Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1963, Blaðsíða 33

Heimilisblaðið - 01.09.1963, Blaðsíða 33
um kvöldið, að Gaby gat talað í hann kjark. Há reyndi hann meira að segja að koma niður eggjaköku. Gaby hafði gengið út til að ná í einhvern eftirrétt, en Henry lá uppi við olnboga og kjamsaði á eggjakökunni eins og hún væri sólaleður. Hún var orðin köld, meðan hann hafði verið að éta utan úr brúnum hennar, en bragðið var eins og af blautu flúneli. Allt í einu var dyrum lokið upp. Henry lyfti höfðinu og bjóst við að sjá Gaby koma inn. Þess í stað laumaðist Nick inn í herbergið og lokaði á eftir sér. „Sæll,“ sagði Henry. „Eruð þér líka að koma í sjúkravitjun?" Nick anzaði ekki. Hann stóð og hallaði sér upp að dyrastöfum og einblíndi á Henry með þessum daufgerðu augum. Eft- ir andartak varð Henry ljóst, hvernig stóð á þessari einkennilegu framkomu Nicks. Sterk whiskylykt barst að rúmi Henrys. Nick riðaði svolítið, og örið, sem náði frá nefi út að eyra var eins og rauð rák þvert yfir fölt andlitið. Hann var með báðar hendur í jakkavösunum. Vegna þess, hvað stríkkaði á vösunum gat Henry séð, að hann hafði skammbyssu sitt í hvorum vasa. Henry var ekki rótt í geði við tilhugsunina um að verða skotmark fyrir þennan útúr- úrukkna þrjót, hversu góð skytta, sem hann annars kynni að vera. Svo tók Nick til máls með hásri röddu, og orðin komu hægt og silalega, eitt og eitt í einu. „Þú ert einmitt það svín, sem ég er að leita að. Ég á óuppgerðar sakir við þig.“ „Einmitt það?“ sagði Henry spyrjandi rÖddu. „Og hvað er það svo sem?“ „Hvað er það?“ hnussaði Nick fyrirlit- *e£a. „Svo þú heldur, að ég hafi gleymt bví? Heldur þú, að ég sé fábjáni? Það var auðvitað ekki þú, sem kastaðir ólyfjaninni fvaman í mig og molaðir hausinn á mér eða hvað? Svo ósmekklegur gætir þú víst aldrei orðið?“ „Nei, það er rétt hjá yður,“ sagði Henry. „Það var ekki ég í hvorugt skiptið.“ „Æ, fásinna! Hverju máli skiptir það, hvort það varst þú eða félagar þínir? Hver Var það, sem braut gleraugun mín?“ Henry anzaði ekki. Hann vissi á sig sök- ^Eimilisblaðið ina, en honum fannst það ekki ómaksins vert að viðurkenna það. Afstaða Nicks var nokkuð um of óvinsamleg og kúlurnar á jakkavösunum of ógnvekjandi. „Ég get alls ekki þolað þig, getur þú skilið það?“ spurði Nick og stakk höfðinu fram úr allt of víðum flibba eins og þegar skjaldbaka stingur höfðinu fram úr skild- inum. „Ég hef aldrei getað þolað þig, og þegar ég get ekki þolað einhvern náunga, þá þýðir ekki fyrir hann að vera að fitja upp á sig.“ Hann hristi höfuðið til þess að. leggja enn meiri áherzlu á orð sín og með snöggri hreyfingu þreif hann dökkbláa sjálfvirka byssu upp úr vasanum. „Sérðu þessa hér!“ sagði Nick og sveifl- aði skammbyssunni kæruleysislega yfir rúmgaflinn. „Ég hef einu sinni miðað á þig með þessari, og ég skaut bara framhjá, af því að húsbóndinn vildi það. Nú ætla ég að koma svolítið við gikkinn aftur, og nú geri ég það ekki til að skjóta framhjá. Fylgist þú með?“ Henry var allt annað en ánægður með ástandið. Hvað kærði drukinn bófi sig um loforð dr. Pauls? Hvað hafði það að segja fyrir hann, þótt dr. Paul hefði lofað Henry frelsi eftir þrjá eða fjóra daga? Og allt i einu sá Henry sjálfan sig yfirgefa hælið — ekki sem frjáls maður, heldur sem sundur- skotið lík í kartöflupoka með fæturna á undan til þess að koma því undan með leynd. „Hættið nú þessum bjánalega leik,“ sagði Henry með allri þeirri stillingu, sem hann átti til. „Ef skotið hleypur af í ótíma, verð- ur læknirinn á hælunum á yður alla yðar ævi. Það er hann, sem hefur umráðarétt yfir lífi mínu, en ekki þér.“ Nick brosti hæðnislega og sneri byss- unni um vísifingur hægri handar. „Vitleysa! Honum stendur alveg á sama, hvað um þig verður — og hvers vegna skyldi honum ekki standa á sama? Litli Nick mætti þá ekki skjóta úr baunabyss- unni sinni, því að stóri bróðir gæti orðið hræddur! Nei, félagi, þetta er ekki hægt!“ Einmitt í þessu heyrðist lágur hvinur og skot hvein við eyra Henrys. Hann sá það ekki, því að hann lokaði ósjálfrátt augun- 209

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.