Heimilisblaðið - 01.12.1971, Blaðsíða 35
in væri þegar komin á leiðina til Rómar.
Það var ekki nokkur efi á því, og einmitt
þess vegna var hann að sýna hana við hirð-
ina með þessum litla reigingi, eins og hann
vildi segja með því: „sjáið þið nú til, ég
hef ekki verið svo fjarska smekklaus í val-
inu; jafnvel þó þetta ætti aldrei að verða
nema uppgerðarskrípaleikur, hef ég þó ekki
brotið í bág við fegurðartilfinningu mína.
Ykkur er nú bezt að líta á þessa konu, sem
þið hafið hæðst svo mikið að, áður en ég
læt hana fara heim til sín.“
En menn tóku ekki eftir, live heitt og
innilega hann þrýsti handlegg hennar allt í
einu að sér, eins og hann sæi eftir því að
hafa farið með ungu konuna sína þaugað,
þar sem hún varð að þola öll þessi forvitnu
og áfergislegu augu; og menn heyrðu ekki
blíðmæli þau, sem hann livíslaði að henni,
eða skildu hann, þegar hann með hátíðlegu
yfirbragði kynnti hana nokkrum eldri kon-
um sem konu sína, og álitu, að hann gerði
það í skopi, eða að það væri sérvizkubragð
af honum til að skemmta mönnum með, og
allir urðu að taka þátt í þessu með honum,
nauðugir viljugir, bæði unga konan við hlið
hans og aðrir.
Porspilið þagnaði allt í einu, áhorfend-
urnir stóðu hreyfingarlausir og öllum var
litið til hliðardyranna, sem hertogafrúin
lilaut að koma inn um. Vængjahurðin var
opnuð hátíðlega og hennar hátign kom inn
með báðum prinsunum og nokkrum liirð-
meyjum og hirðmönnum á eftir sér.
Um leið varð Líönu á að líta framan í
Mainan ósjálfrátt. Hann roðnaði dálítið og
varirnar lcipruðust saman með bitru brosi.
„Ha, ha, hún er þá í gulum silkikjól og
með granatblóm í dökka hárinu!“ sagði
hann lágt án þess að svara augnaráði konu
sinnar. „Líana, littu á þessa fögru hertoga-
frú! Svona var hún líka klædd danskvöldið,
þegar hún lofaðist mér.“
Hertogafrúin var undrafögur ásýndum
þetta kvöld. Ljósguli silkikjóllinn, sem féll
í öldum niður um hana, en skýldi þó hvergi
handleggjunum eða öxlunum, og hárauðu
blómin, sem glóðu í hári liennar, sýndu enn
ljósara, hve bjartan og fagran hörundslit
hún hafði. Líönu varð ósjálfrátt að hugsa
til þeirra kvenna, sem sagt er 1 ævintýrun-
um, að hafi dansað elskhuga sína í hel. En
ef fyrri tilfmningar skyldu nii aftur ná yfir-
hönd yfir honum? Unga konan titraði við
þá tilhugsun; hún tók þéttara um hand-
leg hans með löngu, fallegu fingrunum sín-
um, og þrýsti sér svo fast upp að honum,
að hann gat vel fundið hjartslátt hennar.
„Raoul!“ hvíslaði hún.
Hann hrökk saman felmtsfullur — liér
í nálægð hertogafrúarinnar og allrar hirð-
arinnar varð eitt titrandi angistarldjóð til
að koma því upp að ást hans væri endur-
goldin.
Hertogafrúin stanzaði sem snöggvast.
Snjóhvíti kjóllinn, sem skein eins og tungls-
geisli meðal allra hinna marglitu búninga,
vakti þegar eftirtekt hennar, og það var
auðséð, að hún varð engu síður forviða á
því en aðrir, að unga konan skyldi koma;
en hún hélt þegar leiðar sinnar, rétti mar-
skálkinum hönd sína svo hann gæti kysst
liana, bauð hann náðarsamlegast velkom-
inn, og heilsaði öllum öðrum mjög svo mildi-
lega, þangað til hún kom til ungu hjón-
anna.
„Þetta var þó furðulegt! Við höfum hald-
ið, að lærðu einsetukonunni í Schönwerth
væri svo illa við allt félagslíf og þess háttar
samkomur, að við þorðum alls ekki að senda
henni beinlínis boð að koma til þessarar
litlu kvöldskemmtunar,“ sagði hún kulda-
lega og eins og til afsökunar á því, að ungu
konunni hefði ekki verið boðið í raim og
veru.
Líana varð um leið eldrauð og leit
hræðslulega til þess, sem liafði leitt hana
inn í þennan sal, en það leit út fyrir, að
hann tæki alls ekki eftir þeirri óvild, sem
lýsti sér í framkomu hertogafrúarinnar á
svo ruddlegan hátt.
„Maður verður að gera undantekningar
frá venjunni, þegar miklar breytingar verða
á högum þeirra,“ sagði hann einmitt í sín-
um gamla storkunarróm, sem menn óttuðust
mest, „þess vegna hef ég fengið barónsfrúna
til að fylgja mér hingað í dag — við för-
um næstu daga héðan.“
„Er það satt, Mainan barón ?“ hrópaði
liertogafrúin við þessi óvæntu gleðitíðindi.
„Þér þolið auðvitað ekki við fyrir löngun
til að leggja af stað í þessa Austurlanda-
ferð. Ég held að þér mynduð leggja af stað
tafarlaust, jafnvel þótt heimurinn stæði í
HEIMILISBLAÐIÐ
255