Heimilisblaðið - 01.12.1954, Side 29
JOHS. HANSEN-KONGSLÖV
KONGURINN með TANNPlNUNA
\ I
Ævintýri
Nl.
Nú var honum ekkert að
vanbúnaði. Hann setti upp
húfuna, alla fituga, og hljóp
niður þrepin í einu hendings-
kasti. Allt fólkið í húsinu þaut
út við þennan undirgang. Svo
hlammaðist hann brokkandi
út allar götur til hallar kóngs.
Svo var mikið óðagotið á hon-
um, að hann rak um koll prest
og herforingja, kerlingu og dá-
fríða yngismey, sem urðu á
vegi hans. Hann kærði sig koll-
óttan um það. Það sem á reið
fyrir honum var það, að eng-
inn yrði fyrri til en hann.
Og nú var hann kominn að
hallardyrunum. Verðir kóngs
gláptu á hann og dyravörður-
inn spurði ruddalega: - Hvaða
erindi skyldi hann eiga?
Já, hvorki meira né minna
en það, að hann ætlaði sér að
lækna kónginn!
- Humm! Já. Það var nú
ekki svo vitlaust. En annars
var ekki útlit fyrir, að hann
hefði mikið vit á því.
Jú, stúdentinn hélt því hik-
laust fram að hann gæti það,
ef sér væri bara leyfð innganga
— því fyrr, því betra.
Dyravörðurinn muldraði
eitthvað í skeggið um óðagot
og hávaða; en loks spurði
hann, hver það væri, sem hann
ætti að segja til.
- Kirkjurotta stúdent, svar-
aði stúdentinn.
- Fágætt nafn er það. Aldrei
hef ég nú heyrt það fyrri.
Gakktu inn! sagði dyravörð-
urinn og fylgdi honum inn eft-
ir hallargöngunum.
Hjartað tók að berjast í
brjósti stúdentsins. Hann sá
kóngsdótturinni bregða fyrir á
bak við hurð, sem stóð í hálfa
gátt.
Þegar kóngur heyrði, að
maður væri úti fyrir, sem ætl-
aði að lækna hann, þá setti
hann upp kórónuna, tók veld-
issprotann sér í hönd og stakk
ríkiseplinu undir hönd sér,
stefndi allri konungsfjölskyld-
unni og öllum ráðherrunum á
sinn fund, til þess að það skyldi
vera sjónarvottar.
Alltaf leið kóngi jafnilla.
Hann gekk friðlaus um gólfið
með aðra höndina á ,,feita“
vanganum.
- Gerið svo vel! Kom inn!
Stúdentinn gekk inn og leit á
alla þessa tignu sveit með
hjartslætti miklum. En hon-
um virtist kóngsdóttir kinka
kolli til sín, og þá óx honum
aftur hugur.
- Hvert er nafn yðar? spurði
kóngur.
- Kirkjurotta! svaraði stúd-
entinn.
- Ha, ha! Nú get ég ekki ann-
að en hlegið. En hver er þá
staða yðar?
- Stúdent.
- Humm! Fátækleg staða er
það — si sona. — En hverjir
eru foreldrar yðar?
- Ég á enga foreldra.
- Hvað segið þér? Eigið þér
enga foreldra? Aldrei hef ég
nú heyrt annað eins fyrri!
- Foreldrar mínir eru dánir,
yðar hátign, svaraði stúdent-
inn hvatlega til skýringar.
- Nú, jæja — si sona. En
minn góði herra stúdent — ha
— Kirkjurotta, þér þykist geta
losað mig við þetta — foj! —
bannsett kvalræði sem fljót-
ast.
- I einni svipan, yðar há-
tign. Það er ég sannfærður um.
Stúdentinum óx hugur.
Kóngsdóttirin kinkaði svo ynd-
islega kolli til hans, það sá
hann svo glöggt.
- Sannfæring er sérlega góð-
ur mannkostur, mælti kóngur,
mér fellur vel við þá, sem hafa
sannfæringu; þeir eru svo fáir,
sem hana hafa. Hann veit,
hvort sem er, hvað hann á að
fá í kaup. En ekki má krukka
í mig, né stinga á mér, og öllu
meðalagutli hræki ég út úr
mér — si sona. Og mistakist
honum, þá verður hann óðara
settur í svartholið.
- Jæja, yðar hátign, til er ég.
- Ágætt, ágætt, ljómandi
gott. Allir standi upp, meðan
þessi hátíðlega athöfn fer
fram!
HEIMILISBLAÐIÐ
[209]