Heimilisblaðið - 01.07.1954, Síða 20
- Já, það er einmitt rétta
orðið. Þegar húsfreyjan gætir
ekki skyldu sinnar, ber nauð-
syn til að segja henni til synd-
anna. Viltu gera svo vel að
rétta mér eina brauðsneið?
Þetta truflaði frúna og gerði
hana miður sín í viðskiptun-
um við mann sinn. Hún var
slíkum rifrildisköstum óvön,
og eftir því sem á leið, versn-
aði það þó betur. Bóndi henn-
ar fann sér alltaf fleira og
fleira til útásetningar varð-
andi matinn, og hann gaf konu
sinni meira að segja í skyn,
að henni væri nær að halda
sig heima og gæta heimilisins,
heldur en að vera að slæpast
á milli verzlananna.
Þegar þau voru loks komin
að eftirmatnum á þennan
óvenjulega hátt, var dyrabjöll-
unni hringt.
- Það er víst hún mamma
og Lísa frænka, sagði frúin og
stóð upp frá borðinu, þær
verða hér í kvöld.
- Ekki hef ég beðið þær um
það, sagði hann hastur.
Frúin rak upp stór augu,
orðlaus af undrun.
- Er ekki von að ég segi það,
sagði hann og barði höstugt
í borðið. Er það ekki hálf lúa-
legt að fá ekki að vera í friði
og næði eitt einasta kvöld?
- Ég — ég lofaði þeim, að
þú kæmir með okkur í leikhús-
ið í kvöld, sagði hún með hálf-
um huga og brá litum.
- Hvað heyri ég! Leyfist mér
að spyrja, hver hafi gefið þér
heimild til að lofa þessu?
spurði hann háðslega. Held-
urðu annars, að ég sé ekki ann-
að en viljalaust verkfæri, eða
hvað?
- Verðurðu þá ekki heima
hjá okkur, Karl? Heldurðu, að
þú gerir það þó ekki að minnsta
kosti?
- Nei, svei mér ef ég geri
það! sagði hann og stóð upp.
Ég ætla mér í klúbbinn í kvöld.
Að svo mæltu þaut hann út
úr stofunni með slíkum asa,
að hann var næstum búinn að
fella tengdamóður sína um koll
í ganginum.
Þegar hann gekk niður þrep-
in, skömmu síðar, hugsaði
hann með sér: - Það var ann-
ars gott, að ég komst af stað.
Ef ég hefði verið stundarkorni
lengur,hefðu tár hennartruflað
allt saman. Vesalings Mína!
Nú, jæja, svona vildi hún að
það væri.
Klukkan var rúmlega tólf,
er .hann kom heim, og hafði
það aldrei borið við áður, að
hann kæmi svo seint heim,
þegar hann var einn.
- Hvað er að tarna? Þú ert
á fótum enn! sagði hann hast-
ur, er hann kom inn í svefn-
herbergið og sá konu sína
ganga þar um gólf, hrygga í
skapi. Það er bezt að stemma
stigu fyrir þessum ósið í eitt
skipti fyrir öll!
- Ég var svo hrædd um þig,
Karl, sagði hún blíðlega, þótt
hún hnuggin væri.
- Hrædd! endurtók hann eft-
ir henni með þjósti. Heldurðu,
að hann Jón Markin líði kon-
unni sinni að vera á fótum og
bíða eftir honum fram á miðj-
ar nætur?
- En heldur þú, að mig langi
til að þú sért eins og hann Jón
Markin, Karl? Nei, fyrir alla
muni, það vil ég ekki, sagði
frúin og fór nú að gráta fyrir
alvöru.
- Nú, þú vildir það ekki?
[128]
sagði hann og gat naumast
varizt hlátri. Ég hélt í raun
og veru, að þér þætti dálítið
gaman að því, að vera hálf
smeyk við manninn þinn, og
þar á ofan veiztu þó, að sífellt
hunang og mánaskin er leiði-
gjarnt, þegar til lengdar læt-
ur, það er allt of væmið, eða
er það ekki, Mína?
Frú Cameron varð hverft við,
og hún sagði:
- Heyrðirðu það, sem ég var
að segja í dag?
- Já, það gerði ég, hæstvirta
frú Cameron, og síðan hef eg
leitazt við að haga framkomu
minni eftir þínu geði.
- Æ, gerðu það ekki framar,
elsku Karl minn, sagði hun
með titrandi vörum og tar-
votum biðjandi augum.
gerðu það ekki framar! Það er
ekkert gaman að því að vera
hrædd við manninn sinn.
- Jæja, alveg eins og þér syn-
ist, svaraði hann. En þú varst
þó á allt annarri skoðun í dag-
- Æ, það var heimskulegt
bull, allt saman, elsku Karl
minn. Ég hef setið hér, alb
þetta kvöld, og grátið mér til
óbóta, og um leið reynt að
brjóta heilann um það, hvei
ósköp það gætu verið, sem
valdið hefðu þessari breytingu
á þér; og svo var þetta ekki
annað en látalæti hjá þér?
- Ekkert annað en látalsetii
samsinnti hann.
Svo kystust þau og sættust
heilum sáttum. Hveitibrauðs-
dagar þeirra hófust að nýju’
bjartir og glaðir.
En frú Cameron kvartaði
aldrei framar um það, að Kar
Cameron væri of ástúðlegur
eiginmaður.
Sj. J. þýddi lausl.
HEIMILISBLAÐI®