Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1980, Page 2

Heimilisblaðið - 01.03.1980, Page 2
VORMORGUNN Morgunsunna hrein og hlý, himinunna gimsteinn fagur, er nú runninn upp á ný, ótal munnum fagnar dagur. Blundi hrinda blómin mín blikar lind í rinda háum. Yndismynd þín endurskín undir tindum skuggablúum. Rís af dvala og rökkurhryggS — rýkur um bala hlýnar ge'ði, — firðir, dalir, fjall og byggð, fjöm tala, sæld og gleði. Lækir flétta flaumbönd nett, fossa, skvetta, gera iður. Stikla léttan klett af klet, kasta þéttum úða niður. Hljóma lengi í heiðar b'rún hörpustrengir fossins bjarta. Grænar engjar, glituð tún geislum tengja sér að hjarta. Sezt ég niður hátt í hlíð, hlusta’ á kliðinn ástarkæra. Hér er biðin hæg og þýð hjartans frið að endurnæra. Yndið lyngi angar frá, yfir syngja raddir kunnar. Mosabyngjum blika á blómadyngjur náttúrunnar. Sé ég yfir sældar reit sjónum hrifinn fram til ósa. Gulli drifinn sær og sveit sindrar í bifi morgunljósa. Lárus Sigurjónsson. HEBVIILISBLAÐIÐ kemur út annan hvern mánuð, tvö blöð saman, 36 bls. Utanáskrift: Heimilisblaðið, Bergstaðastræti 27, póst- Verð árgangsins er 1000 krónur. hólf 304. Simi 14200.

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.