Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1957, Page 38

Heimilisblaðið - 01.07.1957, Page 38
Bekrs til þeirra. Þeim er leyft að yfirgefa Mekka. Fyrir áhangendur Múhameðs hafa nýir tímar runnið upp. Þeir eru frjálsir, sterkir, og sjálfur spámaðurinn er meðal þeirra. Fyrsta musteri hinnar sönnu trúar er reist. Það er byggt á gömlum kirkjugarði, sem ekki er notaður lengur. Það er byggt úr lim- gerði og stórviði. Blóðsúthellingar í eyðimörkinni Það voru harðjaxlar, sem fylgdu spá- manninum að málum. Og þeir voru fullir af grimmilegum hefndarþorsta, þegar þeim varð hugsað til Mekka, borgarinnar, sem hrakti þá burtu og neyddi þá til að lifa f jarri heimilum sínum ofurselda hungrinu. Þeir fóru að gera ýmsar áætlanir. Arásir á úlf- aldalestir, njósnaleiðangra, já, innrás í Mekka. Múhameð gat ekki lengur horft aðgerða- laus á þetta. Þetta var ekki trúarspursmál lengur, heldur var hér um að ræða hver ætti að stjórna og álitsspursmál engu síður. Þá gerðist atburður, sem veldur því, að hann hikar ekki meir. Það gerist einhvers staðar í eyðimörkinni hjá Thaif. Þar deyja 12 kaupmenn frá Mekka. Þeir hafa verið reknir í gegn og skornir á háls — hræfuglar sveinia yfir líkum þeirra. Þeir urðu að láta lífið vegna Abu Sofians. En vörurnar hlaðast upp í bænahúsinu í Jathrib. Körfur með þurrkuðum þrúgum frá Thaif. Peningar. Koparvörur. Sömuleiðis vopn og klæði. Múhameð fer með fingrunum yfir bitið á sverði og það fer kuldahrollur um hann. Egg- in er hárbeitt. Stálið blikar í bláum ljóma. Dásamleg, úrvalssmíði frá Damaskus. Nú er ekki lengur hægt að snúa við! Hann horfir á mennina. Ibn Hahsch stendur í fylk- ingarbrjósti. Sektartilfinningin veldur því að þeir drúpa höfði. En hættulegur glampi er í stálhörðum Bedúína-augum þeirra. Múhameð veit, að árás þeirra var gerð á pílagrímatímanum. Innan örfárra daga myndi allt Hedschas-héraðið vita um þetta óhæfuverk og friðrof á griðrétti pílagrím- anna. Hann veit að nú verður hann að verða fyrri til að grípa til sinna ráða! Hann verður að lýsa því yfir að þessi vanhugsaði verkn- aður og sverð Múslems-manna séu í þa£u hins rétta málstaðar. Sverð trúarinnar Algerð kyrrð kemst á, þegar hann gengut fram fyrir þá með sverð í hendi. „Ýmsir spa menn,“ þannig byrjar hann, „hafa verl, sendir af Guði. Hann sendi þá, til þess 3 sýna hina mismunandi eiginleika sína: MóseS vegna miskunnsemi sinnar og umhygS!11' Salómón vegna vizku sinnar, hátignar frægðar, Jesú Krist vegna réttlætis síns, a mættis og kraftar. En engir þessara eigia leika nægðu til að sannfæra mannkynið. da’ meira að segja mætti það kraftaverkalfl Móses og Jesú með vantrú. Þess vegna var ég, hinn síðasti af spámönnunum, send1" með sverðið.“ Hann ber nú höfuðið hátt. Augun eru hál lukt, eins og hann sjái í anda mynd 3 dimmri og einstæðri framtíð. ,,Sverðið,“ hrópar Múhameð, „sverðið er lykillinn að himnaríki og helvíti! Sá, se,fl beitir því fyrir trúna mun uppskera ríktdef laun. Ekki aðeins jarðneskt herfang! sérhver blóðdropi, sem er úthellt fyrir ma efnið, sérhvert erfiði og sérhver sársa11^1' sem menn þurfa að þola vegna trúarinnal’ mun verða færður inn í bók Guðs. Synd'r þeirra, sem missa lífið í orustum, eru þsgar fyrirgefnar á banastundinni. Paradís 0 ævarandi gleði í örmum svarthærðra bíða þeirra.“ Honum er svarað með fagnaðarópum- f fögnuðurinn getur ekki dregið úr tóndel^_ anum í sál hans. Hann hefur talað sem ma^ ur. Sem þjóðarleiðtogi. En ekki sem SP3 maður Guðs, er hann ákallar með t"11^. sinni. Getur hann borið þessa ábyrgð? ^ þýðir ekki heimurinn stríð? Ættbálkar, þjóðir, heil ríki myndu ve brotin á bak aftur. Hann hafði prédikað^ ^ vopnavaldið og sverðið myndu ryðja trú11 braut. Það var ekki hægt að snúa við. Múhameð gekk þreyttur á brott. Eldm'llirj sem hann hafði kveikt, myndi án freka^ aðgerða hans læsast um heiminn og vel að æðandi eldhafi. :rða að 3a Orustan við Badr-brunninn Nú var ekki lengur mögulegt að hsed3 170 — HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.