Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1954, Blaðsíða 33

Heimilisblaðið - 01.12.1954, Blaðsíða 33
lega, að hverju ég gekk — og að hverju ég keppti. - Einmitt! Ég hafði það óljóst á tilfinningunni, að þér munduð hjálpa mér. - Þér skuluð ekki setja það fyrir yður. Það skiptir svo litlu máli, hver stýrir bílnum, þegar við ætlum í sömu átt. - Það var huggun að vita það. En í hvaða átt ætlið þér eiginlega að fara, Duncan? Hann yppti öxlum: - Að þrem árum liðnum er ég einn af fremstu sérfræðingum Edinhorg- ar. Ég læt bílstjóra minn aka mér til sjúklinganna. Skrifa lyfseðil um leið og ég geng út úr dyrunum. Ég fæ aldrei vitneskju um, hvort sjúkl- ingur minn lifir eða deyr, og mig varðar það svo sára litlu. Ég 'verð dáður og öfundaður. í stuttu máli sagt — og rödd hans var ekki leng- ur hæðin, heldur alvarleg — ég verð frægur! Hún mælti: - Hamingjan góða! Er þetta virki- lega soltni sveitadrengurinn, sem einu sinni kallaði músík Schumanns bara „fallega“ ? Gæfan hefur leikið yður of vel, Lee prófessor dáir yð- ur og sömuleiðis aðstoðarlæknarnir. Sama máli gegnir um Inglis rektor, þegar hann er I bænum. Ætlið þér annars í veizluna í kvöld? - Ég býst við, að ég líti þangað inn, svaraði hann. - Það ætla ég líka að gera, svar- aði Anna. Ég hef síður en svo neitt út á frú Inglis að setja lengur. Hún hefur sannarlega breytzt mikið. Ég hló að henni í fyrstu, þegar hún hélt þessi litlu samkvæmi sín, sem virtust hafa það eitt markmið að hjálpa manni hennar til þess að komast inn í samkvæmislífið. En nú hlæ ég ekki lengur. Ég hlæ aldr- ei, þegar ég verð þess áskynja, að kona er óhamingjusöm. Duncan starði á hana. - Óhamingjusöm ? Hvaða bull er- uð þér að fara með? - Haldið þér ekki, að hvaða ást- fangin brúður sem er, hafi komizt að raun um eftir árið, hvers konar náungi það er, sem hún hefur gifzt ? Haldið þér, að það sé skemmtilegt, að vakna á morgnana og horfa á sjálfbyrgingslegt andlit hans og hugsa: Hann er ekki sá, sem ég hélt hann væri! - O, þetta er þvaður, sagði hann. - Er það nú víst ? Hún hló hæðn- islegá: - Við þekkjum bæði tvö dokt- or Overton. - Já, hann er meinlaus. - Er hann það? Þér ættuð ann- ars að gæta yðar á þessum sama Overton, kæri Duncan! Hann öf- undar yður svo, að það er orðið að ástríðu hjá honum. Og • hann á marga áhrifamikla vini. - Ég hef hingað til bjargað mér. - Ef til vill — en í framtíðinni. Hún horfði á hann athugulu augna- ráði. Hann stakk höndunum í vasana og reyndi að geta sér til um hugs- anir hennar, en gafst upp á því. - Ég verð að flytja fyrirlestur eft- ir nákvæmlega hálfa aðra mínútu. Ég get ekki staðið hér og leyst gátur. Þegar fyrirlestrinum var lokið, flýtti hann sér til lækningastofunn- ar. Fyrir framan skrifborð hans var fólk í biðröð. Læknar víðs vegar ut- an af landi höfðu vísað því til stofn- unarinnar til rannsóknar. Frægð hennar var eins og segull. En Dun- can leit á fólk þetta miklu fremur sem rannsóknarefni en sjúklinga. Allt í einu hrökk hann ónotalega við. í miðri sjúklingaröðinni stóð móðir hans og beið þolinmóð. HANN hóf starf sitt eins og í draumi. Svo stóð hún fyrir framan hann, gamla móðir hans, án þess að hún léti á því bera, að hún þekkti hann. Hún rétti honum þegjandi bréfið frá lækninum. Einkaritari hans skrifaði ná- kvæmlega upp eftir korti hennar. Marta Stirling. Aldur 59. Hann las lýsingu læknisins á sjúkdómnum, og þegar hann hafði lokið því, þorði hann naumast að horfa á hana. Hann sagði með annarlegri röddu: - Gjörið svo vel að fara inn í biðstofuna. Ég mun sjálfur fram- kvæma rannsóknina. Fimm mínútum seinna stóð hann fyrir framan hana. Hún sat á ódýr- um tréstól með teppi yfir um herð- arnar. Andlit hennar var kuldalegt, eins og hann hefði aldrei séð hana fyrr. - Mamma, ert það virkilega þú ? - Logan læknir í Levenford sendi mig. Hefði ég vitað, að ég ætti að fara til þín, mundi ég ekki hafa komið. Hún var jafn fráhrindandi og þegar hún hafði neitað honum um fyrirgefningu, neitað peningagjöfum hans og annarri hjálp. - Hann er hræddur um, að það sé krabbamein. Hann fékk sting fyrir hjartað, þegar hún tók teppið af sér og hann sá lítið en djúpt sárið. Hann spurði, fullur angistar: - Hvenær fékkstu þetta? - Ég datt á kommóðuna fyrir sex vikum. Ég hélt, að það væri ekkert alvarlegt, en síðan . . . Hann virti nákvæmlega fyrir sér meiðslin, og hann fór að gruna, að þetta væri illkynjað. - Ég verð að rannsaka nokkrar frumur undir smásjánni, svo að við getum gengið úr skugga um, hvort þetta sé alvarlegt, eða aðeins skaðlaust sár. Þú skilur það? Hún kinkaði kolli hugrökk á svip. Hann tók fram eterflösku og reyndi að gera rödd sína rólega. - Nú deyfi ég þig ofurlítið. Það verður ekki vont. - Ætli þú hafir ekki gert mér verra en það? Hún horfði á hann fjarrænu augnaráði. Andlit hennar var sett þreyturúnum, en hún hafði algjöra stjórn á sér á meðan hann litaði frumurnar og setti glerplötuna undir smásjána. Fingur hans skulfu á meðan hann framkvæmdi verkið, og það var líkt og þoka fyrir augum hans. Hann fékk hjartslátt. Rannsókn þessi þýddi líf eða dauða fyrir móð- ur hans gömlu. Loksins sá hann margar heilbrigð- ar frumur, en hann hélt áfram að skoða, til þess að vera viss í sinni sök. Það sást ekkert merki um krabbamein, og að lokum fann hann sér til mikils léttis venjulegar ígerð- arbakteríur. Sárið var ekki illkynj- að og auðvelt að lækna það. Hann var í svo mikilli geðshrær- ingu, að hann þorði ekki að snúa sér við, en stóð góða stund ábog- HEIMILISB LAÐ IÐ [213]

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.