Heimilisblaðið - 01.03.1980, Qupperneq 9
ár þýðir að þú ert fullvaxta stúlka.“ Þeg-
ar Alice virtist ekki ætla að mótmæla þessu,
hélt hann áfram: „Fullvaxta — og gjaf-
vaxta, Alice.“
„Ó, pabbi!“ sagði Alice lágt og brosti
við, nokkuð óörugg.
„Maður, sem ég og hún frænka þín gæt-
um með gleði horft eftir þér í hendurnar
á, hann hefur beðið um hönd þína.“
Alice kipptist eilítið við, en brosið hvarf
af andliti hennar.
„Það er nýi aðstoðarpresturinn okkar,
hann séra George William Fitzgerald, mað-
ur með ljómandi sambönd ...“ mælti próf-
essorinn með rödd sem svipaði mjög til
systur hans, frú Mason.
„Ó, pabbi!“ sagði Alice aftur, og í þetta
sinn var engu líkara en hún gripi andann
á lofti óttaslegin.
Prófessorinn leit upp. Já, Clara hafði
á réttu að standa: Alice var ósköp ung
og barnaleg á að sjá — næstum eins og
krakki sem var að því kominn að skæla.
„Annað var það nú ekki, góða mín,“
sagði hann þá snöggur upp á lagið. „Ég er
reiðubúinn að taka á móti væntanlegum
eiginmanni þínum þegar ykkur þykir
henta, og svo verðið þið að sjá um allan
undirbúning með henni frænku þinni og
hlífa mér við öllu frekara ónæði.“ Próf-
essorinn gerði handarhreyfingu svipað því
sem hann væri að slá frá sér ósköp venju-
lega húsflugu sem annar eins skordýra-
fræðingur og hann hafði ekki minnsta
áhuga á.
„En pabbi minn,“ mælti Alice lágt. „Ég
-— ég — er þegar trúlofuð — honum Jack.“
Prófessorinn leit hægt upp og hnyklaði
örlítið brýnnar. „Jack? Og hver er nú
Jack, ef ég má spyrja?“
„Hann Jack — Jack Ferguson. Hann
vinnur í banka,“ stamaði Alice. „Ó, pabbi,
hann er svo duglegur. Hann er tuttugu og
þriggja ára og ...“
„Tuttugu og þriggja ára!“ edurtók próf-
essorinn lágt, og það var eitthvað í rödd
hans, sem ekki boðaði gott. „Bamaskapur!
Þú giftist þeim manni sem ég og hún
frænka þín höfum valið handa þér. Og svo
vil ég fá að vera í friði fyrir öllu frekara
kjaftæði!“
„En pabbi . . . “
„Nei, nú verðurðu að hætta. Ég vil ekki
heyra orð frekar. Farðu inn til hennar
frænku þinnar og talaðu við hana. Hún
hefur tíma og tækifæri til að útskýra allt
fyrir þér, sem þú þarft að vita.“
„Hún frænka!“ hrópaði Alice, og það
mátti greinilega heyra á henni, að hún var
ekki beint ánægð með þetta.
En prófessorinn svaraði engu. Hann var
aftur farinn að bogra yfir bjöllunum með
stækkunarglerið í höndunum. Alice stóð
andartak kyrr í sömu sporum, en síðan
læddist hún út og lokaði dyrunum hljóð-
laust á eftir sér.
Frammi á ganginum staðnæmdist hún
og lagði við eyru. 1 öðrum enda hans stóðu
dyrnar opnar inn í stóru stofuna sem sjald-
an var nokkuð notuð, og þaðan heyrði hún
málróm frænku sinnar og ráðskonunnar.
Ekki vildi hún fyrir nokkurn mun þurfa
að hitta Clöru frænku sína núna. Hún
læddist því eins hljóðlega og hún gat fram
að stóru eikardyrunum, hljóp síðan við fót
gegnum garðinn og þaðan sem fætur tog-
uðu út í skóg.
Það var ekki fyrr en hún var komin
drjúgan spöl inn í skóginn að hún nam
staðar — og þá mest vegna þess að hún
var gripin sterkum örmum og henni hald-
ið fastri. Og höfuð hennar lét fallast að
sterklegri öxl, um leið og tárin streymdu
niður vanga henni.
„Alice, elsku Alice mín, hvað er þetta
eiginlega?" spurði Jack óttasleginn og
reyndi að fá hana til að líta upp.
„Ó, Jack,“ sagði hún með ekka. „Þau
vilja að ég giftist kapiláninum. Frænka
heimilisblaðið
45