Heimilisblaðið - 01.07.1954, Blaðsíða 21
KRISTJÁN GUÐLAUGSSON
LOFTLEIÐIR 10 ÁRA
UTÍMA flugtækni á sér ekki
langa sögu. í rauninni má segja,
að flugtækni hafi litla eða enga þýð-
lngu haft, fyrr en á heimsstyrjaldar-
úrunum 1914—1918, en þó aðallega
undir stríðslokin. Forsaga flugsins
Var tilraunaskeiðið, þar sem menn
fálmuðu sig áfram í myrkri marg-
vislegra útreikninga, sem misjafn-
*ega stóðust. Fyrsta póstflug var
farið árið 1918 milli New York og
^Vashingt on. Charles Lindbergh gat
Ser heimsfrægð árið 1927, er hann
flaug í einum áfanga frá New York
ttl Parisar.
Árið 1939 var fyrst efnt til áætl-
Unarflugs yfir Atlantshaf, frá New
^°rk til Southamton. Allt má þetta
teija til brautryðjendastarfsins. Er
Vlð minnumst 10 ára starfsafmælis
Loftleiða h.f. hinn 10. marz, s.l., er
kað að vísu gelgjuskeið meðal
^annsævi, en það er þó brautryðj-
endaskeið og blómaskeið íslenzkr-
ar flugstarfsemi. Þeir menn, er áttu
f^Umkvæði að stofnun félagsins,
Voru ungir og eignalausir. Þeir áttu
1 rauninni ekkert nema eina hug-
sl°n skýjum ofar, en þær borgir,
Sem byggðar eru í skýjum, þykja
ekki líklegar til staðfestu, jafnvel
Samkvæmt Biblíunnar kenningum,
Sem þó ræðir um jafn-jarðneskan
grUndvölI og sandinn í sambandi
v'ð sína byggingarlist og fallvelti
^árra kastala. Hugsjónir, framtak
°g fórnfýsi brautryðjendanna glæddi
a^Uga fjársterkari manna, og þeir
v>ldu einnig færa íslenzkri menn-
lr>£u og framförum nokkrar fórnir.
Starfsemi Loftleiða h.f. hefur frek-
ar mótazt af hugsjónum og framtaki
en fjármagni eða öruggri ágóðavon.
^élagið hóf fyrst flug til ýmissa
staða hér á landi, sem afskekktir
v°ru og einangraðir, en það rauf
1 raun og sannleika einangrun þjóð-
armnar, er það keypti fyrstu flug-
yslina, sem farið gat örugglega landa
a milli og haldið gat uppi áætlun-
arflugi.
^yrstu tíu ár mannsævinnar eru
kernska, en löng starfsemi flugfé-
^eimilisblaðið
lags í dag. Því er ástæða til að láta
slíkt afmæli félags ekki hverfa í
fullu aðgerðaleysi í gleymskunnar
ómælisdjúp. Félagið hefur ekki farið
varhluta af dægurþrasi og rígi, og
fjárskortur hefur hamlað framtaki
þess. Til ríkis og bæjar hefur það
greitt skatta og skyldur, þótt allar
Norðurlandaþjóðirnar hafi á sama
tíma styrkt flugsamtök sín með
beinum fjárframlögum, en ekki ætl-
að þeim að greiða þungbær gjöld
vegna starfseminnar. Sem dæmi
mætti nefna, að SAS, sem Danir,
Norðmenn og Sviar eiga sameigin-
lega, hefur verið styrkt með bein-
um ríkisstyrkjum og fjárframlögum,
þar til nú rétt fyrir skemmstu. Síð-
astliðið ár varð hagnaðurinn ca.
krónur 35.000.000, en honum er
öllum varið til afskrifta af flugvéla-
kosti félagsins. Þetta er nauðsyn,
sem af því stafar, að flugvélateg-
undir eiga sér skamma ævi, vegna
örrar þróunar flugtækninnar, enda
gerast hvergi slíkar framfarir á jafn-
skömmum tima. Flugvél, sem keypt
er í ár fyrir milljóna tugi króna,
getur reynzt lítils virði á næstu ár-
um, þar sem með henni verður ekki
keppt við flugfélög, sem eiga yfir
allri nútímatækni, fjármagni og nýj-
asta flugvélakosti að ráða.
Þótt flugfélögin hafi notið vin-
semdar og skilnings ríkisstjórnar og
Alþingis á ýmsa lund, skortir mjög
á, að svo hafi verið búið í haginn
fyrir flugfélögin, sem nauðsyn kref-
ur. Ótilneydd fara þau ekki fram á
opinbera styrki, með því að starf-
semin er ábatavænleg, en þau þyrftu
að njóta skattfrelsis til þess að
safna fjármagni, er svarar til fram-
fara á sviði flugtækninnar. Látum
liggja á milli mála, þótt einhverjir
skattar yrðu greiddir af beinum
tekjum, en fráleitt er og flugfélög-
unum um megn að greiða veltu-
útsvar, með því að veltan getur
verið mikil, þótt hagnaðurinn sé
enginn.
Nú sem stendur á hvort félagið
eina ,,Skymasterflugvél“, DC4, sem
[129]
kosta ca 10—12 millj. kr. Bæði
þyrftu félögin að eignast ,,Cloud-
master-vél“ DC6, sem er að flestu
leyti fullkomnari og hentugri en
hinar eldri gerðir. Skymaster-vélar
félaganna, sem nú eru gamlar og
að einhverju leyti úr sér gengnar,
eru nú seljanlegar fyrir brot af því
verði, sem þær voru keyptar fyrir,
en ,,Cloudmaster-vélar“ kosta hins
vegar 20—25 millj. kr. Þetta dæmi
eitt ætti að opna augu manna fyrir
þróunarþörf flugfélaganna og sanna
þeim, að reikningslegur ágóði svarar
á enga lund til fjárþarfar þeirra og
nauðsynjar á að fylgjast með þró-
un tækninnar og festa kaup á hag-
kvæmustu flugvélagerðum.
Flugflutningar farþega og farang-
urs fara stöðugt í vöxt, enda eru
flugslys tiltölulega miklu færri, en
slys farartækja á jörðu niðri eða á
sjó. Flugið á framtíðina. Lega íslands
skapar góð skilyrði á ýmsa lund
til flugstarfsemi. Þjóðin má ekki
ætla, að íslenzku flugfélögin verði
öflug á heimsmælikvarða fyrst í
stað, en þau geta svarað þörfum
hennar og þó nokkuð umfram það.
Veldur hver á heldur, og hvers skiln-
ings íslenzk flugstarfsemi nýtur frá
opinberri hálfu í framtíðinni. Fjár-
magnið er talið „afl þeirra hluta,
sem gera skal“, þótt hugsjónir og
dugnaður hafi reynzt Loftleiðum h.f.
notadrjúgt veganesti, — og fari
hvort tveggja saman, þarf ekki að
kvíða framtíðinni, en starfsskilyrðin
mótar löggjafinn, frekar en stjórn-
endur flugfélaganna. „Flug“.
r 'A
TILKYNNING
Þetta er síðasta blað,
sem sent verður til
þeirra, sem ekki hafa
svarað póstkröfum
og þœr því komið
ógreiddar aftur til af-
greiðslunnar óritaðar:
„ekki vitjað“.
L___________________)