Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1971, Page 13

Heimilisblaðið - 01.12.1971, Page 13
óþolandi þegar á fyrstu dögum hjónabands þeirra. Aldurinn hefur ekki gert liana blíð- lyndari. Hún er ráðrík, hörð og þurrleg. Sífelld óánægja hennar með allt og alla hefur gert andlitsdrætti hennar skarpa og sett á hana ólundarsvip. Varir hennar eru samanbitnar og nefið hvasst. Iíún er ómót- tækileg fyrir allar röksemdir, og þó að at- burðirnir leiði glögglega í ljós, að hún hafi rangt fyrir sér, dettur henni aldrei í hug að viðurkenna það. Iiún verður bara bál- reið og hrópar upp, að hún hafi rétt fyrir sér. Svo fer hún í fýlu og er þannig í nokkra daga, og svo byrjar hún aftur á því sama. Mér virðist sem Mouflin hafi í fyrstu reynt að vinna á móti þessum einkennum Génevieve. Fólk talaði um sífelldar skamm- ir og deilur, sem enduðu oft með ofsalegu rifrildi. Dag nokkurn lievrði ég meira að segja, að Mouflin hefði látið niður í töskur sínar og farið til Rouen, til systur sinnar. En hann kom aftur og fékk ekki sérlega vingjarnlegar móttökur. „Yiltu þá vera vingjarnleg og meðfæri- leg?“ spurði liann hana. „Þér skjátlast víst,“ svaraði hún, „það er ekki ég sem á að vera meðfærileg. Úr því að þú kemur aftur er ástæðan til þess eingöngu sú, að þú hefur séð við nánari íhugun, að þú hefur haft rangt fyrir þér, og þú mátt umfram allt ekki halda, að svona barnabrek eins og að hlaupast á brott, haggi skoðun minni um svo mikið sem einn þumlung.1 ‘ Nú hefði Mouflin átt að fara aftur til Rouen, en hann var kyrr, og með því var hann glataður. Eftir það varð hann eins og leikbrúða í höndum Génevieve. Hann þorði ekki að bafa sjálfstæða skoðun vegna heimilisfriðarins, og hann gat aldrei verið viss um það, að sakleysislegasta setning frá hans hálfu gæti ekki komið af stað ofsaleg- um mótmælum eða særandi svari frá Géne- vieve. Þegar svona stóð á, er skiljanlegt, að Mou- flin lokaði sig inni marga daga í röð og sökkti sér niður í verk sitt, til þess að kom- ast hjá gauragangi og rifrildi. Eg kenndi vissulega í brjósti um vin minn, og ég gat ekki skilið, að hann skyldi ekki varpa af sér þessu oki, vegna metnaðar sís og mannsæmdar. Ég sagði við sjálfan mig, að hann hlyti að vera alveg blindur ... og ég fyrirgaf lionum. En svo fékk ég síðustu bókina hans um daginn. Hún var vel skrifuð og skemmtileg, því að Mouflin er góðum hæfileikum gædd- ur. En eftir því sem ég kom aftar í bókina, komst ég að raun um, að söguhetjan var einkennilega lík vini mínum sjálfum, og kona söguhetjunnar var lifandi eftirmynd Génevieve, grimm, harðúðug og ráðrík kona, full af hlægilegustu hugmyndum, kona, sem reyndi á allan hátt að gera manni sínum lífið óbærilegt. Hann var hins vegar veiklundaður og gæfur og sætti sig við alls konar móðganir, háðmigarorð og niðurlægingar. Ollu þessu var ljómandi vel lýst af mik- illi athyglis- og kímnigáfu. Þetta voru þætt- ir úr hinu raunverulega lífi, án þess að nokkru væri bætt við eða nokkuð spunnið upp. Iíann hafði auðsjáanlega notað sitt eigið líf og hryggilega hjónaband sem við- fangsefni. Mouflin lilaut að liafa misst alla virðingu fyrir sjálfum sér, úr því að hann gat hróp- að þannig út opinberlega sína eigin niður- lægingu. Ég gat ekki fengið af mér að segja við hann: „Ég hef lesið Síðasta spilið. Mig hefur tekið það mjög sárt. Eruð þér í raun og veru kominn langt niður, vesalings vinur minn, að þér hafið ekki lengur orku til þess að rísa upp? Ég gæti meira að segja fyrir- gefið þetta, ef það væri óafvitandi, en þar sem þér hafið dæmt yður sjálfan með bók yðar og sannað, að þér lítið skýrt á málið, vil ég beldur, að við þekkjumst ekki leng- ur.“ En Mouflin tók föstu taki á handlegg mínum, og ég reyndi að losa mig um leið og ég sagði, að við ættum ekki samleið. „Æ, hvað er þetta,“ sagði hann brosandi, „þér getið þó séð af nokkrum mínum í mig ?‘ ‘ Og hér um bil í sömu andrá: „Hafið þér lesið bókina mína?“ Ég svaraði af ragmennsku minni: „Þökk fyrir, ég lief fengið hana, en ég á svo ann- ríkt um þessar mundir, að ég hef ekki haft tíma til þess að lesa hana.“ HEIMILISBLAÐIÐ 233

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.