Heimilisblaðið - 01.12.1971, Side 36
björtu báli. Jæja! Binhvernveginn þreytist
þér vonandi á að ferðast og snúið þá heim-
leiðis, og verðið þá ef til vill ögn — við-
fangsbetri.“
Andlit bennar ljómaði af fögnuði, einmitt.
af því að hún þóttist nú hafa fengið fulla
vissu fyrir að nú væri það að koma fram,
sem hún liafði þráð svo lengi, og öllu mundi
verða lokið innan fárra daga; þó sárgramd-
ist henni live róleg og örugg unga konan
var við hlið mannsins síns.
„Þér hlakkið auðvitað til að komast aft-
ur í kyrrlætið í Rúdisdorf V ‘ spurði hún
og gaut um leið hatursfullum augum til
fögru, mjóu fingranna, sem henni var svo
meinilla við.
„Eg er liætt við að fara til Rúdisdorí,
yðar hátign,“ svaraði Líana feimin og
vandræðaleg; henni féll afarilla að segja
þetta; en það var ekki unnt að komast hjá
því, þar eð spurt var svona beint.
Hertogafrúin hörfaði ósjálfrátt aftur á
bak.
„Hvað þá ? Þér ætlið að verða ... ?“
Storkunarbros kom á bláhvítu varirnar.
„Hó! ég skil livað þér farið! Þér eruð göf-
uglynd og viljið ekki yfirgefa gamla mar-
skálkinn,“ sagði hún og bar ört á um leið
og hún kinkaði kolli í áttina til gamla
mannsins, sem hafði smáfært sig nær.
Þrátt fyrir ysinn og suðmia í salnum,
liafði hann með sinni næmu liirðmanns
lieyrn heyrt hver torð. IJann greip nú hend-
inni til hjartans og sagði mótmælandi með
liátíðlegri röddu:
„Yðar hátign verður allra náðugast að
fyrirgefa — yðar gamli, trúi liirðmarskálk-
ur á alls engan þátt í þessari ákvörðun.“
„Nei, ]>að er alveg satt, að föðurbróðir
minn liefur ekkert atkvæði átt um það,“
sagði Mainan rólega til frekkari fullvissu,
og það með svo hárri og sýrri rödd, að
frekar leit út fyrir að liann segði það við
áhorfendurna en liertogafrúna. ,Hversu
mikið sem mig langar til að skiklja hann
eftir í höndum þeirra, sem geta hlúð að
honum með ástríkum örmum, þá er ég þó
sjálfum mér æstur í þessu tilfelli. Eg gat
ekki fengið af mér að fara strax að skilja
við konuna mína, og hún hefur því af
brjóstgæðum við mig heitið mér því að fara
með mér.“
Hertogafrúin breiddi allt í einu út blæ-
væng sinn og veifaði honum í ákafa, eins og
henni fyndist allt of heitt þarna inni.
„Svo kemur þá einn sérvizkudinturinn
enn, Mainan baón,“ sagði hún og reyndi
árangurslaust að sýnast kát. „Hingað til
hafið þér lagt allt kapp á að auka og vernda
þann dularfulla ljóma, sem stafar af ævin-
tyramanninum, ferðalangnum, þér vilduð
einn vera ævintýraprinsinn, og nú ætlið þér
allt í einu að koma fram í heiminum með
þesa vizkugyðju við hlið yðar — það er
ekki svo vitlaust. Það getur vakið eftirtekt
og gert menn forviða.“
„Varla verður það til lengdar, yðar há-
tign,“ sagði Mainan og,brosti rólega, „þar
eð ég ætla mér ekki til Austurlanda „með
þessari nýmóðins vizkugyðju“ minni, held-
ur draga mig í hlé og fara til afskekktrar
hallar, sem ég á í Frakklandi og heitir
Blankenau/‘
Iíennar liátign sneri við og gaf merki
með hendinni um að byrja sönginn. Allir,
sem þekktu hana nánar, titruðu af ótta.
Þegar hún var svona náföl, starði svona
stórum augum fram undan sér, klemmdi
varirnar svona aftur og setti hökuna svona
fram, var hún ekki vön að gefa grið eða
láta sínar betri tilfinningar fá yfirhönd.
VIII.
Illjómleikaflokkurinn lék snilldarlega á
hljóðfærin og söngur söngmeyjarinnar var
töfrandi. Hennar hátign, hertogafrúin gaf
sjálf merki um að taka því með dynjandi
lófaklappi, og þegar hlé varð á, sýndi hún
söngmeynni öll merki ánægju sinnar og
mildi. Þetta gekk allt eins og í sögu, og þó
það væri allt innan vébanda hirðsiðanna,
virtist það ekkert þvingandi, svo Líana fór
að halda að engum væri órótt innan brjósts
nema lienni, og að blóðið þyti eimmgis um
æðarnar á henni eins og hún liefði hitasótt.
Hún gat ekki litið á steingerfisandlit her-
togfarúarinnar, án þess að finna til óstjórn-
legs ótta. Bara að hún mætti yfirgefa þenn-
an sal með öllu þessu skrautbúna fólki! En
lausnarstundin var ekki enn komin.
Framn.
256
HEIMILISBLAÐIÐ