Heimilisblaðið - 01.07.1954, Side 29
- Já, sannarlega óska ég þér til
hamingju, Margrét, af öllu hjarta.
- Þú verður að viðurkenna, flýtti
hún sér að segja, að við eigum vel
! saman. Við eigum svo margt sam-
• eiginlegt. Við flytjum til Edinborg-
: ar, þegar Euen fær nýju stöðuna,
Sem hann á von á. Þú veizt, að hann
á að vinna í Wallace-stofnuninni.
Pabbi hefur lofað okkur yndislegu
húsi. Það búast allir við, að Euen
verði að nokkrum árum liðnum að-
: alprófessorinn við Wallace-stofnun-
ina.
- Þið giftið ykkur auðvitað bráð-
j lega?
Hún kinkaði kolli.
- Já, í næsta mánuði. Þú mátt
i tíl að koma í brúðkaupið mift.
Eg býð þangað öllum gömlum að-
dáendum mínum. Það verður
skemmtilegt, heldurðu það ekki?
Allt í einu var eins og hulu væri
svipt frá aúgum hans, og hann sá
yfirborðshátt hennar og fordild. En
bað var aðeins augnablik, svo sagði
hann, rólegur og alvarlegur í bragði:
- Ég bið þig að snúa þér til mín,
®f ég get einhverntíma orðið þér
að liði, Margrét.
Hún þrýsti létt handlegg hans og
^tlaði að segja eitthvað, en í sama
bili heyrði hún í bíl fyrir utan, og
hún flýtti sér út að glugganum.
- Það er Euen! Við ætlum að leika
golf eftir kvöldmat.
Hún sneri sér að honum, glöð í
bfagði, og rétti honum höndina. Ef
fil vill fann hún til ofurlítils sam-
vizkubits.
- Vertu sæll, Duncan. Þú skalt
ekki fylgja mér út. Við þurfum að
flýta okkur áður en dimmir.
Hann stóð við gluggann, unz þau
voru ekin burtu. Hann reyndi að
kerða sig upp og horfa á sigur-
krosið á andliti OvertonS, með-
an hann hjálpaði Margréti inn í
kilinn.
ETTA sama kvöld hafði Duncan
ákveðið að fara með Önnu á
sinfóniska hljómleika. En nú hringdi
kann til frú Galt og bað hana að
koma skilaboðum um, að hann gæti
ekki komið.
Um hálfellefuleytið kom Anna allt
1 einu óvænt inn í herbergi hans.
Éún tók af sér hattinn og lét fall-
HEIMILISBLAÐIÐ
ast niður í stól. Síðan tók hún fram
dagblað og fór að lesa í því, án þess
að skipta sér af honum.
Hann herti sig upp og spurði:
- Var gaman á hljómleikunum?
- Ég var þar ekki! Það fór ekki
framhjá honum, að framkoma henn-
ar var undarleg. Þér þurfið ekki að
vera kurteis mín vegna. Verið eins
og yður líkar bezt.
Hann var sýnilega reiður, og hún
virti hann fyrir sér, án þess að sýna
nein svipbrigði.
- Hlustið á fréttirnar í dagblað-
inu: ,,Það mun sjálfsagt vekja
ánægju margra, að í gærkvöldi opin-
beruðu trúlofun sína á heimili Inglis
rektors ungfrú Margrét Scott og
doktor Euen Overton. Ungfrú Scott
er frænka Inglis rektors og hefur
tekið mikinn þátt í samkvæmis-
lífinu. Hún er, eins og allir vita,
dóttir Sir John Scotts, eiganda
Stinchar Lodge“.
Hún henti blaðinu kæruleysislega
frá sér.
- Mér verður illt af að hugsa um
þetta. Þér hafið aldrei elskað þessa
stúlku! Þér voruð ástfanginn af
draumsýn. Þér settuð hana í há-
sæti og félluð á kné og tilbáðuð
hana. Slíkt skeður alls staðar í heim-
inum. í föðurlandi mínu dreymir
syni skógarhöggsmannanna um
,,prinsessuna“ á óðalinu.
Hann horfði hvasst á hana, en
hún hélt áfram að tala:
- Hún er bara hégómleg, ímynd-
unarveik og hjartalaus táta! Hvernig
haldið þér, að yður hefði gengið
að vinna, ef þér hefðuð þurft að
þola heimskandi félagsskap hennar
og metorðagirnd . . .
- Anna! Duncan spratt á fætur,
gráfölur af reiði.
- Já, hamingjunni sé lof! Hún
bandaði honum frá sér með hend-
inni. Hefði ég ekki skorið upp hand-
legg yðar, munduð þér slá mig í
rot þegar í stað! Og ef ég stæði ekki
í þeirri trú, að bak við tilfinninga-
sýki yðar fælust góðir eiginleikar,
mundi ég fara leiðar minnar og sjá
yður aldrei framar.
Hann horfði hjálparvana á hana,
um leið og hann settist á stólinn.
- Þetta er strax skárra, sagði
hún með allt öðrum málhreim. Ég
veit, að yður hefur liðið illa. Ég veit,
[137]
hvernig tilfinningar yðar hafa verið.
Hún brosti napurlega.
- En þér skuluð ekki taka yður
þetta svona nærri. Hann verðut ekki
sérstaklega hamingjusamur. Og það
verður hún heldur ekki.
- Anna. Hættið!
Hann fól andlitið í höndum sér.
- Ungfrú Dawson reyndi að fremja
sjálfsmorð í gærkvöldi, sagði hún
og lagði áherzlu á hvert orð.
- Hvað segið þér? Hann leit upp
örvæntingarfullur, en svo varð hon-
um ljós alvaran bak við orðin,
og það var eins og honum hefði
verið gefinn löðrungur.
Anna kinkaði kolli.
--Já, það er leiðinlegur atburð-
ur. Getið þér hugsað yður, að hjúkr-
unarkona á sjúkrahúsi taki inn of
stóran skammt af svefnlyfi? Við
dældum upp úr henni þegar í stað.
Það hefur ekkert kvisazt. Hún var
strax send til fjölskyldu sinnar í
Perth. Hún hefur sloppið vel, þótt
ekki sé hægt að segja, að hún sé
jafn góð og áður.
Duncan starði á Önnu.
- Það var allt í óreiðu á herbergi
hennar eftir þennan atburð. Ég rakst
þar á þessi bréf, og mér þótti ráð-
legt að geyma þau til betri tíma.
Hún henti til hans sendibréfa-
bunka, og hann opnaði þau sein-
lega. Þau voru frá Overton, og á
nokkrum mínútum komst hann að
innihaldi þeirra.
- Já, sagði hún og horfði i augu
hans. Nú höfum við gott tak á þess-
um fína vini yðar. Það verður gam-
an að sjá hann sprikia í netinu.
- Nei!
- Hvers vegna ekki? Hann á það
þó skilið. Minnizt lygaþvættingsins,
sem hann hefur útbreitt um okkur,
þetta dyggðablóð, sem leiðir hjúkr-
unarkonu afvega!
Hann hristi ákveðinn höfuðið.
- Nei, það get ég ekki gert, Anna!
Aldrei! Það yrði Margréti um megn.
Ég vil berjast við Overton, en ekki
á þennan hátt.
Hún horfði á hann með saman-
kipruðum augum. Svo breytti hún
allt í einu um skoðun.
- Það getur vel verið, að þér hafið
á réttu að standa. En mig hefur
lengi langað til þess að sjá yður
jafna sakirnar við þennan náunga.