Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1954, Blaðsíða 20

Heimilisblaðið - 01.12.1954, Blaðsíða 20
ur í búskapnum, enda búmað- ur góður. Hann var heilsugóður, þeg- ar hann kom að Stöð og fyrst á eftir. En svo tók hann sjúk- dóm, sem ágerðist brátt. Það var krabbamein í tungu, og varð þar við ekkert ráðið. Ég var við kirkju í Stöð, er sr. Jón flutti sína síðustu messu. Atti hann þá örðugt með mál. Þessi skilnaðarmessa og þó einkum hinn þungbæri kross prestsins kom víst sárt við tilfinningar allra, sem við- staddir voru. Séra Jón lézt 6. sept. 1887. Svo var prestlaust í Stöð um nokkurt skeið. Þá þjónaði þar, þegar nauðsyn þótti, séra Páll í Þingmúla í Skriðdal. Svo var séra Gutt- ormi Vigfússyni veitt brauðið. Hann var síðasti prestur í Stöð. Nýr termíti á hverri sekúndu. Eftir styrjöldina var lagt fyrir franska verkfræðinga að brjóta stór landsvæði í Nígeríu og búa þau til ræktunar, og voru notaðar til þess stóreflis jarðýtur. Þær rifu upp jarð- veginn og veltu um koll risatrjám — en þær unnu ekki á termítaþúf- unum! Þúfurnar voru fast að sjö metrum á hæð, byggðar úr leir og tuggnum viði og svo harðar, að nauðsynlegt reyndist að sprengja þær burtu með dynamiti. Termít- arnir, sem einnig eru nefndir „hvitu maurarnir", búa í stórum „nýlend- um“ í hitabeltinu og eru til mikils tjóns á ýmsan hátt. Þeir hafa til að éta innan úr hverri spýtu í húsum, án þess að nokkur leið sé til að verða þess var, fyrr en það er um seinan, svo að lokum er ekki annað eftir af viðnum en þunn húð utan af hverri spýtu. Engin leið er til að útrýma þeim með öllu, meðal annars af því, að kventermíti af ,,varpflokknum“ gýtur til jafnaðar allt að einu eggi á sekúndu! Ég er ei bruðkaups klæddur klæði Eg er ei brúðkaups klœddur klœ'Si, en kem þó til þín, Drottinn minn. Fyrir öll þín ástargœSi óverfiugan mig ég finn. En þín eilíf elska’ og náfiin á á himni og jörSu raöin og getur aldrei brugSizt barni bágstöddu, á lífsins hjarni. Mefian augna Ijós mitt lifir lát mig horfa’ .á krossinn þinn, er þaS Ijós mér Ijómar yfir, líf og kraft ég þaSan finn. Þú heyrir, þegar hjartafi biSur, hjálpar, lœknar, verndar, stySur, leifiir, blessar, helgar, huggar, heimur þegar viS mér stuggar. Hœrra tindum hœstu fjalla, hljómi dýrust þakkargjörS, til þín, GuS, um eilífS alla; undir taki gjörvöll jörS, allar tungur engla' og manna, allar stjörnur himnaranna, skulu ávallt lofgjörS IjóSa, um lausnarann og hirSinn góSa. S. H. [200] heimilisblaðið

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.