Heimilisblaðið - 01.12.1971, Side 20
ollu hræðilegar fréttir mikilli skelfingn í
bænum. Timur Lenk, Lnn voldugi tatara-
höfðingi, var að leggja undir sig Persíu
og þokaðist áfram í áttina til Shiraz. Timur
Lenk, eða Tamerlan, eins og hann var líka
kallaður, var grimmur drottnari, þó að
hann hefði einnig vit á list og vísindum,
og orðrómurinn sagði, að hann ætlaði að
jafna Shiraz við jörðu.
Brátt stóð liann með her sinn fyrir utan
hina dauðadæmlu borg, og íbúarnir gengu
nú til móts við hann til þess að biðja um
náð. Hafiz og Patme voru einnig með í
fólksfjöldanum, og þeim var ýtt fram fyrir
Timur, því að allir vissu, að Mongólahöfð-
inginn mat hin fögru ljóð Iíafiz mikils.
Timur horfði einnig með velvild á gamla
skáldið.
„Það er tvennt, sem ég dáist að,“ sagði
hann náðarsandega, „sigrum mínum og ljóð-
um þtnum! Farðu með eitt þeirra fyrir
mig.“
Hafiz hikaði í sömu sporum. Hvað vísu
átti hann að velja? Þá hvíslaði Fatme:
„Rósarvísuna,“ og skáldið brosti, því að
hann fékk um leið góða hugmynd. Hann
mælti fram hárri raustu:
„Vegna listar þinnar og vizlcu mun ég' þyrma 6œnum“.
„Láttu rósina blómgast á runnanum,
gleðstu yfir henni þar,
’ié hún slitin, visnar hún brátt,
— brjóttu eigi rósina björtu!“
„Þetta er fallegt og rétt,“ sagði Timur
Lenk, „þakka þér fyrir, Hafiz. Einnig ég
læt rósina blómgast á runnanum og brýt
hana ekki.“
„Þá er allt gott,“ sagði Hafiz, „þá eyði-
leggur þú ekki þessa borg. Því að Shiraz
er rós Persíu!“
Andartak brá fyrir skugga á andlliti her-
foringjans. Svo brosti hann.
„Þú ert vitur, Hafiz,“ sagði hann, „vegna
listar þinnar og vizku mun ég þyrma bæn-
um. Ilann skakl kokmast hjá eyðileggingu.“
Mikil fagnaðaróp kváðu við er hann sagði
þessi orð. Og þannig vildi það til, að Hafiz
og fósturdóttir hans björguðu bænum sín-
um frá tortímingu. Það gerðist samkvæmt
sögusögninni í lok fjórtándu aldar, en enn
þá er Iiafiz, rósaskáldið, talinn vera mesta
ljóðskáld Persíu.
240
H.BI.M I L ISKI, A O 1