Heimilisblaðið - 01.12.1971, Page 6
Fyrst er það jólatréð!!
Orðið skógur er til í grænlenzku, það er
orpik, og norðlægasti skógur er líka í Græn-
landi. Hann er í suðurhéraði Upernavik,
langt inni í stóra laxafirðinum. Það var
þar, sem Friðþjófur Nansen kom niður eftir
langferð sína yfir upplandsísinn. En sá
skógur eru nokkur mannhæðarhá pílviðar-
tré meðfram á, ekki jólatré.
Nei, jólatréin verðum við að búa til
sjálf, og þess vegna er til á háaloftinu í
hverju dönsku húsi grind af tré, digur spýta
með mörgum götum á og margar minni
spýtur til þess að stinga í götin. Þennan
„stofn“ og þessar „greinar“ verður svo að
reyna að klæða með einhverju grænu, svo
að það geti líkst tré. Þegar það hefur verið
skreytt vel með kertum og skrauti gegnir
það ljómandi vel hlutverki sínu. En skraut-
ið, það græna, verður að útvega — og það
á þeim tíma, þegar nægileg birta er til þess
að finna það, og áður en vetrarsnjórinn
þekur allt.
Sumardag einn er lagt af stað, og í vél-
báti nýlendunnar eru eins margir og unnt
er að koma fyrir í honum. Þau börn í
sjúkrahúsinu, sem eru á fótum, taka alltaf
þátt í förinni, forstjóri nýlendunnar, prest-
urinn og lælmirinn, heimasitjandi konur,
sem hafa ekki annað að sýsla þennan dag.
Stærri börnin hafa tekið með sér rifflana
sína, í þeirri von, að fáeinar rjúpur verði
á staðnum. Minni hörnin hafa aðeins með
sér litlar dósir til þess að tína krækiber í.
En sá sem hefur þrótt og vill gjarna sjá
stærri veiðidýr, reynir að fara upp í fjall,
fara upp í landið, upp með ánni, upp að
litlu stöðuvötnunum, þar sem kanadiska
snjógæsin heldur sig stundum og liggur á
eggjum.
Hiin er nefnilega jólagæsin! Á þessum
árstíma fara stóru gæsirnar iir fiðri og eru
því fremur ósjálfbjarga. Grænlendingar
sjálfir nota sér þetta oft og slá fullorðnu
gæsirnar niður, en litlu gæsarungarnir eru
teknir og farið með þá og þeir fóðraðir til
jóla. Ef þeir verða stórir og feitir fyrir
tímann, er þeim slátrað og þeir látnir í
kassa með snjó yfir og þeir djúpfrystir á
kjötpalli hússins.
En ferðin inn í fjörðinn er hátíðisdagur,
hvort sem gæsir veiðast eða ekki. Hellt er
226
upp á kaffi yfir rjúkandi lyngbáli, rjúpna-
lauf er tínt í stórar hrúgur — til jóla-
skrauts — ber eru etin og pípur fylltar.
Farið er niður til strandar, til garnla ból-
staðarins, þar sem enginn býr nú lengur,
að sorphaugnum, aðgætt er, hvort sjórinn
hafi skolað á land nýjum hlutum frá hinni
þúsund ára gömlu Eskimóamenningu: fíla-
beinsbrúðum, sleðameiðum, örvaroddum eða
skinnsköfum með löngum hératönnum.
Þegar lynginu liefur verið komið vel fyr-
ir í geymslustað, er lagt af stað lieim. Það
er þessi tími, sem minnir mest á, hvernig
það er heima í Danmörku, sólarupprás og
sólarlag, nótt kemur á eftir degi með eðli-
legum hætti. Ekki eins og hásumarið, þegar
stöðugt sólskin er í fjóra mánuði, eða fjög-
urra mánaða endalaust sólskinsleysi myrk-
urtímans.
Þegar í ágúst tekur nýísinn að leggja
þunna ábreiðu yfir vatnið. í september
kemur fyrsti snjórinn niður frá fjöllunum.
Þá er kominn tími til þess að fara út með
sjónauka og skyggnast um eftir mikilvæg-
asta jólamatnum, rostungunum.
Þeir koma langt simnan að og fara með
fram vesturströnd Grænlands og alla leið
að Smiths-sundi og beygja síðan suður á
hóginn Kanadamegin í Baffinsflóa. Þeir
leita upp að ströndinni í hópum, tíu—tut-
tugu saman, með flóðinu til þess að krafsa
upp skelfisk á flatlendu leirbökkunum fyrir
utan ísfirðina.
Þegar tilkynnt er koma fyrstu rostung-
anna, er vélbátur nýlendunnar búinn á veið-
ar, fylltur af áköfum rostungaveiðimönnum,
hiiðkeipum, skutlum, fangblöðrum og vist-
um — aðallega kaffi og tóbaki.
Síðan er gjögt út eftir einkennilega gráu
og dauðu vatni fjarðrains. Biðtíminn er
notaður til þess að brýna hnífa og skutuls-
odda, blása upp fangblöðrurnar og reykja
gott, liandskorið tóhak. í stafni stendur einn
af gömlu rostungaveiðimönnunum með sjón-
auka til þess að komast að, hvaða hóp skuli
lagt til atlögu gegn — einum þeirra, sem
synda um rýtandi og baðandi út hreyfun-
um, eða ef svo heppilega skyldi vilja til,
hópi, sem liggur sofandi á ísjaka.
Yeiðin fer fram á þann hátt, að vélbátur-
inn er eins konar móðurskip eða leiðsögu-
bátur, en tveir—þrír menn stökkva hver út
HEIMILISBLAÐIÐ