Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1960, Blaðsíða 34

Heimilisblaðið - 01.12.1960, Blaðsíða 34
fyrir sér. Hann hélt á staf í hægri hendi, en í vinstri hendi á ljóskeri, sem slokknað hafði á. Lítill hundur læddist óttasleginn á eftir honum. „Hver ert þú?“ spurði Rinaldo hann, þegar hann hafði þaggað niður í hundun- um. Gamli maðurinn svaraði: „Ég er þekkt- ur sem einn bræðranna frá Oriolofjalli og er á leið til kofans míns frá næsta smábæ, þar sem ég hef gert innkaup mín eins og venjulega. Stormurinn hefur slökkt á ljós- kerinu og ég hef gengið villur vegar, þótt ég þekki þetta hérað annars vel. Leyfið mér að kveikja á ljóskerinu. Þá hlýt ég brátt að átta mig. — Sofið vel.“ „Hver heldurðu, að ég sé?“ spurði Rin- aldo?“ „Ég er glaður yfir því að hafa fundið þig við eldinn, því að nú hef ég aftur ljós á ljóskerinu." „Hver heldurðu annars, að ég sé?“ „Það skiptir mig engu máli að vita, hver þú ert.“ „Örlögin hafa neytt mig til að reika um í dölum Appennínafjalla. Og hinn illræmdi ræningi, Rinaldini, á að gera þessa dali að hættusvæði,“ sagði Rinaldo, og augu hans leiftruðu. „Svo er sagt,“ sagði einbúinn. „Ég óttast þennan grimma ræningja.“ „Hann er nú ekki grimmur, eftir því sem menn segja. Ég ætla sjálfur að fara til hans og biðja um verndarbréf fyrir kof- ann minn.“ „Þú skalt nú ekki vera að kasta þér í fangið á honum.“ „Það hefur þá ekkert að segja. Þau fáu ár, sem ég á enn eftir að lifa, getur hann tekið frá mér, ef það er guðs vilji. Ein- hvern tíma verður hann að gera reikn- ingsskil fyrir þau. Ef hann kveikir í kof- anum mínum, þá byggi ég annan í staðinn. Hann finnur enga peninga hjá mér. Ef hann drepur geiturnar mínar, þá gefa ná- grannabændurnir, sem öllum þykir vænt um mig, mér önnur dýr í staðinn. Verði guðs vilji.“ „Líður þú skort?“ „Sá, sem getur þolað að vanta eitthvað, líður aldrei skort.“ 254 „Ég vildi gjarnan gera góðverk,“ sagði Rinaldo. „Takið við þessari peninga' pyngju.“ „Ég stofna ekki til þeirra skulda, sem eg get ekki greitt. Ég þarf heldur ekki á Pel1' ingum að halda. Góða nótt.“ Hann hélt burt, og Rinaldo áræddi ekk1 að halda aftur af honum. Hann kastaði sér aftur niður hjá trénu. Þegar hundarnir fóru aftur að gelta, val Eintio að koma í morgunsárið. „Foringi,“ hrópaði Eintio, um leið og hann settist, „hvað er eiginlega að þel; Hvers vegna langar þig ekki framar t1 þess að vera með þínum mönnum? Þú leit' ar einverunnar, og það finnst okkur ölluh1 undarlegt. ..“ Rinaldo svaraði þreytulega: „Mér finnst ég sjálfur vera kynlegur kvistur. Ég vel ekki, hvernig ég er.“ „Altaverde sagði, að þú værir ástfang' inn.“ „Það er ég líka ...“ „Jæja,“ sagði Eintio. „Það er eng111 ógæfa.“ Rinaldo studdist við olnboga, horfði a Eintio og sagði: „Fyrir fjórum dögum val ég á skemmtigöngu í litlum dal og sá Þal stúlku. Ó, Eintio, hún var sem engill- Hu11 var í berjamó. Ég ávarpaði hana og hun svaraði mér. Þarna talaði sakleysið vlð guðníðinginn. Þá komu félagar okkar, ég varð að yfirgefa hana. Síðan hef e^ ekki séð hana og veit ekki, hvar og hvernig ég á að finna hana.“ „Gleymdu henni þá,“ skaut Eintio inn h „Er það hægt?“ „Maðurinn getur allt, sem hann vill-“ „Það er ósatt,“ sagði Rinaldo, „Þvl a(i þá gæti ég aftur orðið heiðarlegur maðui. Eintio andmælti honum gremjulega: skapar aðeins ráðaleysi meðal okkar manlia með slíku tali.“ „Er það? Æ, ég er svo þreyttur. Ég að fá mér smáblund." Rinaldo lagðist aftur fyrir undrr trelia og sofnaði brátt. Sól var hátt á himni, e hann vaknaði nokkurri stundu 81 ^ ' Stormurinn og skýin voru á braut. f félagar þeirra Eintios, Girolamo og Pa° HEIMILISBLAÐiP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.