Heimilisblaðið - 01.07.1954, Blaðsíða 25
um og settist svo aftur. Hann
varð smám saman ákafari og
ákafari, hann reyndi að telja
dúfurnar á fluginu, hann sveið
í augun og tárin streymdu úr
þeim af áreynslu, hann fór að
verða ruglaður og að lokum
vissi hann varla, hvar hann var
eða eftir hverju hann var að
bíða eða hvers vegna hann var
að reyna að telja þessar hvik-
látu dúfur. Hann tók heldur
ekki eftir, þegar riddari á stór-
um, kolsvörtum hesti nam
staðar fyrir aftan hann og
steig með hægð úr söðlinum.
- Hleyptu mér inn! skipaði
Hddarinn. Styrbjörn, sem enn
glápti upp í loftið á fljúgandi
dúfnaskarann, breiddi til varn-
ar út sterklega handleggi sína
uieð höndunum, sem voru eins
stórar og sleggjur. Riddarinn
sagði:
- Ertu genginn af vitinu,
Styrbjörn? Eða manstu ekki
lengur eftir mér? Hvenær hef-
ur þú getað varnað Dauðanum
inngöngu?
Þá skildi Styrbjörn, að
Prinsessan hafði leikið á hann.
Og hann kveinaði og bað:
- Æ, kæri Dauði, getur þú
ekki beðið með að sækja prins-
lnn unga, þangað til ég hef tal-
dúfurnar? Ef ég sleppi þér
lr>n, áður en því er lokið, hef
eg rofið heit mitt, og þá þarf
Prinsessan ekki lengur að
standa við sitt heit. Dauðinn
svaraði:
- Það er þegar farið að
rökkva, Styrbjörn, og bráðum
sér þú dúfurnar ekki lengur.
^leyptu mér inn.
En Styrbjörn kveinaði og
bað:
■ Æ, kæri Dauði, ef ég hleypi
bér inn í höllina, hefur prins-
heimilisblaðið
essan leikið á mig. Þá munu
menn segja, að ég sé eins
heimskur og ég er sterkur, og
þá hneisu þoli ég ekki. Ég braut
upp klettinn með sverði mínu,
svo að jörðin nötraði, ég hrakti
villisvínahjörðina á flótta eins
og héraflokk, ég reið á baki
galtapabba yfir ána straum-
hörðu, ég kleif klettinn bratta
og stökk yfir gjána djúpu, og
allt þetta gerði ég til þess eins
að leika á prinsessuna. Og nú
er það hún, sem leikur á mig.
Sú hneisa verður mér að bana.
Getur þú ekki snúið hesti þín-
um og riðið burtu héðan?
Dauðinn svaraði:
- Ég kom hingað, til þess að
sækja prinsinn unga, en ef ein-
hver vill af frjálsum vilja koma
með mér í staðinn fyrir hann,
skal ég snúa við hesti mínum
og ríða brott héðan.
- Æ, hver ætli verði til þess ?
spurði Styrbjörn. Dauðinn
svaraði:
- Það verður enginn annar
en þú sjálfur.
Hann lagði hönd sína á öxl
Styrbjarnar. Og sjá, risinn
kýttist saman og varð eins lít-
ill og barn, já, miklu, miklu
minni en litla prinsessan. Dauð-
inn hóf hann upp í söðulinn
fyrir framan sig og reið á brott.
En prinsessan gekk inn í her-
bergi prinsins, og hann hafði
ekki fyrr komið auga á hana
og þekkt hana, en hann stökk
upp úr rúmi sínu, hress og heil-
brigður, því það var einungis
þráin eftir prinsessunni, sem
hafði lagzt svo þungt á hann,
að hann varð fárveikur.
Þegar sumarið kom aftur, og
ný lauf höfðu vaxið á eikinni
og ný blóm í rósagarðinum,
hófst aftur geysimikil skrif-
íinnska. Brátt flugu sjö þús-
und dúfur með rósablað undir
vængnum og sjö þúsund dúf-
ur með eikarlauf undir vængn-
um út um víða veröld og boð-
uðu öllum þær fagnaðarfréttir,
að prinsinn og prinsessan ætl-
uðu að halda brúðkaup sitt.
En það voru líka síðustu bréf-
in. Eftir það fékk eikin að hafa
laufin sín og rósagarðurinn
rósirnar sínar, því að hverjum
áttu þau að skrifa eftir það,
prinsinn og prinsessan? Á græn
lauf og rauð rósablöð? Engum.
Saga frá riddaratímunum.
[133]