Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1963, Blaðsíða 19

Heimilisblaðið - 01.09.1963, Blaðsíða 19
5- Skammt frá búgarði Shelbys stóð kofi Tómasar írænda. Tómas var trúaður negri og umsjónarmaður h'nna svörtu kynbræðra sinna, jafnt elskaður af yfir- boðurum sinum sem undirgefnum. Iðulega safnaði hann °ðrum vinnumönnum plantekrunnar heirn í kofa sinn til söngs og guðsþjónustu. 6. Hin þriflega eiginkona hans var snillingur í mat- reiðslu, en einnig í öðrum greinum húshalds og sem móðir var hún sönn fyrirmynd annarra kvenna. Þegar Elisa hafði hlerað, að svipta átti hana syninum, pakk- aði hún niður dótinu sínu og hljóp heim til konu Tóm- asar, sagði henni að maðurinn sinn væri flúinn til Kanada og bað hana að láta hann vita — ef hún kæm- ist í samband við hann - að nú færi hún þangað einnig.. Áður en hún fór sagði hún, að einnig ætti að selja óhias; að Shelby þætti það mjög miður, en skuld hans '®ri svo mikil við Haley þrælakaupmann, að hann neyddist til þess. — Prétt þessi orkaði eins og sprengja f bið friðsæla heimili negrahjónanna. Vitað var að . ®lar voru víða seldir erns og búpeningur, en negrarn- r áttu því að venjast, að farið væri með þá sem ^hnskar verur á búgarði Shelbys. 8. Daginn eftir kom Haley ríðandi. Honum var tjáð, að Elisa væri flúin með son sinn. Hann hafði Shelby grunaðan um að standa á bak við flóttann, en Shelby bauðst til þess — svo hann yrði rólegri — að lána honum tvo unga negraþræla sína á hestum til að veita henni eftirför. ^EIMILISBLAÐIÐ 195*

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.