Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1963, Blaðsíða 36

Heimilisblaðið - 01.09.1963, Blaðsíða 36
hafði þurrkað sér á skeggi geitarinnar um munn og hendur, lagðist hann fyrir til svefns og lét geitina eiga sig. Þegar mað- urinn steig upp úr baðinu og sá, að matur- inn var horfinn, þóttist hann fljótlega sjá á skeggi geitarinnar, hvort þeirra væri sá seki, — enda fékk geitin alla hirting- una í sinn hlut. Hundur nokkur var vaninn á það af húsbónda sínum að fara í sendiferðir. Einn góðan veðurdag, er hann gekk með körfuna um hálsinn, fulla af kökum, varð harln fyrir grimmilegri árás tveggja hunda, og á meðan hann tókst á við annan þeirfa fór hinn að éta kökurnar. Sá sem fyrir árásinni varð, komst brátt að raun um, að átökin gátu engan veginn bjargað kökunum, þær myndu alla vega verða étn- ar uþp. Þegar hann var kominn á þessa skoðun, fannst honum hann sjálfur eiga eins' mikinn rétt á þeim og hinir tveir. Enda hætti hann að slást við hundinn, an- aði rakleitt að körfunni og slokraði sem skjótast í sig því sem eftir var. tryggir fullkomíð hreinlæti FORN KÍNVERSK SPEKI Það má kremja fólk með ofurþunga tung- unnar. Friður undir stráþaki kofans — það er hamingja. Feitur köttur er óefað þjófur. Láttu öndina klæðast hverju sem hún kýs* en nef hennar verður þó ætíð flatt. Engin nál er oddmjó í báða enda. Steinljónið hræðist ekki regn. Sérhver verður að berja sína eigin bumbu og róa eigin fari. Sá lærði er auðlegð þjóðarinnar. Api getur setið hásæti. Gáfaður maður viðurkennir vilja himins- ins. Gott lyf hefur beiskast bragð. Gerðu áætlanir til ársins að vori til. Bústaðaskipti Þeir, sem flutt hafa búferlum og eiga líf- og brunatryggingu hjá oss, eru vinsamlega beðnir að tilkynna bústaðaskiptin hið fyrsta. Ingólfsstræti 5 Sími 11700. 212 HEIMILISBLAÐ15

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.