Heimilisblaðið - 01.12.1971, Síða 31
horn að taka; og að við fánm ekki haldið
rétt okkar fyrir honum, er eins víst og
himininn er uppi yfir höfðinu á okkur. Þér
hafði sjálfar séð það í dag, hvernig mar-
skálkurinn hló beint framan í náðugan hús-
bóndann ... En nú skal ég segja yður nokk-
uð,“ hún lækkaði röddina og hvíslaði svo
lágt, að Líana aðeins heyrði: „Náðuga frú,
það er til dálítið skriflegt, það er miði,
sem náðugur liúsbóndinn skrifaði staf fyrir
staf í minni viðurvist, og hún“ — hún benti
með hægri hendinni á konuna í riiminu —
„hún liefur miðann í hendinni. Það er ofur-
lítið hylki, sem lítur út eins og bænabók
með silfurspjöldum, og í þeim liggur blaðið.
Vesalings blessuð konan, ó, hvað það er
átakanlegt, að menn skuli hafa borið það
á hana, að hún væri manni sínum ótrii;
og nú er hún búin að liggja í 13 ár, og
hefur gætt miðans með meiri nærgætni en
eiukabarns síns, því hann er það síðasta,
sem lmn fékk hjá lionum, og hún óttast, að
hver, sem nærri henni kemur, vilji taka
liann af sér.“
Unga konan minntist nú þeirrar stundar,
er hirðpresturin hafði gripið eftir hylkinu.
Nú skyldi hún hið nístandi angistaróp sjúkl-
ingsins, og livers vegna frú Sehön hafði
verið svo einbeitt, þegar hún gekk á milli
prestsins og veiku konunnar. Það fór titr-
ingur um hana, er hún hugsaði til þess, að
milli þessara úttærðu, krepptu fingra lá
vottorð, sem beið þess, að það væri notað,
og presturinn hafði haft það milíi hand-
anna án þess að hafa grun um það.
„Ég skal segja yður, náðuga frú, áður
en óhamingjan og neyðin dundu yfir, leit
vesalings konan ekki við mér,“ hélt frú
Sehön áfram. „Þegar húsbóndinn sálaði
flutti hana hingað, var svo strangt eftirlit-
ið, að enginn mátti nálgast indverska húsið
nema á hnjánum. Við þorðum naumast að
horfa á hana, auk heldur þá yrða á hana,
þegar hún hljóp léttfætt eins og hind eftir
trjágöngunum og var svo yndisleg ásýnd-
um, að menn gátu freistast til að eta hana
af eintómri ást! Ég er viss um að aðra enis
fegurð sjá menn ekki á hverjum degi.“
Hún gat ekki haldið áfram lengur fyrir
gráti, en lagfærði eins og umhyggjusöm
móðir hrafnsvörtu lokkana, sem liðuðust of-
an á brjóstið á sjviklingnum, er aðeins bærð-
ist lítið eitt.
„Já, þessum fléttum hefur hann oft hald-
ið í liendi sér og margsinnis kysst þá,“
sagði hún andvarpandi og staðnæmdist við
rúmið. „Þá voru þeir ætíð skreyttir perl-
um, rúbínum og gulldjásnum; en ég hef
orðið að afhenda marskálkinum það allt
saman. Hún hafði franska herbergisþernu,
sem hún var góð við eins og engill, en þessi
gulleita norn launaði lienni illa. Það var
hún, sem bjó til söguna um það, að vesal-
ings konan væri í tigi við Jósep hestasvein,
og kom húsbóndanum, sem orðinn var veik-
ur, til að trúa því. Og fyrir það tók hún
á móti nokkur þúsund dölum þegar hiin
fór. Ég mun aldrei gleyma gráti frúarinn-
ar og kveinstöfum út af því að fá ekki að
sjá þann sem hún unni af öllu hjarta, og
nú vildi ekki lengur neitt með hana hafa.
... I fulla 6 mánuði sat hún sem fangi hér
í húsinu. .. Svo fæddist Gabríel, og frá
þeim degi var hin harðlynda, grátgjarna
frú Sehön álitin refsinorn í indverska hús-
inu. .. Ég var líka oft hjá sjúklingnum,
þegar maðurinn minn fékk svimaköstin, því
þá varð ég að taka við verki hans. Þá nefndi
ég ekki svo sjaldan nafn hennar, þó það
væri ekki nema bara til að minna hann á
hana, og segja honum, að allt, sem menn
hefðu talið honum trú um, væri svívirðileg
lygi frá upphafi til enda, og að honum væri
fæddur sonur; en ég varð jafnharðan að
éta það ofan í mig aftur; því hversu góður
og blíður sem hann var, þegar ég var lijá
honum, þá skriftaði hann allt fyrir aðstoð-
arprestinum, þegar hugarvinglið ásótti hann,
og þá mundi ég hafa verið rekin á dyr mis-
kunnarlaust, og vesalingarnir í indverska
húsinu hefðu þá ekki liaft neinn, sem þau
gætu treyst.“
Líana greip hönd hennar og þrýsti hana
innilega, en frú Schön varð eldrauð og leit
óttaslegin niður fyrir sig, þegar mjúku, fxn-
gerðu fingumir á ungu konxmni snertu
lirjúfu hendina hennar.
„En nú lá húsbóndinn sálaði alveg fyrir
dauðanum,“ hélt liún áfram vilcnandi.
„Iíerra marskálkurinn og aðstoðarprestur-
inn urðu að fara til þorpsins til að veita
kaþólska prinsinum, Adolf, síðustu aðstoð
—■ og ég er viss um að það hefur verið Guðs
HEIMILISBLAÐIÐ
251