Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1971, Side 9

Heimilisblaðið - 01.12.1971, Side 9
skinnsbuxur, hvítar kamikkur, refaskinns- loðkápur og litlar hundasvipur, sem þeir gátu alls ekki látið smella í. Þegar leið á kvöldið kom fólkið í þorp- inu aftur og tók að syngja fyrir utan glugg- ann fyrir íbúa sjúkrahússins —- gömlu sálm- ana, sem Herrnhútar (bræðrasafnaðar- menn) liöfðu kennt grænlenzkum löndum okkar á sínum tíma. Þetta skapaði enn einu sinni þá tilfinningu, að við tilheyrðum fjöl- skyldunni. Já, það koma með fegursta jóla- hugblæ, sem ég held að ég hafi nokkurn tíma fundið. Næsta dag lögðum við af stað suður á bóginn, tveir sleðar og tuttugu hundar. Á sleðunum var hundafóður, svefnpokar og tjöld. I kassa út af fyrir sig var prímus, olíubrúsi og matur. I öðrum kassa voru læknisáhöld mín. Áður en við lögðum af stað, kom Iíans með nokkrar auka þurr- mjólkurdósir handa litla barninu. Það var nístandi kalt, og hinir fáu, sem komnir voru til þess að hvorfa á og kveðja, flýttu sér að veifa og koma sér inn. Hans var sá síð- asti, sem hvarf okkur sjónum. „Komið nii heim fyrir nýár!“ kallaði hann á eftir okkur. Við ákváðum að aka eins hratt og langt og unnt var, helzt að fara löngu leiðina yfir jaðarsbelti upplandsíssins suður til Kap York í einni lotu, ef hundarnir og veðrið leyfðu. Veðrið var okkur hliðhollt enn þá. Það var tunglsljós, og á þessum árstíma, myrk- urtímanum, hefur maður þau forréttindi, að sé tunglsljós, þá er tunglsljós allan sól- arhringinn. Hin þrjátíu kílómetra ferð að ísnum gekk vel. Jólagestir okkar höfðu nýlega troðið slóð, ágætis sleðabraut. Þegar að upplandsísnum kom, hófst al- varan. Stormurinn þýtur niður eftir ísilögð- um árfarveginum. Nasirnar og augnabrún- irnar fyllast af hrími, og við skiptumst á um að lilaupa á eftir sleðunum til þess að halda hitanum á fótum okkar og líkama. Gott er að fá tebolla áður en lagt er af stað í ferðina yfir sjálfan ísinn. Ilvers konar jól eru þetta? hugsar maður og stingur hönd- um sínum inn á beran magann til þess að koma lífi í ískalda fingurna. Okkur er öll- um kalt, jafnvel Eskimóunum! Við sitjum Það er miíið annríki ? verzluninni Jjarna á norðurslóðum fyrir jólin. HEIMILISBLAÐIÐ 229

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.