Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1971, Síða 24

Heimilisblaðið - 01.12.1971, Síða 24
II\x \ SAGA EFTIR E. MARLITT Hann liafði um leið og hann lióf ræðu sína gengið út að glugganuiu, og þar stóð hann enn. — ITann hafði ekki litið til ungu konunnar meðan á því stóð. Nú sneri hann sér að henni. Hún greip hægri hendinni fyr- ir augun og fálmaði eftir stól með hinni. Hún titraði og virtist ætla að hníga niður af geðshræringu. „Á ég að láta vagninn koma?“ spurði hann og stóð á öndinni af eftirvæntingu. „Eða hefur Líana heyrt mál mitt og ætlar hún sjálf að dæma í því?“ Iiún kreisti saman hendurnar eins og í krampa og lét þær svo falla niður með hlið- unum. Henni hefði ekki orðið meira um, þó höllm hefði hrunið yfir hana. „Já, eða nei, fljótt, láttu mig ekki kvelj- ast svona lengi. Þú ætlar að vera kyrr, Júlíana?“ „Já.“ Þetta „já“ heyrðist varla af vörum henn- ar, og þó liafði það undraverð áhrif á Mainan. Hann greip með fagnaðarhrosi konu sína í fang sér, svipti af henni ferða- kápunni og kastaði henni út í horn. Svo kyssti hann hána á munninn. „Þetta er trúlofun okkar, Júlíana, ég bið þín nú af einlægri og innilegri ást,“ sagði hann með hátíðlegri alvöru. „Nú máttu gera við mig livað sem þú vilt! Þú skalt fá tíma og tækifæri til að yfirvega, hvort þú munir nokkurntíma geta unnað mér, sem þú fyrirgefur nú af einskærri kvenlegri mildi og meðaumkun. IJver mundi hafa trú- að því fyrir misseri síðan, að ég yrði yfir- unninn af konu! En Guði sé lof, að ég er enn nógu ungur til að haga seglum eftir vindi og stýra lífsfleyi mínu í örugga höfn. Og þú ætlar að hjálpa mér til þess, mín hjartkæra Líana?“ Hann leiddi hana aftur inn í bláu stof- una. „Og nú skulum við fara að tala um það, sem á undan er gengið, Líana,“ sagði hann og þrýsti liönd hennar í ákafa að brjósti sér. „Þíi veizt nú hvers vegna ég var svo harðorður áðan uppi í salnum og svo heimskulega óréttlátur. Mér finnst enn- þá eins og ég ætli að kafna, þegar ég liugsa til þeirrar stundar, er ég sá þig standa óttaslegna úti í horni og heyrði hann skipa frænda mínum að þegja. Hvað kom þér til að fara á svona óvanalegum tíma inn í hálfdimman salinn ?‘ ‘ ITún sagði honum nú allt af létta og lýsti fyrir honum, hvernig hún hefði komizt að skjalafölsuninni, sem hún hafði þegar feng- ið grun um af orðum frú Schön. Meðan hún var að segja Mainan frá þessum hrylli- legu svikum, sem liann óafvitandi hafði tek- ið þátt í, stóð hann eins og steini lostinn — hann hafði verið táldreginn á svívirði- legan hátt; þessi brögðótti Jesúíti haf’ði haft hann í vasa sínum. Og vesalings Gabríel, sem í bréfinu hafði verið í gefið í skyn að væri kynblendingur af lægstu stigum, hafði orðið að þola alls konar ójöfnuð og fyrirlitnignu á barnsaldrinum; hann liafði A'erið troðinn undir fótum af nánustu skyld- mennum sínum í þeirri höll, sem honum bar með réttu, þar eð hann var einkabarn föð- ur síns. Níí kom hún að því atriði, er hirð- presturinn liafði kastað skjalinu og i-auða seðlinum í eldinn. En af blygðun A'araðist hún að skýra frá bænum hans og harma- tölum, hún minntist aðeins lauslega á hvers vegna hann liefði framið þennan glæp, og þá gat Mainan ekki stjórnað sér lengur; hann þaut eins og æðisgenginn fram og aft- ur um stofuna um stinid, svo kom hann allt í einu til hennar, þrýsti henni ástúðlega að brjósti sér og sagði: „Og ég skildi þig eina eftir í klóm þessa . óargadýrs, á meðan ég ók kvensniptinni til hertogahallarinnar/1 Iiún talaði blíðlega við hann og reyndi 244 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.