Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1954, Blaðsíða 6

Heimilisblaðið - 01.12.1954, Blaðsíða 6
horfði upp til hans fallegum, góðlegum augum. Davíð strauk blíðlega um höfuð honum, og svo andvarpaði hann aftur. Hvernig yrði með sönginn, ef hann kæmi ekki í tæka tíð, áður en guðsþjónustan byrj- aði? Kórinn gat ekki verið án raddar hans, ef lofsöngurinn átti að hljóma, þvi að hann var sá eini, er hafði verulega góða tenórrödd. Watcyn hafði að vísu fallega og kraftmikla rödd, en hann hafði verið dálítið rámur upp á síðkastið, og Evan gamli Thomas, veglagninga- maðurinn ... já, það var ómögulegt að treysta honum. Hann var of gamall. Að vísu höfðu þrír nýir menn með tenórraddir gengið í kór- inn, en þeir voru allir svo ung- ir, að þá vantaði ennþá mýkt og fyllingu, sem hverjum söng- meftmi er nauðsynlegt að hafa. Nei, án hans yrði frammistaða kórsins hörmuleg, um það var Davíð Mostyn sannfærður. En það var óvíst, að hon- um tækist að komast í tæka tíð til guðsþjónustunnar, því að nú heyrði hann aftur hið aumkunarlega jarm. Fan rak snoppuna í hné Davíðs. Þetta var góður fjárhundur, sem þekkti skyldur sínar. Stormurinn var skollinn á. Það komu snarpar vindhviður af norðri. Þær báru með sér klukknahljóminn neðan úr dalnum og feyktu honum eins og voð utan um Davíð, sem horfði íbygginn á svip til him- ins. Skýin þutu áfram á fleygi- ferð. Fan þefaði upp í loftið, eins og hann væri að reikna út, hvað biði þeirra. En Davíð fann einnig hinn sérkennilega þef, sem er undanfari mikillar snjókomu — fyrsti fyrirboð- inn uppi í fjöllunum um að tími sé kominn til þess að reka stóra fjárhópinn úr beitinni í fjallshlíðunum niður í dalinn. - Komdu, Fan, sagði Davíð og rétti úr sér, ákveðinn á svip. Það verður ekki sungið í kvöld! Davið Mostyn hóf erfiða göngu upp fjallshlíðarnar, en fyrir eyrum hans hljómaði stöðugt klukknahljómurinn gegnum storminn, en nú var hann ekki lengur voldugt kall, heldur eins og seiðandi hlátur. Þannig hlógu líka álfarnir, sem gengu ljósum logum á sumrin um græna dali Wales. Hlát- urinn fylgdi Davíð eftir, skap- raunaði honum — klukkurn- ar gerðu gabb að honum. - Þau geta ekki sungið jóla- lofsönginn án þín! Það verður enginn kórsöngur við guðs- þjónustuna í dag! sögðu klukk- urnar hlæjandi. Og stormur- inn öskraði þessi orð í andlit honum. En allt í einu breyttist hljómur klukknanna, og Davíð Mostyn hlustaði undrandi. Þær sungu blítt um kyrrð angandi sumarkvölda, um græna dali og brosandi marglit blóm og fuglasöng. - Vertu ekki hræddur, sögðu klukkurnar hughreystandi við hann. Kórinn mun syngja bet- ur en nokkru sinni fyrr undir guðsþjónustunni. Davíð hlustaði með athygli. Klukkurnar fengu ennþá ann- an og nýjan hljóm. Nú var hljómurinn djúpur og þrótt- mikill, eins og þegar ungfrú Price lék á litla kirkjuorgelið. Davíð þekkti vel „Adeste Fid- eles“. Kórinn söng það á velsku [186] — um vitringana þrjá, sem komu til Betlehem til þess að færa hinu nýfædda barni gjaf- ir sínar. Fan hafði safnað saman fénu. Af eðlisávísun hópaðist féð saman og leitaði skjóls undir klettadrangi. Síðan hélt hópurinn hægt af stað niður í dalinn og forystuféð á und- an. Davíð og Fan ráku féð í áttina að fjárhúsunum, þar sem var þurrt afdrep. Davíð hafði sett hey í jöturnar. Fan hoppaði ánægður og kátur í kring. Hann var glaður yfir því að hafa lokið hlutverki sínu. Davíð stóð álútur yfir kindinni, er hafði jarmað svo sárt uppi í fjallinu. Henni leið ekki vel, vesalings skepnunni. Davíð rétti úr sér og leit á gamla silfurúrið sitt. Nú var sá tími kominn, að kórinn skyldi syngja lofsönginn — og hann mundi sjálfsagt hljóma herfi- lega, hugsaði hann. Veðrið hafði ekki lægt enn- þá, en þó var það ekki eins ofsafengið og áður. Með storm- inum barst ljúfur söngur í lofti: Dýrð sé Guði í upphæðum og friður á jörðu með þeim mönnum, sem hann hefur velþóknun á. Það hljómaði dásamlega. Þróttmiklar tenórraddir hófu sig til himins með undirleik sterkra bassaradda og mjúkra kvenradda, sem voru þýðar eins og hjá móður, sem syng' ur barn sitt í svefn. Davíð Mostyn kinkaði kolli- Já, þetta var prýðilegt, lof- söngur, sem var jólunum sam- boðinn! Hann undraði alls ekki, að hann skyldi heyra söng kirkju- HEIMILISB LAÐ IÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.