Heimilisblaðið - 01.12.1954, Blaðsíða 15
maður, með alla sína hörku,
varð eitthvað meyrgeðja. Hann
var sífellt að ræskja sig, eins
og eitthvað sæti í kverkum
hans. Ég sá ekki betur en hon-
um hrykkju tár af hvarmi, eða
var það kannske missýning?
Hann flýtti sér að taka upp
baukinn, stakk stút hans í nas-
ir sér, hallaði höfðinu aftur á
milli þreklegra herðanna og
saug hryssingslega að sér, eins
og hann vildi bægja allri við-
kvæmni á braut. Þegar hann
var búinn að fylla á sér gran-
irnar, varð hann sjálfum sér
líkur, brúnaþungur og hörku-
legur.
Ég gaf honum nánar gæt-
ur. Andlitið er veðrað og stór-
skorið, augun grá og harðleg
undir íhvolfum augnabogum.
Hendurnar, sem kreista borð-
brúnina, eru stórar og hramms-
legar, sprungnar neglur, tjara
í hverri greip.
Nei, þessi kaldranalegi sjó-
maður er enginn dýrlingur í
orðsins fyllstu merkingu — og
þó. Við, sem lútum stjórn hans,
berum til hans ótakmarkað
trúnaðartraust, sem nálgast
allt að því dýrkun.
Ég sé, að hann hefur tekið
eftir glápi mínu, því hann ygglir
sig og rymur. En það er tákn
þess, að ekki er allt eins og
hann vill.
- Á hvað ertu að góna,
dengsi minn? spyr hann hörku-
lega. Hefurðu aldrei séð mig
fyrr?
Ég verð sneyptur, roðna eins
og skóladrengur, sem fengið
hefur áminningu en spyr samt,
áberandi skjálfraddaður:
- Þetta er víst ekki fyrsta
jólanóttin þín hér á Halanum?
- Nei, og ekki sú síðasta,
sagði hann. Röddin minnti á
urr.
- Hvað heldurðu, að þær séu
orðnar margar? spyr ég.
- Ég hef ekki haldið því til
haga. Jólanætur eru ekkert
frábrugðnar öðrum nóttum
fyrir okkur, sem sjóinn stunda,
nema þá, að við fáum skárra
snarl hjá kokknum, en þar með
er draumurinn búinn.
Meira var ekki hægt að tosa
upp úr honum. Hann klemmdi
saman varirnar, eins og hann
væri ákveðinn í að opna þær
aldrei aftur.
Ungur maður, Leifur, að
nafni, hallaði sér yfir borðið
til mín og spurði:
- Ert þú ekki draumspakur?
Ég heyrði það strax á mæli
hans, að hann var af öðru
sauðahúsi en við hinir. Rödd
hans var mjúk og viðfelldin,
málið fágað. Svipur hans var
barnslega viðkvæmur, hörku-
laus og sléttur. Hann hafði
verið í skóla, en orðið að hætta
sökum fjárskorts. Þetta var
fyrsta veiðiförin hans og sú
síðasta, ef vel gengi. Hann ætl-
aði að verða prestur og átti
tvö ár eftir að settu marki.
- Hvað dreymdi þig? spurði
ég. Láttu mig heyra.
- Mig dreymdi, að ég væri
dauður, sagði hann með upp-
gerðarbros á vör. Það tók mig
sjór og skolaði mér fyrir borð.
- Það er fyrir langlífi, lagsi,
sagði ég. Þú lifir okkur alla.
- Mig hefur aldrei dreymt
svona fyrr. Þetta var allt eitt-
hvað svo veruleikakennt, sjór-
inn, sem hreif mig út fyrir,
barátta mín við að sökkva
ekki, hróp ykkar og hringsól
skipsins. Ég reyndi að vekja at-
hygli ykkar á neyð minni með
því að rétta upp hendurnar,
en þið sáuð mig ekki. Svo sökk
ég. Þegar ég vaknaði, sótti að
mér uggur. Það væri svo sem
ekkert undarlegt, þótt ég álp-
aðist út fyrir, annar eins erki-
klaufi og stirðbusi og ég er.
Ég sá, að Tómas gamli glotti.
Hann glotti alltaf, ef einhver
lét bilbug á sér finna.
Sjóhræddur, hefur hann
sennilega hugsað.
Stuttu síðar söng og hrikti
í öllu.
Dallurinn lagðist á hliðina,
og sjórinn flæddi inn til okkar.
Það varð uppi fótur og fit,
árekstrar, bölv og ragn. Menn-
irnir skoluðust fram og aftur
og gripu í hvað sem hönd á
festi, sér til halds.
Svo fjaraði út, og dallurinn
rétti sig.
Stýrimaðurinn birtist í dyr-
unum, holdvotur og ófrýnileg-
ur. - Fari það allt i hvítgló-
andi! öskraði hann, er hann sá,
hvernig umhorfs var í salnum.
Af hverju lokið þið ekki hurð-
unum? Allir á dekk!
Uti á þilfarinu mætti okkur
kuldaleg aðkoma. Bylurinn var
engu vægari en áður, og rokið
svo afskaplegt, að ekki heyrð-
ist mannsins mál. Brimhljóðið
settist að í hlustunum, drunga-
legt og dimmt, eins og lík-
hringing.
- Slá úr blökk! öskraði stýri-
maðurinn.
Skipun hans var samstundis
hlýtt. Dallurinn hliðflatti fyrir
sjó og stormi, og allt var á
svarta kafi.
Allir voru á sínum stað.
Ég var við afturgálgann.
Leifur stóð hjá mér. Hann
átti að aðstoða mig, þegar
hlerinn kæmi.
heimilisblaðið
[195]