Heimilisblaðið - 01.12.1954, Blaðsíða 34
inn yfir smásjánni og reyndi að ná
valdi yfir tilfinningum sínum. Að
lokum sagði hann:
- Til allrar hamingju er þetta
ekki alvarlegt! Þetta er venjuleg
ígerð.
Hún sýndi engin svipbrigði en
dró djúpt andann.
- Segirðu satt? spurði hún.
- Já, innan mánaðar verðurðu
heilbrigð aftur.
I fyrstu leit hún út eins og hún
œtlaði að falla í yfirlið, en svo rétti
hún úr mögrum líkama sínum. Hún
hafði jafnað sig.
- Við erum í Guðs hendi. Ég er
honum þakklát fyrir, að hann hef-
ur tekið þennan þunga kross frá
mér. Ég hef haft nóg að bera samt
um dagana.
Hann hlustaði á hana og sagði
ákafur, til þess að réttlæta sig:
- Mamma! Það hlýtur að vera
annað en tilviljun, að þú skulir
vera komin hingað. Það er eins og
örlögin hafi leitt okkur saman . . .
Hann þagnaði allt í einu og dró
þungt andann, en hélt síðan'áfram.
- Er það einskis virði fyrir þig,
að ég skuli hafa getað hjálpað þér
hér í dag?
- Það hefði einhver annar getað
gert líka.
Hann hrökk í kút.
- Ætlarðu þá aldrei að taka mig
í sátt ? Hér er ég í miklu áliti í
einni helztu háskólastofnun lands-
ins. Og það er ég, sem hef hjálpað
þér. Ég stefni að miklu takmarki.
En þú ert full beiskju í minn garð,
þótt ég geti rétt þér hjálparhönd
og læknað þig.
Hún horfði á hann, án þess að
skipta litum.
- Mér finnst ekki mikið til um
það, sem þú segir mér, og ennþá
minna er ég hrifin af því, sem ég
sé. Þú lítur ekki hraustlega út —
og virðist heldur ekki vera ham-
ingjusamur. Þú ert grár og gugginn.
Enni þitt er hrukkótt, og þú ert að
byrja að hærast í vöngunum. Þú
ert ekki ánægður með lífið, það er
eins og þú leitir einhvers, sem þú
finnur ekki.
- En ég skal finna það, sagði
hann ákafur. Ég er ennþá á leiðinni,
en þegar takmarkinu er náð, þarf
ég ekki annað en að rétta fram
hendurnar og taka það, sem mér
þóknast.
- Hvað gagnar það ? Hún setti
gamla sjalið yfir herðar sér. Þrjátíu
shillingar á viku eða þrjátíu þús-
und á ári ? Skiptir það máli, hvort
maður gengur í fínum fötum eða
heimaunnum vaðmálsfötum ? Það
er mest um vert, ef fólk horfir á
eftir þér á götu og segir: Þarna fer
góður og gegn maður!
Hann ’ var að búa sig undir að
svara, þegar barið var að dyrum
og Heddle kom inn.
- Það er maður hér frammi, dokt-
or Stirling, sem þér verðið að sjá.
Hann þarf nákvæmrar rannsóknar.
Getur einhver okkar hjálpað yður
hér ?
Duncan hristi höfuðið. Hann
neyddist til að slíta samtalinu við
móður sína.
- Ég verð að fara núna, sagði
hann við hana, en það er ekkert að
óttast.
Hann náði í pappír og skrifaði
í flýti: Komdu heim til mín klukk-
an sex í kvöld. Ég bý í Princes Cres-
cent. Þú dæmir mig rangt. Mig lang-
ar til þess að þér þyki vænt um mig
og sért hreykin af mér . . . Af göml-
um vana skrifaði hann undir: Dun-
can Stirling, M.D.
Um kvöldið beið Duncan lengi
eftir henni, en hún kom ekki. Þá
datt honum í hug samkvæmið hjá
Margréti, og hann var feginn að
geta flúið frá ömurlegum hugsun-
um sínum.
9. kapítuli.
Margrét kemur enn við sögu.
LUKKAN var rúmlega tíu, þeg-
ar hann gekk upp tröppurnar
að húsi Overtons í einu fínasta
hverfinu í Edinborg. Það var fjöldi
gesta í stofunni. Margrét flýtti sér
á móti honum.
- Duncan! kallaði hún. Þú veizt
ekki, hvað mér þykir vænt um að
hitta þig!
Hann reyndi að svara henni í
glöðum tón.
- Það er nú ekki mikil hætta á
því, að þú saknaðir mín innan um
allt þetta fólk.
- Jú, þú getur verið viss um það,
sagði hún áköf.
Honum fannst hún vera eirðar-
laus, en þó var hún aðlaðandi, en
allt öðru vísi en áður fyrr.
- Þú þekkir víst flest fólkið, sagði
hún.
Hann leit lauslega í kringum sig
og þekkti samstundis í kringum
þrjátíu manns. Overton stóð með
glas í hendi í gestahópi. Þarna voru
mætt frú Inglis, Lee prófessor, Scott
ofursti, Heddle læknir, Anna Geisler
og margir læknar frá öðrum sjúkra-
húsum og nokkrir lögfræðingar.
- Nú skaltu ekki fórna mér lengri
tíma, Margrét, sagði hann. Ég get
séð um mig.
I sama bili komu fleiri gestir, og
um leið og hún fór frá honum, sagði
hún lágum rómi: - Við fáum tæki-
færi til þess að tala saman seinna.
Scott ofursti, sem ræddi við ffú
Inglis, kinkaði vingjarnlega kolli til
hans. Það var eins og eitthvað þjak-
aði hann. Hann var orðinn mjög
fyrirgengilegur. Hann hafði lagt all-
ar eigur sínar í raforkuverið, sem
brátt var fullbúið, en það var eins
og hann óttaðist, að þessi ráðstöf-
un kynni að vera hæpin.
- Gott kvöld, doktor Stirling. Þér
lítið hraustlega út.
- Hafið þið heyrt síðustu frétt-
irnar? spurði frú Inglis. Lee próf-
essor hefur gefið í skyn, að hann
ætli að draga sig í hlé.
Duncan áttaði sig ekki strax á því,
hvað hún meinti, en svo var eins
og ljós rynni upp fyrir honum.
- Er þetta heyrinkunnugt ?
- Já. Að þrem mánuðum liðnum
mun nýr maður stjórna Wallace-
stofnuninni. En þar sem ég er kona
þess manns, sem er í stjórn stofn-
unarinnar, er víst ekki rétt, að ég
ræði um líklegan eftirmann Lees
prófessors.
Hann vissi við hvern hún átti.
Það var alkunnugt, hve mjög hún
dró taum Overtons, einkum eftir að
hann kvæntist frænku hennar. Hún
brosti sigri hrósandi, þegar hún sá,
hversu Duncan lét sér fátt um finn-
ast.
- Ég vissi, að yður mundi þykja
vænt um að heyra þetta, doktor
Stirling!
Hún leiddi ofurstann á burt með
sér, og Duncan kom allt í einu auga
á Önnu, sem sat skammt frá hon-
[214]
HEIMILISBLAÐIÐ