Heimilisblaðið - 01.03.1980, Side 5
sprenging leiddi reyndar annað í ljós. Þús-
undir tonna af vatni og grjóti ruddist fram
og fyllti næstum upp í kílómetra langt
stykki af göngunum, þar sem 25 manns
lokuðust inni. Ógerningur reyndist að ná
í líkin. Hin vota og kalda gröf'þeirra var
nxúruð aftur og grafin ný göng annars
staðar . ..
Einhver erfiðasta þrautin var gerð tann-
hjólabrautarinnar upp Jungfrau-brattann.
Stöðin, sem er í 3454 metra hæð yfir sjáv-
armáli, liggur utan í brattri fjallshlíð.
Jafnvel um hásumarið er hægt að fara á
skauta eða skíði rétt fyrir uan húsdyrn-
ar. Það segir dálítið um verkefnið, að grafa
varð göng, sem voru rúmir átta kílómerar.
Hafi jarðgöngin valdið Svisslendingum
heilabrotum, þá hafa þeir ekki síður þurft
að leggja höfuðin í bleyti varðandi gerð
hinna mörgu járnbrautarbrúa sem þeir
hafa nauðsynlega þurft að framkvæma.
Á 85 kílómetra langri leið eru að meðal-
tali tvær brýr á hverjum kílómetra. Þriðj-
ungur Lötschberg-brautarinnar (Thun-
Brig) vindur sig gegnum fjalllendið eftir
háum brúm. Og á annarri leið ekur lestin
til sudurs í slíkri hæð, að maður fær í mag-
ann, hverfur síðan inn í fjallið, vindur sig
þar upp á við og kemur út aftur og ekur
þá til norðurs!
Rekstur járnbrautanna í Sviss er einnig
stöðugur höfuðverkur þeirra, sem um
þurfa að fjalla. Grjóthrun og snjóflóð eru
einhverjir helztu erfiðleikamir. Árið 1927
gróf heljarmikið flóð mikinn hluta Simp-
lon-brautarinnar undir urð og mold. Það
tók heila viku að ryðja skriðunni burt.
Árið 1962 féll snjóflóð á aðalbrautina milli
norður- og suðurhluta landsins á annasam-
asta árstíma, tveim dögum fyrir jól. Af-
leiðingin varð samgönguteppa sem á sér
fá dæmi í sögunni; stanzaðar lestir náðu
alla leið til Frankfurt!
Svisslendingar hafa lært að líta á snjó-
inn sem undirförulan og einatt lífshættu-
legan óvin, og hverja stund verður að vera
á verði gagnvart því, að hann komi ekki
að óvörum. Stundum grípa þeir til þess
bragðs að færa vígstöðvarnar yfir í óvina-
búðirnar og hefja þá skothríð á snjóhengj-
urnar úr járnbrautarvögnunum eða af
flutningabílunum. Sprengingar þessar
framleiða snjóflóð, og á meðan er allri
umferð haldið í skefjum, unz snjóplógarn-
ir hafa rutt snjóbákninu af brautum og
vegum.
Jámbrautirnar hafa dugmikla skíða-
menn til að halda uppi slíkri skothríð á
hættulegum stöðum. Auk þessa hafa hópar
vaktmanna aðsetur í vissum stöðvum með
fram brautunum, reiðubúnir til þess að
koma skilaboðum áleiðis, ef skriður hafa
heimilisblaðið
41