Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1980, Side 6

Heimilisblaðið - 01.03.1980, Side 6
fallið á brautarteina. Þetta sarf hlýtur að vera eitthvert það einmanalegasta sem um getur. Á stöku stað er raflínum komið fyr- ir þvert yfir hlíðar þar sem líklegt er að snjór falli, til þess gerðum að bera boð um slíkt. Þegar snjóhengjan hrapar, brest- ur línan, straumurinn rofnar og lestirnar stöðvast sjálfkrafa. Lengi vel komust Svisslendingar af, hvað þetta snertir, með því að hlaða háa grjót- garða þar sem brattinn var hvað mestur upp af brautarteinunum. Nú hafa þeir horfið að öðru nýrra: sverum ál-stólpum, sem komið er fyrir með aðstoð þyrla. Einn- ig eru tré góður varnarveggur mót snjó- þunga, enda er þeim plantað í milljóna- vís á hættulegum stöðum. Á aðalsamgöngubrautum er unnið allan ársins hring, hvernig sem viðrar,en á smærri leiðunum, sem liggja inn í af- skekktustu dali, er yfirleitt látið í minni pokann fyrir hinum hvíta óvini. Þegar vet- ur færist nær, er meira að segja gengið svo langt á sumum stöðum að taka brýrn- ar niður, til þess að snjóskriður skamm- degismánaðanna sópi þeim ekki burt. Járnbrautirnar gegna lykilhlutverki í varnarkerfi Sviss. Jafnvel í sérhverri minnstu jámbrautarstöð fyrirfinnst pen- ingaskápur, þar sem er innsiglað umslag með fyrirmælum um hernaðarleg viðbrögð, ef á þarf að halda. Ef til stríðs kæmi, þá myndu hermennirnir einfaldlega halda að heiman hver um sig í einkennisbúningum sínum í átt til næstu brautarstöðvar og með þau vopn sem þeir hafa geymd hjá sér heima í klæðaskápnum. Á tveim sól- arhringum gæti hið litla og friðsæla Sviss, sem raunverulega er vel hervætt, kvatt út 600.000 manna lið, reiðubúið til að verja landið. Jafnvel þótt Svisslendingar hafi fært þær einstöku fórnir sem á hefur verið minnzt til að koma upp og viðhalda sínu einstæða járnbrautarkerfi, þá hafa þeir þó komið því svo fyrir, að undir alveg sér- stökum kringumstæðum gætu þeir eyði- lagt allt heila kerfið með því að ýta á fá- eina hnappa. Sérhver jarðgöng aðalbraut- anna, helztu brýrnar og allt merkjakerfið er sundurgrafið af sprengjustæðum, og innan einnar klukkustundar er hægt að sækja þessar sprengjur í geymslurnar uppi í fjöllunum, koma þeim fyrir og gera þær fullklárar til eyðileggingar ef með þarf. Á síðari árum hafa fyrirsvarsmenn járn- brautanna lagt sig fram um það — með hugkvæmni sem varla stendur að baki snilli þeirra á tæknisviðinu — að veita ferða- mönnum sem allra bezta þjónustu. Um þvera og endilanga brautarvagnana ganga ungar og fallegar stúlkur til beina og aka á undan sér krásum hlöðnum borðum með kaffi, smurðu brauði og súkkulaði. Á hinni 42 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.