Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1954, Blaðsíða 23

Heimilisblaðið - 01.12.1954, Blaðsíða 23
 Dag nokkurn, er þau voru saman úti og voru orðin mjög þyrst, fóru þau að leita sér að vatni. Fundu þau þá fyrir sér lind, sem skjaldbaka hafði dottið niður í. Strax þegar skjaldbakan sá vinina þrjá, bað hún þá að leysa sig úr prís- undinni og hjálpa sér á ein- hvern stað, þar sem hún gæti látið fara vel um sig. Þau aumkuðust yfir hana og fluttu hana að læk með hreinu vatni, og skjaldbakan, sem gleymdi ekki þeim greiða, er þau höfðu gert henni, varð einnig vinur þeirra. Lifðu þau nú lengi saman góðu lífi, öll fjögur. En dag einn, er hjörturinn hafði geng- ið til beitar, festist hann í snöru veiðimanns nokkurs. Þegar rottan tók eftir því, að vinur hennar hafði verið svo lengi fjarverandi, datt henni í hug, að hann hefði orðið fyr- ir slysi. Hún kallaði því á krák- una, sagði henni, hvað hún ótt- aðist, og bað hana að fljúga af stað og reyna að finna vin þeirra. Krákan gerði það, og er hún hafði skyggnzt um stundarkorn, sá hún loksins vesalings Chitranga, sem sat fastur í snörunni og brauzt ár- angurslaust um til að reyna a^Llosa sig. Krákan sagði Hiranya Varma strax frá, hvað komið hefði fyrir vin þeirra, og hún kallaði strax á hinar rotturn- ar, félaga sína, og lagði svo af stað til að hjálpa hirtinum. Að skammri stundu liðinni hafði þeim tekizt að losa hann. Chitranga sneri heim aftur með vinum sínum, og þau gleymdu brátt slysni þessari. En nokkru síðar, þegar vinirn- ir fjórir lágu í ró og næði og hvíldu sig í skugganum af tré einu, varð þeim bylt við, er þeir sáu, sér að óvæntu, hóp veiðimanna nálgast. Þau urðu dauðskelkuð. Krákunni og hirtinum hefði veitzt létt að komast undan, en það átti ekki við um rottuna og því síður skjaldbökuna. Hin dýrin vildu ekki skilja vini sína eftir í höndum veiðimannanna, sem nálguðust óðum, og ákvað því hjörturinn að draga athygli þeirra að sér, til þess að bjarga lífi vina sinna. Hann þóttist vera haltur. Veiðimennirnir, sem sáu, að hjörturinn stakk við og gat augsýnilega varla staðið á fótunum, þustu allir fram til þess að grípa þessa auðfengnu veiði. En hjörtur- inn olli þeim mikilli fyrirhöfn. Stundum herti hann ferðina, en hægði hana á milli, þang- að til hann loksins tók til fót- anna sinna fjögra, er hann hafði ginnt þá til að elta sig lengi, og var brátt kominn úr augsýn þeirra. Meðan á þessu stóð höfðu skjaldbakan og rottan fundið sér griðastað, þar sem veiðimennirnir gátu ekki náð til þeirra. Vinirnir fjórir komu nú enn saman að nýju og bjuggu sam- an í sátt og samlyndi. Háski sá, sem þeir höfðu sloppið frá, hafði kennt þeim að meta gildi raunverulegrar samvinnu og falslausrar vináttu, og reynsl- an hafði kennt þeim, hversu þeir, sem veikburða eru, verða að hjálpa hver öðrum. [203] Unnið fyrir gýg. HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.