Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1954, Blaðsíða 12

Heimilisblaðið - 01.12.1954, Blaðsíða 12
MISHEPPNUÐ SKREIÐARFERÐ (ÚR ENDURMINNINGUM JÓNS HELGASONAR, PRENTARA) SORIÐ 1895 vistaðist ég til Björns bónda Ivarssonar á Vaði í Skriðdal. Umsamið var, að ég fengi 40 krónur í árskaup og víst eitt- hvað af fötum. Ég hafði aldrei haft kaup áður, og mér þótti þetta engin smáupphæð. Svo var það um haustið, seint í október, að Björn sendi mig ofan á Búðareyri við Reyð- arfjörð eftir hörðum afla. Fór ég með rauðan hest í taumi, en gekk sjálfur. Rauður var við aldur, en var traustur hest- ur. Veður var gott, er ég lagði af stað. Ég kom við í Eyrar- teigi, en þar bjó Jón Ivarsson, bróðir Björns á Vaði. Hann spurði mig, hvert halda skyldi. Ég sagði sem var, að ég væri á leið til Reyðarfjarðar að sækja afla. Jón spurði, hvort Björn hefði litið á loftvogina áður en ég hefði farið, og sagð- ist ég ekki vita það. Þá sagði Jón: ,,Ég hefði ekki sent ungl- ing (17 ára) ofan í Reyðar- fjörð í þessu veðurútliti“. Ég tók þetta ekki alvarlega, því veður var gott. Vísaði Jón mér til vegar, og hélt ég svo leiðar minnar og kom til Búðareyrar seint um kvöldið og dvaldi þar um nóttina. Eins og til stóð fékk ég afla á Rauð um morg- uninn, lúðurikling og harðfisk. En nú var komin snjódrífa, og þegar inn á eyrarnar kom, dimmdi að með dimmri þoku. Treysti ég mér þá ekki að taka stefnuna að Áreyjum, og tók það til bragðs að láta tauminn upp á Rauð og reka hann á undan mér, treysti honum betur að rata en mér. Og Rauð- ur skilaði okkur heim að Ár- eyjum. Þar beið ég eftir kaffi og Rauður fékk tuggu. En á meðan ég stóð við í Áreyjum, birti upp og gerði bezta veður. Jóhann í Áreyjum lét vinnu- mann sinn fylgja mér og lagði ríkt á við hann, að fylgja mér upp fyrir svokallað Yxnagil, ef þar væri góð færð, þá mundi fært yfir heiðina. Sú slysni vildi til, er við fórum yfir Ár- eyjarána, niður undan bænum, að ísinn brast og Rauður lenti í ána. Urðum við að fara heim aftur, og var Rauður settur inn í fjósbás á meðan hann þorn- aði nokkuð, svo klukkan var orðin þrjú, er við lögðum af stað. Var þá farið að bregða birtu. Þegar við komum nokkuð inn í Áreyjaroddinn, sagði fylgdarmaður mér, að hann sæi svo vel til heiðarinnar (Þóru- dalsheiðar), að engin hætta væri á, að ófærð væri á henni, sagðist ekki þurfa að fylgjamér lengra. Ég tók þetta trúanlegt og kvaddi fylgdarmann minn og hélt áfram sem leið lá upp að Yxnagili. En þar brá svo við, að kominn var mikill snjór og harðfenni, en þó ekki svo, að héldi hestinum, og brauzt hann um í gilinu, og varð ég að taka af honum baggana og bera þá upp á gilbarminn og láta þá þar upp á hann aftur. En þarna var gil við gil, og endurtók þetta sig stöðugt. Og þegar alllangt kom niður á heiðina, fann ég, að á þessu mundi ég þreytast fljótlega. Því löng var leiðin framundan, allur Þóru- dalurinn, gil við gil út allan dalinn. Er það oft í norðaust- anátt, að gott veður er niðri í fjörðum og snjólétt, þótt versta veður sé uppi á Héraði með fannkomu. Þetta vissi Jóhann bóndi í Áreyjum, og þess vegna bauð hann vinnu- manni sínum að fylgja mér upp fyrir Yxnagil. Ég fann, að þreytan var að yfirbuga mig, en langur vegur til bæja og komin nótt, en veður var kalt og bjart. Tók ég það þá til bragðs, að skilja eftir aflann. Setti ég hann á háan melkoll og hélt svo áfram með Rauð í taumi. En er út í Brúðardal kom, þar sem mæt- ast Brúðardalsá og Þórudalsá, hafði stífla myndazt svo mik- il, að sem hafsjór var yfir að líta. Ætlaði ég að reyna að komast þarna yfir á ís, en þeg- ar nokkuð kom frá landi, braut ísinn undan Rauð og hann á bólakaf, tók langan tíma að koma honum upp á skörina aftur. Einhvern veginn kom- umst við þó yfir um, og var ég votur upp í mitti. Svona gekk svo ferðin út Þórudal, brota- snjór í giljunum, ég hvíldi mig dálítið, en fann, að ég ætlaði að sofna, en ef ég hefði sofnað svona til reika, var dauðinn vís, því síðar var mér sagt, að 12 stiga frost hefði verið í byggð um nóttina. Um klukk- an þrjú komumst við að Arn- hólsstöðum og vorum þá báðir hvíldinni fegnir, Rauður og ég. En oft síðan hef ég hugs- [192] HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.