Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1971, Qupperneq 37

Heimilisblaðið - 01.12.1971, Qupperneq 37
Við, sem vinnum eldhússtörjin „Bráðmn koma blessuð jólin, börnin fara að hlakka til“. Og ekki má fullorðna fólkið valda þeim vonbrigðum. Og þegar við er- um einu sinni byrjuð á jólaundirbúningn- um þá njótum við þess ekki síður en börnin. Smákökur má baka nokkuð löngu fyrir jól, og hér eru uppskriftir af nokkrum teg- undum. Mokkakökur: 100 gr. smjör 100 gr. sykur 1 egg 200 gr. hveiti 1 msk. kaffiduft V2 tsk. lijartasalt Glasúr úr ca.: 125 gr. flórsykur 1 msk. kaffiduft 2—3 msk. sjóðandi kaffi Linið smjörið og hrærið vel saman við syk- ur, hrærið síðan egginu út í og hnoðið síð- an deigið léttilega með hveiti, kaffidufti og hjartasalti. Látið deigið á kaldan stað og látið það bíða svolitla stund áður en þið takið það og fletjið það út og skerið út í aflangar kökur. Bakist við góðan liita (200°) í ea 10 mín. Kökurnar eru penslað- ar með glasúrinu og það verður að vera orðið vel þurrt áður en kökurnar eru lagð- ar í kassa með pappír á milli laga. Súkkulað ihj ö rtu. Sama deig og í mokkakökunum nema hvað kakó er látið út í í staðinn fyrir kaffiduft. Deigið er flatt út og skorið út í hjörtu, sem eru svo pensluð með bræddu súkkulaði og eru skreyttar með afhýddum möndlum og e. t. v. silfurkúlum 0g grænum cocktailberj- um eða súkkati. Kaupmannahafnarkökur: 200 gr. smjör 200 gr. liveiti 100 gr. flórsykur 15 rauð cocktailber 15 græn cocktailber 20 afhýddar möndlur Látið smjörið út í liveitið og hnoðið létt ásamt flórsykri, stórum bitum af cocktail- berjum og grófhökkuðum möndlum. Búið til aflanga rúllu úr deiginu, álíka svera og kústskaft. Leggið rúlluna á bretti, sem hveiti hefur verið sáldrað á. Látið rúlluna á kald- an stað í að minnsta kosti 1 klst., gjarna lengur. Sneiðið svo rúlluna niður í smákölt- ur, sem eru látnar á smurða plötu. Bakað- ar í 12—13 mín. við nokkuð góðan hita (185°). Skornar hrúnar kökur með möndlum: 1 dl. síróp 1 dl. sykur 150 gr. smjör 325 gr. hveiti IV2 tsk. natron 2 tsk. kanel V2 tsk. negull V2 tsk. engifer 50 gr. afhýddar, gróft saxaðar möndlur 50 gr. fínt saxað súkkat Látið suðuna koma upp á sírópinu, sykrin- um og smjörinu og kælið blönduna alveg. Blandið kryddinu, natroni, möndlum og súkkati vel saman og hnoðið saman við blönduna. Þetta deig er nokkuð lint, en það á þó að vera hægt að búa til tvær lengjur nokkuð sverari en kústskaft. Látið á fjöl, sem búið er að setja hveiti á og geymið rúll- urnar í ísskáp til næsta dags eða lengur. Ef deigið er mjög lint er ráð að taka lengj- urnar út úr ísskápnum eftir 1 klst. og laga rúllurnar. Skerið kökurnar eins þmmt og hægt er og bakið á smurðri plötu við góð- an hita (200°) í ca 8 mín. Mjög góð formkaka: Sœlgœtiskaka. 125 gr. smjör 150 gr. sykur 3 egg 1 eggjahvíta 200 gr. liveiti 50 gr. kartöflumjöl 2 tsk. lyftiduft 2—3 msk. litlar rúsínur 2 msk. grófsaxaðir hnetukjarnar HEIMILISBLAÐIÐ 257

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.