Heimilisblaðið - 01.09.1963, Blaðsíða 32
hafði losnað úr fyrir átta dögum. Eini mun-
urinn var sá, að gægjugatið á hurðinni var
svo lágt, að Henry gat séð inn, án þess að
honum væri lyft af hjólastólnum.
Hún sat á einhvers konar bekk, klædd
ljótum og víðum kyrtli og hendurnar voru
bundnar.
En andlitsdrættir hennar og allt útlit
olli Henry sárrar þjáningar. Allt annað
hefði hann getað þolað en að þurfa að
horfa upp á þetta. Efalaust var þetta Alice,
en aldrei hafði Henry séð þvílík vonlaus,
tóm og starandi augu eða jafnskældan og
slefandi munn, sem alltaf hreyfðist, en án
þess nokkurt hljóð heyrðist. Hann horfði
skelfdur á hana. Hún einblíndi á hann, en
án i þess að sýna nokkurt merki þess, að
hún þekkti hann. Svo leit hún í aðra átt,
en varirnar héldu áfram að hreyfast.
Stuttu síðar reri hún sér fram og aftur
og hló tryllingslega.
• Þeir óku Henry til baka, og hann kom
þá fyrst til sjálfs sín, þegar hann var aftur
kominn í rúm sitt. Gaby sat við hlið hans
og augnaráð hennar virtist fullt af ein-
lægri samúð. „Þetta þýðir ekki neitt!“
sagði hún oft og beygði sig svo niður að
honum: „Getið þér skilið, hvað ég er að
segja?“
' „Já,“ svaraði Henry sljólega.
„Já, en hættið þá að kvelja yður og seg-
ið við sjálfan yður, að hún sé í raun og
veru ekki eins og hún leit út fyrir að vera.
Þetta er bara eitur, sem sprautað er í hana.
Ég segi yður satt.“
Henry kinkaði kolli og lokaði augunum.
En á sömu stundu sá hann Alice fyrir sér
með slefandi munni og fábjánalegu augna-
ráði, og þá lauk hann aftur upp augunum.
Gaby hallaði sér að honum full meðaumk-
unar.
„Hvernig líður yður nú?“ spurði hún.
,„ífér hafið legið meðvitundarlaus í nærri
því tvær stundir. Ég sagði líka, að það
. væri fáránlegt að gera annað eins og þetta,
en hann vildi það endilega. Svona nú,
drekkið þetta ...“ Hún fékk honum glas
;með þessu fjólubláa lyfi. „Þetta hressir
yður.“
Henry renndi því niður, og smám saman
• styfktist hann, unz hann gat risið upp á
olnboga og síðan setzt upp með hjálp
Gabyar.
„Þetta er betra,“ sagði hún með svo mik-
illi hlýju, að Henry varð steinhissa. „Sjáið
nú til. Ég er með svolítið handa yður. Di’-
Paul varð að fara burt og kemur ekki aft-
ur, fyrr en annað kvöld, en hann bað mig
fyrir bréf til yðar. Getið þér lesið það eða
á ég að gera það?“
Henry rétti út höndina eftir bréfinu og
Gaby rétti honum innsiglað umslag. Henry
þreifaði á því og reyndi árangurslaust að
opna það. Gaby tók það þá af honum, opn-
aði það og fékk honum bréfið, svo að hann
gat sjálfur lesið það.
„Kæri hr. Bering.
Ég bið yður að fyrirgefa þetta voðalega
áfall, sem ég hef veitt yður. En ég 1 ogg
það við læknisheiður minn, að þetta er i
raun og veru ekki eins ægilegt og það lítui’
út fyrir að vera. Ungfrú Kerlon er nú sern
stendur ekki geðveik frekar en þér. Hún
er aðeins fórnardýr nærri því óþekkts
jurtaeiturs frá Suður-Ameríku, en ég hef
notað það sem lyf síðustu vikurnar. Áhrif
þess eru slík, að blekkt getur jafnvel Þa’
sem bezt þekkja til mála, svo að þér þurf-
ið ekki að vera með neinar sjálfsásakanii’-
Því miður verð ég fjarverandi, þangað til
annað kvöld. Annars hefði ég yðar vegna
reynt að koma heilsu ungfrú Kerlons i
eðlilegt horf. En ég lofa yður því, að heilsa
hennar verður í lagi á mánudagskvöldið, e±
þér verðið þá enn gestur minn! Hún man
þá ekkert um sitt núverandi ástand, svo
að þér megið að sjálfsögðu ekki minnas
á það. H. P.
Vb. Ég verð að biðja yður að afhenda
mér þetta bréf, áður en þér fáið tækif®11
til að tala við ungfrú Kerlon.“
Henry las bréfið tvisvar og fékk Gali-V
það svo. „Meinar hann þetta ?“ spurði hann-
„Segir hann satt?“ -
Gaby las bréfið og fullvissaði Henry, a
hann hefði enga ástæðu til að kvíða neinu-
En hvorki fullyrðingar hennar né lækms'
ins gátu losað hann undan áhrifum þoim>
sem hann hafði orðið fyrir, er hann sa
Alice. Lengi lá hann og mókti. Mynd Alice
ar ófst inn í martraðardrauma hans.
Það var ekki fyrr en um klukkan á
208
HEIMILISBLAÐ10