Heimilisblaðið - 01.09.1963, Blaðsíða 22
Gaby litla er aðeins þriggja
ára, en er þegar orðin dugleg
á hjólaskautum og kennarinn
hennar í þeirri list er móðir
hennar, Helene Beck-Kienzle,
sem var heimsmeistari í þess-
ari íþrótt. Hér sjást þær sam-
an aö æfingu. Það varð að
smíða rúlluskauta handa Gaby
litlu sérstaklega, þvi engir
fengust í svona litlu númeri.
Gordon og Rodney eiga heima
hjá Markyate í Englandi.
Þegar þeir hafa tíma til,
skunda þeir til árinnar, ekki
til þess að veiða stóru fiskana,
heldur eru það smádýrin í
fersku vatninu, sem þeir hafa
áhuga fyrir.
Franska leikkonan Andret
Parisy á að leika í kvikmynd,
sem verður tekin í eyðimörk-
um Marokkó. Hún er eina kon-
an í leiðangrinum, en 30 karl-
menn taka þátt í honum, ým-
ist leikarar, myndatökumenn
eða tæknifræðingar.
Weeges er talinn vera bezti
blaðaljósmyndari Bandaríkj-
anna. Undanfarið hefur hann
dvalizt í London og haldið þar
sýningar á ljósmyndum. Hér er
hann að taka myndir af dúf-
um á Trafalger Square. Ein
þeirra hefur sezt á höfuð hans
til þess að forðast að lenda á
myndinni.
Hér er að yfirgefa spítalann
lítill sjúklingur, sem er orð-
inn svo frískur, að hann getur
gengið út í barnavagninn sinn,
sem bíður fyrir utan spítalann.
„Hann er mesti píanóleikari,
sem ég hef kynnzt.“ Þessi orð
eru höfð eftir ameríska hljóm-
sveitarstjóranum Eugene Or-
mendy um rússneska píanó-
leikarann Emil Gilels, sem er
prófessor við tónlistarskólann
í Moskvu. Um þessar mundir
er hann hæstlaunaðasti píanó-
leikari heims og hefur allt frá
því hann var þrettán ára ferð-
ast um allan heim til að halda
tónleika.
198
HEIMILISBLAðIÍ>