Heimilisblaðið - 01.12.1954, Blaðsíða 18
systir Bjarna, sem var hús-
bóndi minn á Bæjarstöðum. Á
jörðinni Hvalnesi hafði verið
tvíbýli frá löngu liðnum tím-
um, og kallað ytri og innri
partur. Þingmúlaprestur í
Skriðdal byggði ytra partinn,
en Stöðvarprestur þann innri.
Mun jörðinni hafa verið skipt
jafnt til helminga.
Séra Guttormur Guttorms-
son hafði verið prestur í Stöð
um nokkurt skeið. — Fæddur
20. apríl 1809, dáinn 21. ágúst
1881. — Við fráfall hans tók
við brauðinu sr. Jón Aust-
mann, f. 1809. Foreldrar Jón
Bjarnason bóndi að Gilsá í
Breiðdal og kona hans Helga
Erlendsdóttir prests í Stöð.
Vígður 13. maí 1847 — dáinn
6. sept. 1887.
er enn í ljósu minni,
þegar ég fyrst sá sr. Jón
Austmann og fjölskyldu hans.
Þá var ég staddur á spekúlants-
skipi, sem lá á Selnesbót í
Breiðdal.* Presturinn var á
leið til að taka við brauði sínu
Stöð í Stöðvarfirði. Kom frá
Saurbæ í Eyjafirði.
Það hafði áð þarna á Þver-
hamri, en sá bær er beint
upp af Selsbót, þar sem skipið
lá. Öll fjölskylda prestsins var
á Þverhamri hjá Guðmundi
bónda og Helgu húsfreyju. En
Helga og sr. Jón voru náskyld.
Prestshjónin komu þarna um
borð með heimafólki sínu.
* Skip þetta hét Virgó, og var
í förum suður og norður um Aust-
firði og flutti vörur frá verzlun Túl-
iníusar kaupmanns á Eskifirði.
Gránufélagið á Akureyri hafði líka
spekúlantsskip í förum við Austfirði
á þessum árum. Þetta voru eins kon-
ar fljótandi verzlunarstöðvar.
Mesta aðdáun mína vakti hinn
mildi og göfugmannlegi per-
sónuleiki prestsins. Prests-
maddaman var einnig myndar-
leg, heldur stærri en í meðal-
lagi, hýr á svip og þróttarleg.
1 fylgd með þeim prestshjón-
unum voru þrjár litlar stúlk-
ur. Ein þeirra var dótturdóttir
prestshjónanna, og hét nafni
ömmu sinnar — Helga.
Guttormur Vigfússon, þá
sóknarprestur að Ríp í Skaga-
firði, hafði átt Hólmfríði dótt-
ur sr. Jóns Austmanns og
Helgu Jónsdóttur konu hans.
En Hólmfríður lézt af barns-
förum, og tóku þau afi og
amma þá litlu dótturdótturina.
Auk hennar voru tvær syst-
ur, Sigríður og Sigurbjörg Sig-
urðardætur. Helga mun hafa
verið 8 ára, Sigríður 10 ára og
Sigurbjörg 11 ára.
Svo var þarna ráðsmaður
prestsins, Daníel Sigurðsson.
Hann var frískleikamaður, hár
og þrekinn, um tvítugsaldur.
Þarna var einnig vinnukona
þeirra, Sigríður að nafni, mjög
geðþekk stúlka. Einnig var
þarna öldruð ekkja, sem hafði
misst mann sinn og tvo syni
um tvítugt. Höfðu prestshjón-
in tekið hána af meðaumkun
sinni, því hún átti enga ná-
komna ættingja, er létu sig
kjör hennar nokkru skipta.
Prestsfjölskyldan fór í land,
eftir að hafa gert allmikla
verzlun í skipinu.
CVO var það um nónbil næsta
dag, að ferðalest prestsins
kom í Ijós. Blasti það við sjón-
um okkar, þar sem við vorum
heima við bæinn, þó að nokk-
ur vegalengd væri milli bæjar-
ins og alfaravegarins, sem lá
alllangt uppi í fjallshlíðinni,
og inn yfir svokallaðan Hval-
nesháls. Ekki man ég, hvað
marga hesta við sáum í lest-
inni, en þeir voru nær 30, alla
vega litir, eins og gerist og
gengur. Það var nú aðdáun og
fögnuður að sjá þessa stóru
lest. Það var svo mikil nýjung
fyrir okkur að sjá svona fjölda-
lest. — Það barst svo út, að
presturinn vildi selja töluvert
af hestunum, og nú var stöð-
ugur mannstraumur inn að
Stöð til að kaupa þessa ey-
firzku gæðinga, sem menn
hugðu að mundu búa yfir svo
miklum kostum, eins og líka
margir þeirra gerðu. Séra Jón
hafði orð á því við bændur, að
honum þætti dauft um að lit-
ast svona á miðju sumri, að sjá
ekki ásauði rekna heim á stöð-
ul. Enda beið það ekki nema
til haustsins, að hann væri f jár-
laus. Hann keypti þá fé, og
átti margar ær næsta vor. Eft-
ir að hann kom bætti hann við
sig vinnufólki, Björgólfi frá
Ormsstöðum í Breiðdal, og
vinnukonu, Jóhönnu frá Reyð-
arfirði. Næsta vor var fært
frá um 80 ám. En nú vantaði
mann til að sitja hjá ánum,
og varð prestur að taka einn
vinnumann sinn til að sitja
hjá, og var það svo í viku, þar
til ég var fenginn til þess. Ég
heyrði það svona útundan mér,
að það var ekki búizt við því,
að ég, hálfgerður stráklingur,
mundi geta hamið ærnar —
sem voru sín úr hverri átt-
inni — eins og þær hefðu ver-
ið óhemju óþægar, það sem
af var sumrinu. En þetta tókst
þó vel hjá mér.
Þegar ég var búinn að vera
þarna hálfan mánuð, þá var
[198]
HEIMILISBLAÐIÐ