Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1963, Blaðsíða 8

Heimilisblaðið - 01.09.1963, Blaðsíða 8
Maður Geirþrúðar Smásaga frá Suður-Afríku eftir Stuart Cloete. „ÉG ER sextán ára og á fimm hundruð fjár,“ mælti Geirþrúður og leit á unga manninn, sem stóð við hlið hennar. Þegar maður var sextán ára og átti fimm hundr- uð fjár, hlaut maður að geta gert það sem mann langaði til, og hún vissi upp á hár, til hvers hana langaði. Bara að hann segði nú aftur, að hún væri falleg- Hann sagði J>að á fimmtudaginn var, en annars var þetta óvenjulega fáorður ungur maður. Þegar hann var einu sinni búinn að segja álit sitt á útliti hennar, fannst honum víst -áreiðanlega, að hún vissi um álit hans á henni. En samt sem áður vildi hún svo .gjarnan heyra hann segja þetta aftur. „Og hvert þeirra gaf af sér sex pund af ull,“ svaraði hann. „Fimm hundruð sinnum .sex — það verða þrjú þúsund pund.“ Hann andvarpaði. „Mjög vænt og fallegt fé,“ sagði hann. Geirþrúður starði niður eftir veginum. Hann var svarrauður með tveim djúpum hjólaförum. Þessi vegur hafði löngum ver- ið hennar draumur. Einn dag myndi mað- ur koma ríðandi þennan veg og fara með hana burt. Og Geir var þessi maður. Aðrir menn höfðu að vísu komið, en þá hafði hún verið of ung, og þeir of gamlir — með stingandi skegg. Skeggið á Geir var mjúkt, og gullið eins og dúnn á dúfubringu. Gat verið, að hann væri að hugsa um hana? Hann hafði sagt, að hún væri falleg; en hann hafði líka sagt, að kindurnar væru fallegar. Hún leit á hann. Hann var búinn að taka upp pípuna sína. Þá ætlaði hann sér víst ekki að segja meira. Þegar hann reykti, var hann ekki vanur að segja neitt. „Mér fellur vel að hugsa á meðan ég reyki,“ hafði hann eitt sinn sagt. Gott og vel, hugsi hann þá bara. Hún var einnig hugsi. Hún hafði fullgerða áætl- un í höfðinu. Versti þrándurinn í götunni .184 var faðir hennar, því að hann vildi ekki sannfærast um það, að hún væri nógU þroskuð til að giftast. Og hann var þrjózk- ur. Allir karlmenn voru þrjózkir, líka Geir- Og þeir hugsuðu ekki um rómantík og ást. Þeir voru með hausinn fullan af kindum* nautum og hestum. Ef Geir væri ekki einI) af þessum beinösnum, myndi hann sJa beint inn í hug hennar og hjarta og skilJa hana. „Ég á vagn,“ sagði hann nú allt í einu. „Þú hefur séð hann, og það er góður vagn> finnst þér ekki?“ „Jú!“ svaraði hún. Henni var hugsan um hann, en ekki vagninn. Innan skamms færi hann að tala um gula nautseykið, sem hann var svo hreykinn af. „Nautin, sem ganga fyrir því eyki, eri| stórkostleg. Þau eru bæði innan við seX ára gömul.“ „Ég hef aldrei séð glæsilegri naut,“ svar- aði hún. , . „Svo eru það áhöldin," sagði hann. á bæði plóg og herfi; auk þess hest.“ Það var ekki hægt að una því að hlusm á þetta öllu lengur. Hvað kom henni V1 listinn yfir eigur hans? Hvers vegna ga hann ekki tekið hana í fang sér og sagb að hann elskaði hana? Það var enginn na- lægur. Væri ég hann, hugsaði hún, mynC1 ég gera það á stundinni. En hann gerði það ekki. Hann horr * bara á hana, kveikti í pípunni sinni oy leit svo aftur í aðra átt. • Þegar vel var kviknað í pípunni, m® hann: „Nú verð ég að fara. Ég þar^ & vökva svolítið, og svo er það þessi girðmíb sem ég þarf að dytta að. En þú Þar^.g mér að halda, veiztu hvar þú getur fu11 1 mig.“ Geirþrúður horfði á eftir honum. hún þurfti á honum að halda! Augu hen1^ ar urðu mild. Beinasninn þessi! Bms ^ hún vissi ekki alltaf, hvar hann var m kominn. Hún hafði heyrt föður sinn Se^ honum fyrirmæli varðandi vökvunina girðinguna sem þurfti að laga. KindtiJ11 ^ máttu ekki koma nálægt sumum rseK svæðunum, því þá fengu þær þembu. r ^ hennar átti hér fimm þúsund fjár °S ^ fleira á öðrum búgarði, sem hét Doorn HEIMILlSBbAí)II)

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.