Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1963, Blaðsíða 11

Heimilisblaðið - 01.09.1963, Blaðsíða 11
Enn voru það kindurnar. Alltaf skyldi ^ann hugsa um kindurnar. »»Já, ég á þær. Ég erfði þær eftir hana ^óður mína.“ Geir tróð í pípuna sína í rólegheitum. Hún virti fyrir sér hendur hans, sem héldu l,ra pípuna og tróðu lausu tóbakinu var- fffirnislega niður í kónginn. Þær voru þakt- ar ljósum hýjung, sem gljáði í sólinni eins °g skegg hans. >,Við förum þá norður á bóginn,“ sagði aann. ,,Ég á bróður í Nordflaat. Þar eru £óð beitilönd fyrir fé.“ Hann settist á trjádrumb og starði upp fli fjallanna í norðri. Yfir þau yrðu þau fara, til þess að komast til Norðflaat. Hann kemur með mér, hugsaði Geirþrúður, þarf engu að kvíða. Nú get ég látið hann laða öllu héðan í frá. . Einn hundanna kom og stakk snoppunni 1 lófa hennar. Hún klappaði honum og kældi við eyru hans. En hvað lífið var dá- samlegt! ^orguninn eftir lögðu þau af stað. Hans lak féð. Geir var mjög þögull, en það þýddi ókkert sérstakt. Hann var svo oft þögull. V'11 efa var hugur hans barmafullur af ramtíðaráætlunum — hvernig fara myndi 11111 sauðféð. Þegar nóttin skall á, settust )au að uppi í fjöllunum. Daginn eftir áttu Úau fyrjr höndum að komast yfir Pienaars- jótið, það hafði Geir sagt. Erfitt var að °mast yfir það um regntímann, en nú Ul.vndi það reynast auðvelt. Á þessum tíma Það aðeins lítil spræna. Þegar yfir Jótið væri komið, yrði ekki langt til armbad, þar sem örugglega var hægt að la 1 prest til að framkvæma hjónavígslu, Ur ei1 þau héldu af stað lengra til Zeb- ediala. ■^au voru snemma á fótum næsta morg- , .; Geirþrúður virti fyrir sér stór vagn- Jolin, sein snerust og snerust, og hún var 1111 ekki vel vöknuð. Hvert fótmál naut- se færði kana nær nýju lífi, því nýja lífi jf**} kún átti fyrir höndum — ásamt Geir. Vkský lagðist yfir fjárhópinn og þakti hafj..rauðieitri, flagsandi skikkju. Geir . skotið hafur. Hann hékk út af vagn- ^nni með löng hornin dinglandi til og d 1 hvert sinn sem vagninn tók dýfur á ÚEi leið sinni. Þetta hérað var frægt fyrir geit- fé, sem lifði þar ótamið. Er þau höfðu borðað og Geir hafði boð- ið henni góða nótt, hélt Geirþrúður áfram að hugsa um nýja heimilið, sem þau nú ætluðu sér að reisa af grunni. Hana dreymdi það, þegar hún var sofnuð. Kind- urnar fimm hundruð urðu að þúsund fjár; mörgum þúsundum. Hún heyrði fótatak þeirra, það hljómaði eins og regnniðui\ sem óaflátanlega féll á berggrjótinu. Hún vaknaði skyndilega. Eitthvað var að. Hafði ekki hljómað byssuskot? Jú, nú heyrði hún það aftur. ,,Geir!“ hrópaði hún. ,,Geir!“ ,,Ég er hér,“ sagði hann þar sem hann lá við hlið hennar. „Villigeiturnar hafa lík- lega fælt féð.“ Hún spratt upp. Hún gat vart trúað sín- um eigin augum. Að vísu hafði hún heyrt það kæmi fyrir, að geitur þessar færu stundum um í stórhópum, en hún hafði aldrei látið sér til hugar koma annað eins og þetta. Þarna voru þær þúsundum sam- an — hundrað þúsund. Svo langt sem aug- að eygði var sléttan þakin þessum brún- leitu skepnum í iðandi breiðu, sem mjakað- ist hægt áfram. Jarðvegurinn var sem plægður eftir þær. Grasið var horfið, all- ir smárunnar trampaðir niður eða rifnir upp með rótum. Þarna voru einnig önnur dýr innan um. Zebrahestar höfðu hrifizt með straumnum og gátu ekki losnað úr honum aftur. Kindurnar hennar voru einn- ig horfnar; ekki ein einasta eftir. Þær hlutu að vera komnar langt út í buskann,, ef þær voru þá ekki dauðar, fótum troðn- ar af þessum sterklegu klaufum geitanna.. Hestur Geirs og nautin voru tjóðruð við. vagninn. annars hefðu þau að líkindum einnig verið horfin í hringiðuna. Hundarn- ir lágu ýlfrandi undir vagninum. Geir stóð; við hlið hennar og hafði tekið riffilinn í hönd sér. Hann mælti ekki orð; það var ekkert hægt að segja. Þetta var einna líkast lýsingu úr Bibl- íunni — á einhverri af plágunum í Egypta- landi. Veröldin var orðin brún og hvít af líkömum dýra sem mjökuðust fram á við eins og óyfirstíganleg elfur. Sjóndeildar- hringurinn var hulinn rykmekki. Vagninn ^ILISBLAÐIÐ 187:

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.