Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1954, Blaðsíða 32

Heimilisblaðið - 01.12.1954, Blaðsíða 32
MAN NDÓMSÁR FRAMHALD5SAGA EFTIR A. J CRONIN þess háttar með því að binda sam- an endana með sterku garni. Síðan hefst spilið. Þátttakendur kasta hringunum fimm hver á eftir ann- an í réttri röð, og gæta þess, að fjarlægðin sé hæfileg milli þeirra og spjaldsins og alltaf sú sama. Sá vinnur, sem fyrst kemst upp í 200. Hringirnir verða að falla alveg nið- ur á fjölina, svo að kastið sé að marka, en mega ekki hanga á töpp- unum. Lausn á krossgátu í 9.—10. tbl. Lárétt: 1. Mest, 4. Svea, 8. ólu, 10. ill, 11. Kínaveldi, 12. ómennum, 15. auðveldar, 18. Unu, USA, 20. Karl, 21. úrin. Lóðrétt: 1. Móka, 2. Elí, 3. sund- maður, 5. Vilmundur, 6. eld, 7. alin, 9. kvenleg, 13. bauk, 14. æran, 16. una, 17. asi. Slæmar framtíðarhorfur fyrir innheimtumanninn. Hann skrifaði í flýti svar sitt: - Eg kem. Ég mun koma yður á óvart í Wallace-stofnuninni. Kveðja. Duncan. Duncan hafði lokið krufningunni. Hann kinkaði kolli til aðstoðar- manns síns og fór út úr kuldalegu likskurðarstofunni í kjallaranum í Wallace-stofnuninni. Hann gekk upp stigann, sem lá að einkaskrifstofu hans. Hann var íhugull á svipinn á með- an hann las yfir fyrirlesturinn, sem hann ætlaði að flytja innan skamms. Nú hafði hann starfað í tvö ár við Wallace-stofnunina. Og því var ekki að leyna, að hann hafði breytzt í útliti og framkomu. í fasi hans var myndugleiki, og andlitssvipur hans var strangari en fyrr. Það var orðinn vani hjá honum að hleypa brúnum oftar en yfir smásjánni. Augu hans voru köld og miskunn- arlaus. Hann hrökk við, þegar barið var að dyrum. Það var yngsti aðstoð- arlæknir hans, Heddle. - Það var hringt frá doktor Geisl- er og spurt, hvenær rannsókninni yrði lokið. - Síðdegis í dag. Skilið til hennar, að ég muni líta inn, áður en ég flyt fyrirlesturinn. - Það skal ég gera. Það var dá- lítið hik á unga lækninum. Hann var á báðum áttum, hvort hann ætti að segja það, sem honum bjó í brjósti, en svo herti hann upp hugann og sagði: - Lee prófessor var viðstaddur krufninguna. Hann sagðist aldrei hafa séð gerða nákvæmari rann- sókn. Ég get vart lýst því með orð- um, hve hreyknir við erum yfir því, að þessi þýðingarmikla rann- sókn hefur heppnazt svo vel. Duncan kinkaði kolli, án þess að láta á því bera, að hann hrifist af hrósyrðum þeim, er forstjóri stofn- unarinnar hafði sagt um hann. Það var orðið honum eiginlegt að brynja sig algeru hlutleysi. Með stálvilja stefndi hann að ákveðnu marki. Þegar Heddle var farinn, tók hann saman blöð sín og gekk út. Skömmu seinna hélt hann áleiðis til skrif- stöfu doktor Geislers. Anna stóð álút yfir smásjé. Hún horfði í hana með athygli. - Það nú greinilega sjá skiptingu, sagði hún hálfupphátt. - Það var ágætt. - Þér ættuð að sýna ofurlítið meiri hrifningu, þar sem þessi at- hugun færir sönnur á hina nýju kenningu yðar. Hann sagði, án þess að honum stykki bros: - Ég vissi þetta í gærkvöldi, þeg- ar ég horfði á það sama og þér virð- ið nú fyrir yður. Hún rétti úr sér og strauk hárið frá enninu. - Nú hefur okkur loksins tekizt, eftir tveggja ára stanzlaust starf, að sanna mikilvægi kenningarinn- ar um hæfni taugaendanna til að gróa saman. Þetta þýðir, að þér náið upp á efstu tröppu mannvirð- ingastigans. Og svo eruð þér ekki hrifinn! - Hvað viljið þér, að ég geri? Standi á haus ? Hún bandaði frá sér með hönd- unum. - Ég mun víst aldrei skilja ykk- ur Skota! Þið leggið kapp á að vinna, — en þið gleðjizt ekki yfir neinu. Hann horfði á hana, eins og úr fjarska. - Það stendur ekkert um það í verkefni mínu, að ég eigi að gleðj- ast yfir hlutunum. Þegar ég hóf þessa þrælavinnu, vissi ég nákvæm- [212] HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.