymsku °g dauða. Þegar komið er austur fyrir Skriðufell, blasir við hinn einkennilegi Dímon, en svo ftefnist lítið fell austan und- ir Skriðufelli, lukt kynlegu hamrabelti að suðaustanverðu. Skammt fyrir austan fell þetta eru vegamót, og liggur sá til þ^gri að Hjálp, en hinn liggur alla leið norður í land og er kallaður Sprengisandsvegur. Við ákváðum að fara að Hjálp og skoða fossinn, sem þar er. Vegurinn þangað ligg- Ur beinustu leið yfir Vikrana °S er furðu greiður yfirferðar, þótt aðeins sé um rudda braut aÖ ræða. Þegar komið er í nánd við Hjálp, berst skyndilega dynj- andi niður . að eyrum ferða- ^annsins. Niðurinn hækkar °ðum, og að litlum tíma liðn- Ulr> blasir við mikill og fagur f°ss, er klofnar á bergsnös, sem Sengur þar fram af hólma í ar>ni. Þetta er hinn svonefndi Hjálparfoss. — Fyrir neðan f°ssinn fellur áin (Fossá) í djúpum farvegi, skamman spöl, °g rennur svo gegnum eins þ°nar hlið, milli tveggja kletta. Hna aldaraðir hefur vatnið unnið stöðugt að því, að sverfa sundur þessa miklu kletta, og f^rir látlausa starfsemi hefur því tekizt að slíta hina hörðu fjötra og fellur nú frjálst áfram Hiðar sinnar. Er við höfðum stanzað þarna Órjúglanga stund og virt fyrir °kkur helztu einkenni staðar- 1Ils, héldum við ferðinni áfram, °g var nú ákveðið að halda inn a® Gjá. Fórum við því upp með k°ssá, en vegna þess, að við HEIMILISBLAÐIÐ vorum ókunnug þessum slóð- um, fórum við ekki rétta leið og lentum því í miklum veg- leysum og grjóturð, sem mjög var örðug yfirferðar og sein- farin. Samt komumst við klakklaust yfir allar þessar vegleysur, og nú komum við á Sprengisandsveginn aftur. Fór- um við þar yfir vað á Fossá og héldum svo áfram eftirfveg- inum, unz við komum móts við Gjána. Gjáin er víðast klettabelt- um lukt, og eigi verður komizt þar niður með hesta nema á einum stað. Teymdum við nú hestana niður einstigi þetta, tókum af þeim reiðtygin og slepptum þeim síðan í sæmi- legu haglendi. Að því búnu fór- um við að litast um í Gjánni, og var þar æðimargt og merki- legt að sjá, Tveir fossar falla niður í Gjána, og er annar nefndur Gjárfoss, en hinn kann ég eigi að nafngreina. Fyrir neðan Gjárfossinn er einkennilegt ker, myndað af fallþunga vatnsins og iðuköstum á óra- löngum tíma. Er fossinn og kerið í sameiningu tvímæla- laust ein mesta höfuðprýði Gjárinnar. — Það, sem meira vakti þó athygli mína en nokk- uð annað þarna í Gjánni, var klettur einn, mikill og ein- kennilegur. Stóð hann á eins konar fótum, og mun vatnið hafa mótað hann þannig ein- hverntíma fyrrum, endur fyrir löngu. Við klifum upp á þenn- an furðuklett, og var þaðan gott útsýni yfir alla Gjána. Eftir að hafa skoðað okkur þarna um bekki lítið eitt, fór- um við að hugsa til ferðar að nýju, og var nú ferðinni heit- ið að Háafossi. Við héldum því áfram upp Sprengisandsveg- inn, þegar upp úr Gjánni kom, þar til við komum að girðingu þeirri,sem aðskilur Gnúpverja- [125J

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.