Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1957, Side 2

Heimilisblaðið - 01.07.1957, Side 2
SKUGGSJA Hæsta hús i heimi Hverjum tilheyrir eiginlega hæsta hús heimsins — skýjakljúfurinn Empire State Building í New York? Kjánaleg spurning, mun margur segja, það getur ekki tilheyrt neinum einstakling, öllu heldur mun félag, stórfyrirtæki, ef til vill New York borg eða jafnvel ríkið eiga þessa risabyggingu. Þessi him- inháa bygging, 102 hæðir, þar sem 20000 manns starfa og þar sem 65 tonna sjónvarpsstöð hvílir ofan á sjálfu þakinu, 440 metra yfir jörðu, tilheyrir raun- verulega, þótt lygilegt sé, frá því fyrir stuttu síðan, einum manni, og hann er meira að segja ekki New York-búi, heldur býr hann í Chicago, Mr. Crown að nafni. Ef þessi húseigandi óskaði persónulega að senda leigjendum sínum nýárskveðju á póstkortum, þá yrði hann að setjast niður við skriftirnar strax um hásumarið. Afbrotamenn í sumarleyfi Belfast (írlandi): — Afbrotamenn, sem afplána margra ára dóma í fangelsinu í Belfast, eiga á þessu ári í fyrsta sinn að fá sumarleyfi. Þegar hefur fang- elsið árum saman veitt stórglæpamönnum jólaleyfi gegn drengskaparvottorði fanganna. Ekki einn ein- asti fangi hefur misnotað þessi hlunnindi eða brugð- izt trausti fangelsisyfirvaldanna. Vegna þessarar góðu reynslu á nú að gera tilraun með að leyfa föngunum að fara einnig í sumarfrí. Bóndinn og sprengjan Nikosía (Kýpur): — Bóndinn Nikodemus Jorjos þurfti að fara til London í viðskiptaerindum. Þá mundi hann allt í einu eftir, að hann var enn ekki búinn að plægja hinna geysilega stóra melónuakur sinn. Hann vildi ekki að konan hans ynni þetta erfiða verk, þess vegna datt honum gott ráð í hug. Bóndinn skrifaði á póstkort, sem hann setti ekki í umslag, til konu sinnar: „Gerðu svo vel að plægja ekki stóra melónu-akurinn, því þú veizt ekki, hvar sprengjan, sem liggur þar, er niðurgrafin.“ Brezka bréfaeftirlitið las auðvitað kortið og kom því til leiðar að hermennirnir voru látnir plægja akurinn, til þess að finna hina ímynduðu sprengju. Sjimpansar synda eins og hundar Spánski dýraveiðarinn Lois de Lassaletta skrií^ að hann hafi veitt þvx eftirtekt, að sjimpansa-aP^ geti synt. Hann gat fylgzt með því úr bát sínu'r'! þegar fjórir sjimpansar syntu líkt og hundar r Rio Benito í spönsku Guineu. Hingað til hefur verið álitið, að mannapar g*8 ekki synt, heldur yrðu þeir fyrst að læra þessa *' eins og mennirnir. Sjólfvirki vakir yfir blóðþrýstingnum Fx-amvegis mun bjalla hljóma í sjúkrahús^ Ameiúku, þegar hættulegar breytingar verða á b*° þrýsting sjúklinganna, og merkjaljós kveður hju^r 0b'°' ■P unarliðið á vettvang. Fyrirtæki eitt í Elyra, hefur hafið fjöldaframleiðslu á nýju tæki. Þetta mælir með reglubundnu millibili blóðþrýsting síu lingsins. Strax og ákveðnu hámarks- eða lágmar^ stigi er náð í hinu sjálfvirka tæki, gefur það frU 5 aðvörunarmerki. Afskorin blóm haldast lengur , Einkaréttindastofnunin í Vestur-Þýzkalandi u ur nú veitt einkaleyfi fyrir varanleika afsker* blóma. Samkvæmt skýrslu um þetta efni notar 11,9 j ur til þess blöndu úr 95 prósent „Glukose" prósent kamfórudropum. Sé um það bil 0.5 Pr°sS upplausn af þessu efnasambandi sett 1 vatn, á v anleiki afskorinna blóma að aukast að miklum & Hingað til hafa ýmsar aðferðir til að auka v8rS,t{ leika afskorinna blóma misheppnast. Á þennan bu er notuð efnafræðileg aðferð. í þessu tilfelli er ig mælt með því, að skera blómstöngulinn við °8 á ská, með beittum hníf, til þess að halda inns°P opinu, sem oft vill verða límkennt, hreinu (en ^ ekki að nota skæri, því þau kremja hinar viðkva3 æðar jurtarinnar). tt •__•!• i i Kemur út annan hvern ,4 rleimmsblaoio uði tvö tölublöð saman, blaðsíður. Verð árgangsins er kr. 50,00. í lauS® -jj, kostar hvert blað kr. 10,00. Gjalddagi er 14- Útgefandi: Prentsm. Jóns Helgasonar. Utanáskr ^ Heimilisblaðið, Bergst.str. 27, Reykjavík, Póstb.

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.