Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1971, Síða 15

Heimilisblaðið - 01.12.1971, Síða 15
í 2000 ár sérstaklega í verkum skálda og leikritahöfunda, meðal annarra Shakes- peares, sem lögðu fyrst og fremst áherzlu á líkamlega yfirburði hennar, en snertu að- eins lauslega við hugrekki hennar og vits- muni. En þegar litið er á, hverju hún hef- ur komið til leiðar, kemur hún okkur fyrir sjónir sem mjög gáfuð og atorkusöm kona. sem reyndi alla ævi að koma í veg fyrir, að land liennar yrði gleypt af rómverska rík- inu. Kleópatra fæddist árið 68 eða 69 f. Kr. og ólst upp við undirferli við hirðina og blóðug ofbeldisverk. Faðir hennar, Ptole- maios XI Auletes, var drykkfelldur munað- arseggur, sem auk þess skemmti sér við að leika á hljóðpípu — það gefur að minnsta kosti auknefni hans til kynna. Hann dó, þegar Kleópatra var 17 ára gömul, og sam- kvæmt erfðaskrá lians tók hún við völdum ásamt nítján ára gömlum bróður sínum, Ptolemaios XII. Fyrir áhrif undirhyggju- manan við hirðina neyddi hinn ungi Ptole- maios Kleópötru til þess, tveim árum seinna, að flýja í útlegð til Sýrlands. Með þeirri einbeitni, sem einkenndi hana alla ævi, gat hún í skyndi komið á fót her og fór í fvlk- ingarbrjósti fyrir honum aftur yfir eyði- mörkina til þess að ná völdum að nýju. Þannig var sú Kleópatra, sem Cæsar hitti um haustið 48 f. Kr. Hann hafði komið til Egyptalands, er hann var að veita eftirför herforingjanum Pompejusi, sem var keppi- nautur lians um pólitísk völd í Róm. Hvernig leit Kleópatra út? Það eina, sem við getum farið eftir, eru nokkrar myndir, sem vangamvnd hennar er mótuð í, og brjóstlíkan, sem grafið var upp úr róm- verskum rústum 1800 árum eftir dauða hennar. Á þeim sést myndarlegt arnarnef og fallegur munnur með fagurlega dregn- um vörum. Margir sagnfræðingar fyrri tíma hafa skrifað um „hrífandi fegurð“ hennar, en þeir höfðu aldrei séð hana. Áreiðanlegust er að líkindum lýsing Plut- arks, en afi hans hafði heyrt um Kleópötru hjá lækni, sem þekkti einn af hirðmatreiðslu- mönnum hennar. Plutark skrifar, að fegurð hennar liafi „út af fyrir sig hvorki verið einstæð né hrífandi“. Allir fornu sagnritararnir eru þó sam- mála um að vegsama hana fyrir það, að hún hafi verið „ómótstæðilega skemmtileg“ við- tals, rödd hennar „þýð og hljómfögur“, og hún hafi verið hnyttin í orðum og skarp- vitur. Hún talaði sex tungumél hafði góða þekkingu á grískri sögu, bókmenntum og heimspeki, var prýðileg samingamanneskja og auðsjáanlega einnig framúrskarandi vel að sér í herstjórnarlist. Auk þess bar hún gott skynbragð á leikræn áhrif. Þegar Cæs- ar bauð henni að yfirgefa hersveitir sínar og koma inn til hans í höllina í Alexandríu, sem hann hafði náð á vald sitt, laumaðist hún inn í borgina eftir að dimmt var orðið, faldi sig í rúmfatnaði og var þannig borin inn í sali Cæsars. Ilvort sem hún hafði að markmiði með áformi sínu að sneiða hjá leigumorðingjum bróður síns eða hafa áhrif á Cæsar, var þetta ef til vill áhrifa mesta innganga mann- kynssögunnar. Hugrekki hennar og töfrar sannfærðu Cæsar um, að heppilegast væri út frá pólitísku sjónarmiði, að hún kæmist aftur til valda. Og hún varð þunguð skömmu síðar eftir fyrsta fund þeirra. Næsta vor efndi Kleópatra til mikils leið- angurs á ánni Níl, ef til vill til þess að Cæs- ari fyndist mikið til um auðæfi Egypta- lands. í margar vikur sigldi hún og Cæsar upp eftir ánni í skrautlegum bát, og sigldu 400 bátar á eftir með hersveitir og vistir. I júní fæddi Kleópatra son, Cæsarion — það þýðir á grísku litli Cæsar. Drengur- inn ,sem var einkasonur föður síns, blés auðsjáanlega þeim Cæsar og Kleópötru stórhuga í brjóst: Róm og Egyptaland skyldu sameinast í eitt voldugt ríki, sem þau og afkomendur þeirra skyldu stjórna. Cæsar fór frá Alexandríu þegar eftir fæðingu drengsins. Han fór miklar herferðir til Litlu-Asíu og Norður-Afríku og sigraðist á þeim, sem eftir voru af andstæðingum hans, og áður en ár var liðið, seri hann aftur til Rómaborgar í sigurför sem óumdeilanlegur drottnari rómverska ríkisins. Kleópatra kom með Cæsarion, og Cæsar fékk henni skraut- legt hús til íbúðar. Kleópatra tók nú að beita áhrifum sínum í Róm sem drottning við keisaralegu hirð- ina. Ilún kvaddi til myntsláttumenn frá Al- exandríu til þess að bæta rómverska mynt- kerfið og framúrskarandi hagfræðinga til þess að koma lagi á skattakerfi Cæsars. HEIMILISBLAÐIÐ 235

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.