Heimilisblaðið - 01.07.1954, Side 19
Of ástúðlegur eiginmaður
(GAMANSAGA)
- Jú, mér fellur vel við hann,
eins og þú getur nærri, sagði
frú Cameron.
Frú Cameron var 19 vetra
Sömul, móeygð og frábær fríð-
leikskona. Hún var búin að
vera í hjónabandi í hálft ann-
að ár og hafði allt, sem hún
vildi hendina til rétta, allt, sem
auga og hjarta girntist, en af-
leiðingin var skiljanlega sú, að
Fún var ekki ánægð með neitt.
- Fellur vel við hann, end-
urtók Anna Clark eftir henni.
Fn hve þú getur verið and-
■styggileg, Mína, að geta talað
Svona kaldranalega.
Anna Clark var nýfermd og
leit svo á, að ung kona, sem
gengið hefði að eiga þann
r^ann, sem hún unni, hlyti að
vera ákaflega hamingjusöm.
■ Ég get ekki að því gert,
Anna mín, sagði frú Cameron
kasruleysislega og hallaði höfð-
luu upp að mjúku hægindinu,
Flæjandi. Maður verður leið-
Ur á kökum og kampavíni, þeg-
ar til lengdar lætur. Mér dett-
Ur stundum í hug, að ég væri
ruiklu hamingjusamari ef hann
Éarl dýrkaði mig ekki alveg
6lns mikið og hann gerir.
- Ósköp er að heyra til þín,
Mína!
- Það verður þreytandi og
tilbreytingarlaust, þegar til
^engdar lætur, eins og þú sérð.
^að væri tilbreyting í því, ef
hann kæmi auga á einhverja
Salla hjá mér, öðru hvoru.
Hann er allt of góður við mig!
Sjáðu til dæmis hana Soffíu
IJarkin, hún er beinlínis hrædd
heimilisblaðið
við manninn sinn. Hann er
laglegur og tígulegur með svart
skegg, eins og ræningjaforingi
frá Apenium. Ó, það hlýtur
að vera gaman að því, að vera
hálf smeyk við manninn sinn!
- En hve þú getur talað
heimskulega, sagði ungfrú
Anna, hálf hrædd við þetta
tal.
- Ég get vel skilið, að þér
sýnist svo, eins og er, svaraði
frú Cameron yfirlætislega, en
ef þú giftist einhverntíma . . .
- Það geri ég auðvitað, svar-
aði ungfrúin og kastaði höfð-
inu þóttalega til um leið. Það
virtist sem henni þætti óþarft
að draga það í efa, að hún gift-
ist, og það var augljóst, að
hana fýsti ekki að lifa ógift.
- Nú, jæja, fari svo, þá vil
ég ráða þér heilt. Gakk þú ekki
að eiga þann mann, sem ekki
er annað en bros og andvörp,
því að það er svo fjarska væm-
ið. Þegar til lengdar lætur leið-
ist manni sífellt hunang og
mánaskin.
Hið eina, sem aðskildi
skrautbúnu dagstofuna og við-
hafnarklefa frúarinnar, var
dyratjöldin, og það hittist nú
einmitt þannig á, að Cameron,
maður hennar, sat í dagstof-
unni og las blöðin og heyrði
því allt þetta samtal. Hann beit
á vörina og brá litum eftir því
sem leið á samræðurnar.
Jæja, það var þá svona kom-
ið. Mína var orðin þreytt og
leið á honum! — Já, — hann
var allt of ástúðlegur! Það var
þá ágætt, að hann fékk að vita
það. Hann skyldi reyna að
bæta fyrir þann brest!
Hann fleygði blaðinu frá sér
og gekk inn á skrifstofu sína.
Frúin fór líka skömmu síð-
ar út í verzlunarerindum. Hún
tafðist nokkuð á leiðinni, en
skeytti því ekki. - Karl segir
ekki eitt orð um það, sagði hún
og tafði góðan hálftíma í við-
bót, til þess að athuga mjög
þýðingarmikið atriði, sem sé
það, hvort henni færi betur að
hafa rósir eða feginsblóm á
hattinum sínum.
- Ég kem nokkuð seint heim
núna, sagði hún brosandi, er
hún loksins kom inn í borð-
stofuna, en þar gekk maður
hennar um gólf eins og ljón
í búri.
- Nokkuð seint! Fullum hálf-
tíma of seint, segi ég, rumdi
í honum, og það í þeim tón, að
kona hans tapaði sér algerlega.
Það lítur svo út, sem ég hafi
ekkert við minn tíma að gera.
- Karl!
- Ég hef nú þolað þetta um-
yrðalaust nógu lengi og segi
þér það blátt áfram, að ég ætla
mér ekki að þola það fram-
vegis, sagði hann með þrum-
andi röddu. Síðan vék hann
sér að þjónustustúlkunni og
mælti: - Þér sjáið um, að mat-
urinn verði tilbúinn klukkan
sex á morgun, Jóna, hvort sem
frúin verður heima eða ekki!
Með þessa úrlausn hvarf
stúlkan fram í eldhúsið, grát-
andi.
Frúin settist til borðs, blóð-
rjóð upp í hársrætur, og sagði
svo með uppgerðarró og þó
hálfum huga:
- Karl! Ber nokkra nauðsyn
til að reita mig til reiði í áheyrn
þjónustustúlkunnar ?
[127]