Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1980, Page 11

Heimilisblaðið - 01.03.1980, Page 11
óþægilegu tilfinningu, að hjartað væri kora- ið upp í hálsinn. Ekki leið á löngu unz konan birtist og sagði stuttlega : „Þér megið doka við.“ Svo sigidi hún áfram þvei’t yfir forsalinn og var horfin inn um dyr til vinstri. Jack beið og beið. Hann var ekki með úr á sér, en eftir því sem lengur leið fannst honum hann vera búinn að bíða nógu lengi, vægast sagt, svo að hann gekk ákveðnum' skrefum að dyrunum sem ráðskonan hafði fyrst farið inn um, og bankaði. Ekkert svar barst, svo að hann knúði dyra öðru sinni. Þegar ekkert svar barst að heldur, leyfði hann sér að þoka upp dyrunum og ganga inn. Hann var staddur í stóru her- bergi með frönskum gluggum; þama voru dýrmæt húsgögn og mikið um spegla. f öðrum enda þessarar stóru stofu stóðu dyr opnar, og honum heyrðist ekki betur en að einhver væri þar fyrir innan, svo að hann beið ekki boðanna, heldur gekk þang- að. Það var öllu minna herbergi, áttkant- að, og engar aðrar dyr á því en þær sem hann gekk um. Hann svipaðist um, sá eng- an þar inni, en þegar hann leit um öxl sá hann að einhver hafði látið aftur dyrnar að baki hans, og þegar hann ætlaði að &anga út aftur, þá komst hann að raun um — að það var búið að læsa hann inni! Fyrst af öllu hugsaði Jack sem svo, að þetta hlyti að vera af misgáningi; því næst kom honum til hugar, að þetta ætti að vera gi’álynd brella við gest — því að hvort heldur sem hann barði á dyrnar eða kallaði, þá bar það engan árangur. Hann gekk að glugganum, en heldur ekki þar var neina útgönguleið að finna. Gluggarnir voru beinlínis lokaðir með skrúfnöglum sem ekki var hætg að losa nema með þar th gerðum áhöldum. En hann gat séð út um þá niður 1 garð- lr>n. Ekki var lengra niður en það, að hann gseti hæglega stokkið það, aðeins ef hann væri utan vert við glerið. Fyrir neðan óx þéttur runni, en hvergi var fólk að sjá. Jack var nú nánast hættur að hugsa um það, að hann var hingað kominn til þess að segja Finchby prófessor undan- bragðalausa meiningu sína. Nú var hann sjálfur lentur í hlálegri klípu. Hvað myndi Alice segja — eða þá frú Mason? 1 örfá skipti hafði hann fengið tækifæri til að líta þá konu augum, og það nægði til þess, að hann gat rétt ímyndað sér, hvað hún myndi hugsa og segja. Það yrðu ekki at- hugasemdir sem ungur og sómakær maður myndi vilja heyra frá föðursystur vænt- anlegs konuefnis .. . Jafn ákafur og Jack hafði verið fyrir einni klukkustund í það að komast inn fyr- ir þröskuldinn í Chickenbury Hall, jafn ákafur var hann nú að geta losnað út það- an. Rimlarnir fyrir lokuðum gluggunum náðu allhátt upp — en með tilhjálp rók- okko-skáps, stofuborðs og stóls tókst hon- um þó að lokum að klifra svo hátt, að hann komst upp að opnanlegum glugga. Þegar til kom reyndist honum öllu meiri þrekraun að koma sér í þá stellingu að óhætt væri fyrir hann að taka stökkið; en loksins tók hann þó kjark í sig, lét sig falla, og veltist um í runnagróðrinum fyrir neðan. Þetta var grófvaxinn og þyrnóttur gróð- ur sem reif sundur fötin hans. Hann átti fullt í fangi með að grípa höndum fyrir andlitið í tæka tíð til að verja það, og svo harkalega kom hann niður, að hann sat kyrr um stund og þreifaði eftir því, hvort hann væri ekki fót- eða handleggsbrotinn. Og skyndilega heyrði hann einhvern segja: „Hvað í ósköpunum erum þér að gera hér?“ Jack leit upp. Yfir honum stóð garð- yi’kjumaður og sendi honum harla óblítt auga. „Ég er að rannsaka gróðurinn,“ svar- aði Jack í aumkunarlegri tilraun til að vera fyndinn. HEIMILIíBLAÐIÐ 47

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.