Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1971, Page 29

Heimilisblaðið - 01.12.1971, Page 29
vimiukonunum settist að lionum ásjáandi, án þess að liún stæði þegar á fætur, þar eð hún var búin að segja, að ekkert gengi að sér. „Svo Gabríel á hvorki að verða munkur né trúboði?11 spurði hann háðslega og sneri sér undan til þess að þurfa ekki að horfa á dónaskap frú Schön. „En má ég spyrja, hvað þú hefur ákveðið að gera úr þessu fyrirmyndarbarni, sem þér er svo annt um f1 „Það dugar nú ekki lengur fyrir þig að tala þannig til mín, frændi. Ég er sann- færður um að Gabríel er frændi minn. Ef þú vilt ekki sem aðalerfingi föður hans láta hann fá neitt af öllum þeim auðæfum, sem hann lét eftir sig, þá getur enginn neytt þig til þess, því Gabríel er ekki hjónabandsbarn ... En ég ætla mér ekkert að fylgja hinni almennu réttvísi í þeim efnum, en fer að- eins eftir minni eigin réttarmeðvitmid; ég ætla að láta drenginn hljóta nafn föður síns of koma honum til manns, með því að taka hann mér fyrir fósturson.“ Þetta varð ekki aftur tekið, og enn leit ekki fremur út fyrir samkomulag. En þessi þrautreyndi hirðgæðingur, sem gat verið mjög neyðarlegur í kappræðum, var búinn að venja sig á að taka hverju, sem sagt var, með köldu blóði. „Hér getur ekki verið nema um tvennt að gera,“ sagði hann storkandi. „Annað hvort ertu veikur“ — og hann tók til höf- uðsins, eins og hann ætti við að Mainan væri ekki með öllum mjalla — „eða þá að þú ert, eins og mig hefur lengi grunað, al- gerlega flæktur í rauðu fléttingunum; því miður er ég hræddur um að síðari tilgátan sé rétt. Yei þér, Raoul! Ég þekki líka þess háttar konur. En því er betur, að þær eru sjaldgæfar! Þú munt þegar hér í lífi kom- ast í hreinsunareldinn ... Hugsaðu þá til orða minna ... Sko, hvað þú ert orðinn fölur . . .“ „Því trúi ég vel Mér finnst blóðið storkna í æðum mér við að hlusta á þig. Ég er reyndar ekki ætíð viðkvæmur fyrir því, sem sagt er — því er nú miður — en mér finnst hvert orð, sem þú segir, eins og vel úti látið kjaftshögg, ég hefði ekki trúað því, að þú gætir talað þannig. Eða þarf ég að minna þig á hærur þínar . . . ?“ „Og þíí skalt ekkert vera að hafa fyrir því, ég veit vel hvað ég segi og geri. Ég hef varað þig við stjúpu dóttursonar míns. — Taktu hana bara í fang þér; þú, sem aldrei gazt skilið mína heittelskuðu, sak- lausu dóttur, Valeríu! ... En ég ætla ekki að eyða orðum við þig um þennan nýja skjólstæðig þinn, ég á við drenginn í ind- verska húsinu, því það mun kirkjan gera. Drengurinn tilheyrir henni með líf og sál — hún veit hverju hún á að svara þér, ef þú skyldir gerast svo djarfur að krefjast, hans af henni.“ Hann sneri sér við og ætlaði að fara, en í sama bili æpti hann upp yfir sig og lamdi hækjunni niður í gólfið. „Hvað er þetta, frú Sehön, eruð þér ekki búnar að hvíla yður nógu lengi? Það þykir víst ekki svo afleitt að sitja í silkifóðruðum stólum höfð- ingjanna.“ Frú Sehön, sem með óstjórnlegri óró og eftirvæntingu hafði beðið leikslokanna, og alveg gleymt hvar lmn var stödd, þaut á fætur náföl af ótta. „Færið mér morgunverðinn á bakka og komið með hann inn í vinnustofu mína; ég vil vera einn,“ sagði hann í skipunarróm. Hann fór, og það glumdi í gólfinu undan hækkjunni hans, en hringlaði í lykklunum hjá frú Schön, er hún hvarf út um dyrnar. I sama bili og dyrnar lokuðust á eftir þeim kom Líana fram úr gluggaskotinu, þar sem hún hafði dulizt. Iíún þaut til manns síns, greip hönd hans og kyssti hana inni- lega. „Hvað er þetta, Líana!“ hrópaði hann forviða. „Þú annt mér líka!“ Svo var eins og birti yfir andliti hans allt í einu, og hann breiddi út faðminn, en unga konan hallaði sér í fyrsta skipti af frjálsum vilja að brjósti lians. Leó stóð með hendurnar fyrir aftan bakið agndofa af undrun; en þó hann væri ekki vanur að fara í launkofa með hugsanir sín- ar, þá varð hann þó alveg orðlaus af undr- un við að sjá þetta. Unga konan dró hann brosandi til sín og hann tók utan um liana bæði með ástúð og blíðu. „A morgun verð ég því miður að skilja við ykkur bæði,“ sagði Mainan ánægjulega. „Eftir þessar deilur við frænda minn get- ur þú ekki haldist hér við, Líana. En ég HEIMILISBLAÐIÐ 249

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.